Frétt

Ingi Þór Ágústsson | 24.04.2002 | 14:37Miðstöð frístunda í Ísafjarðarbæ

Ingi Þór Ágústsson.
Ingi Þór Ágústsson.
Flestir eru því sammála að íþrótta- og æskulýðsmál í Ísafjarðarbæ sé sá málaflokkur sem ekki hefur fengið mikla athygli undanfarin ár hjá bæjaryfirvöldum. Stutt er síðan sameining sveitarfélaganna átti sér stað og hefur megináherslan verið lögð á stjórnsýslu og fjármál í nýju sveitarfélagi, Ísafjarðarbæ. Eftir sem áður hefur verið unnið mjög gott starf innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. Þar á ég við þann kraft og baráttuanda sem einstaklingar innan grasrótarinnar hafa sýnt á undanförum árum. Þessum einstaklingum verður seint fullþakkað.
Það var mikið gæfuspor sem Ísafjarðarbær tók þegar skóla- og fjölskylduskrifstofa bæjarins var stofnuð. Þar með var grettistaki lyft í þeim málaflokki er varða skóla- og félagþjónusta. Þessar grunnstoðir hafa þannig fengið mun meiri athygli bæjaryfirvalda en áður og ekki ætla ég að líkja fortíðinni við nútímann. Við státum nú að öflugu og góðu skólastarfi þar sem stefna og skipulag ríkir.

Stór hluti bæjarbúa er farinn að finna sig í nýju sveitarfélagi sem hefur krafist mikillar orku hvað uppbyggingu varðar. Það er því eðlilegt að sumir málaflokkar hafa setið á hakanum, en einn þeirra eru íþrótta- og æskulýðsmál.

Eins og áður segir hefur verið unnið ötult og gott starf innan málaflokksins, en nokkuð skort á samráð og stefnu. Margir kraftmiklir einstaklingar eru að starfa að þessum málum, hver í sínu horni, með sína reynslu og þekkingu. Skort hefur á yfirsýn yfir þennan málaflokk af hálfu bæjaryfirvalda, rétt eins og var í málefnum skóla- og félagsþjónusta áður en skóla- og fjölskylduskrifstofan tók til starfa.

Það ber að fagna því að nú nýverið samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að láta fara fram vinnu við mótun fjölskyldustefnu bæjarins. Ég trúi því að skýr fjölskyldustefna, þar sem frístundamál eru í fyrirrúmi, ásamt mörgum öðrum mikilvægum þáttum, auki ánægju bæjarbúa allra, ekki síst barna og ungmenna. Samfélag sem sýnir í verki að það sé vinveitt börnum og unglingum er líklegra en hitt til að verða áfangastaður þess, síðar á lífsleiðinni. Jákvæðar minningar frá æskuárunum vísa veginn heim.

Hugmyndir mínar um frístundamiðstöð í Ísafjarðarbæ lúta að svipaðri hugsun og varðar skóla- og fjölskylduskrifstofu, nema að þar myndi stefnan hvað varðar frístundir yngri sem eldri verða mótuð. Ég sé fyrir mér að bæjaryfirvöld muni með frístundamiðstöð veita íþrótta- og æsklulýðsmálum þá athygli sem hún þarfnast. Ég hef leyft mér að kalla stefnu frístundamiðstöðvarinnar ,,Frá morgni til kvölds?. Þar á ég við að frístundamiðstöðin muni styðja við bakið á öllum þeim íbúum bæjarins sem vilja njóta frístunda, hvort sem við séum að tala um börn eða þá sem vilja njóta ævikvöldsins sem best.

Ég hef hugmyndir um það að stofnuð verði sérstök nefnd á vegum bæjarins, sem myndi verða nokkurs konar regnhlíf frístundamiðstöðvarinnar. Sú nefnd gæti heitið frístundanefnd Ísafjarðarbæjar. Þar með væri verið að taka íþróttir-og æskulýðsmál út úr fræðslunefnd sem er hlaðin störfum nú þegar. Þannig færst markvissara starf í báðum málaflokkunum.

Hvað á ég við með frístundamiðstöð? Jú, ég á við að þar muni koma beint að þeir aðilar sem starfa beinlínis að þessum málaflokkum, s.s. forstöðumaður félagsmiðstöðvanna í Ísafjarðarbæ, forstöðumaður Gamla Apóteksins, framkvæmdastjóri Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarðarbæjar.

Rétt er að benda á að Ísafjarðarbær og íþróttahreyfingin er núna í viðræðum um að koma á fót framkvæmdastjóra HSV í samstarfi við UMFÍ. Þá er rétt að benda á að Gamla Apótekið er rekið sem sjálfstæð eining sem þarf enn meiri fjárstuðning bæjaryfirvalda til að geta fest sig í sessi. Ég sé fyrir mér að Gamla Apótekið yrði rekið sem sjálfstæð eining áfram, en með fjárstuðningi bæjarins og ríkisins.

Í framtíðinni sé ég fyrir mér að ráðinn verði sérstakur framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar sem heyri beint undir frístundanefnd bæjarins. Þetta er í raun skrifstofa þar sem öll málefni tengd frístundum, hvort sem við tölum um íþróttir eða önnur æskulýðsmál, yrðu mótuð. Þar yrðu samankomnir þeir fagaðilar sem starfa beint að þessum málaflokkum. Í gegnum frístundamiðstöðina yrði aðgengi grasrótarinnar að bæjaryfirvöldum mun auðveldara en það er í dag.

Við í Ísafjarðarbæ getum í dag státað af góðri unglingamenningu, sem vart gerist betri annars staðar á landinu, þökk sé öflugum grasrótarhreyfingum í bænum. Það er tími kominn til að hlúa að þessum málaflokki og þannig skipa okkur í fremstu röð á landinu í þessum efnum. Það ætti að verða markmið allra bæjarbúa. Ég

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli