Frétt

Stakkur 17. tbl. 2002 | 24.04.2002 | 16:00Heilbrigt fólk getur...!

Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag, 21. apríl, sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir að heilbrigt fólk gæti unnið sig upp úr fátækt. Viðtalið var fyrir margra hluta sakir einkar athyglivert og fyrirsögnin sláandi. Tilvísunin í umræðuna um fátækt er merki um breytta þjóðfélagsumræðu. Upp á yfirborðið eru að koma málefni sem legið hafa í þagnargildi fyrir þær sakir að flestum hefur þótt óþægilegt að ræða þau. Mörgum hefur þó ofboðið að unnt skuli vera að nýta eða öllu heldur misnýta og níðast á félagslegri aðstoð og skattkerfinu eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði. En sú ágæta umfjöllun varð einmitt tilefni til viðbragða Katrínar Sifjar. Með því er ekki átt við að aðstoðin eigi ekki fullan rétt á sér. Hin stóra spurning á fremur við um það að fólk skuli leyfa sér að ganga of langt og fara að gera út á félagslega aðstoð.

Katrín veltir fyrir sér því hvernig þriðja kynslóðin gengur inn í far forfeðranna og leggst á þá aðstoð sem til boða er þeim sem ekki geta fengist við lífið án peninga frá hinu opinbera. Langflestir virðast sammála því að aðstoð frá því opinbera sé neyðarbrauð. En engu að síður er staðreyndin sú að margir velja þá leið fremur en að hafa meira fyrir lífinu og stunda atvinnu. Hið góða við viðtalið sem tekið er í framhaldi af bréfi Katrínar Sifjar til Morgunblaðsins er að vakin er athygli á því sem miður fer og í raun á þeirri staðreynd að aðstoðin sem kemur frá ríki og sveitarfélögum á og ætti eingöngu að vera neyðaraðstoð. Sú sem setur fram þetta sjónarmið hefur staðið í sporum þess er kemst ekki af án einmitt þeirrar aðstoðar, en hún vill ekki festast í því farinu að þiggja opinbera aðstoð.

Hið opinbera, ríki og sveitarfélög verða að beita sér fremur fyrir því að gera þessum skjólstæðingum kleift að verða sjálfbjarga. Sjálfbjörg er betri en bónbjörg og ljóst að þeir sem læra að komast af sjálfir eru snöggtum líklegri en hinir til þess að sækja ekki ríkið um bætur til að draga fram lífið um ókominn aldur. Skattakerfið hefur í sér fólginn mikinn hvata til þess að telja fram lágar og litlar tekjur meðal annars til þess að hækka barnabætur. Tekjutenging barnabóta er samkvæmt umfjölluninni í Morgunblaðinu mörgum freisting til þess að skilja við maka sinn. Eiginkona og móðir með lágar tekjur nær fullum barnabótum skilji hún að forminu til við tekjuhærri eiginmann sinn og verði einstæð móðir í opinberum skrám.

Það er eftirtektarvert að ung kona sem eignaðist sitt fyrsta barn ung skuli ná því að halda sjálfsvirðingu sinni og vilja til að vera sjálfri sér nóg. Á sama tíma gerir hún sér grein fyrir því að neyðaraðstoðin á ekki að verða til þess að buga einstaklinginn sem lendir í þeim ógöngum að komast ekki leiðar sinnar hjálparlaust um lengri eða skemmri tíma. Hugsunin sem eftir stendur er hvort slíkt hugarfar eigi ekki erindi til forsvarsmanna sveitarfélaga sem nú eiga undir högg að sækja á Vestfjörðum. Byggðaáætlun Ísafjarðarbæjar og hugsunarháttur ungu konunnar eiga margt skylt. Fyrst og fremst er sjálfsvirðingin!


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli