Frétt

| 19.07.2000 | 15:39Brýnt að styrkja landsbyggðina

Seinast var vikið að nauðsyn stefnumótunar til framtíðar varðandi málefni landsbyggðarinnar. Alþingismenn, bæjarfulltrúar og aðrir sveitarstjórnarmenn munu ráða miklu varðandi stefnuna sem tekin verður. Það er að segja kjósi þeir svo sjálfir. Oft rennur mörgum til rifja úrræðaleysi sveitarstjórna. Skylt er að taka fram að ekki er verið að gagnrýna einstakar sveitarstjórnir eða sveitarstjórnarmenn. Miðað við reynslu undanfarinna ára og áratuga dylst engum hugsandi manni, að sveitarfélögin ráða ekki ein og óstudd við fólksflóttann suður. Enn er ekki komið í ljós hvort stöðugur straumur fólks af landsbyggðinni til Reykjavíkur verður stöðvaður.

Í leitinni að meðulum til þess að hamla gegn útstreymi íbúa landsbyggðarinnar verður að spyrja hvort Ísland verði nokkuð verra til búsetu þó stærstur hluti þess verði nánast óbyggður og fyrst og fremst nýttur til sumarbyggðar. Þó það sé ekki spennandi framtíðarsýn verður að skoða viðfangsefnið kalt og yfirvegað. Eru það kannski tilfinningarnar einar sem eru undirrót þess að fólk býr enn utan höfuðborgarinnar eða ræður fleira? Margir eru tengdir og bundnir æskustöðvum sínum tilfinningaböndum og sú hugsun ræður búsetunni. Aðrir skera á tilfinningatengslin við sveitina, bæinn eða þorpið sitt og láta atvinnu, tekjumöguleika og kosti til afþreyingar skipta mestu þegar þeir velja sér heimili. Óneitanlega býður fjölmennið miklu meira val í lífsgæðum en fámennið. Við skjóta skoðun blasa við gallar þess að búa í smáu samfélagi langt frá meiriparti þjóðarinnar og um leið allir ágætu kostir þess að búa í fjölmenninu, svo sem betri möguleikar til menntunar, skemmtunar og verslunar. Og auðveldara er að láta sig hverfa í fjöldann í borg en í bæ eða sveit.

Kostir borgarlífsins koma skjótt í ljós þegar litið er til efnislegra gæða eingöngu. En ef fleira er skoðað þá færir efnishyggjan og eftirsókn eftir veraldlegum gæðum engum hamingju ein og sér. Sækist menn eftir öðru, svo sem nábýli við náttúruna og finna hjarta sitt slá með samfélaginu og hjarta þess í takt við sitt eigið og setji um leið efnislegu gæðin ekki fremst í forgangsröðina kemur önnur mynd í ljós. En vel að merkja: Gæðin eru mismunandi eftir því að hverju er leitað. Gallar borgarinnar eru margir, svo sem mikil umferð og tíð slys, sem henni fylgja. Mengun er fylgifiskur bílaumferðar og hávaði sömuleiðis. Smám saman eru margir að átta sig á þeirri staðreynd að mengað andrúmsloft og hávaði eru órjúfanlegur þáttur borgarlífs. Reykjavík er þar ekki undantekning. Fólk verður að vita af gæðum og valkostum.

Vakning er að verða um allan heim og menn að gera upp við sig að hollusta og hreint og náttúruvænt umhverfi eru eftirsóknarverð lífsgæði. En atvinnu og menntun vilja nútímamenn hafa. Náist að skapa eftirsóknarverðar aðstæður á landsbyggðinni með nægri og fjölbreyttri atvinnu og að sjálfsögðu menntun mun margt ungt fólk líta til þess þegar framtíðarbúseta er valin. Barnvænt umhverfi heillar æ fleiri.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli