Frétt

bb.is | 23.04.2002 | 11:36Skipulagsstofnun fær athugasemdir vegna snjóflóðavarna

Þrívíddarteikning af snjóflóðavörnum, horft til vesturs frá Stigahlíð. Mynd ORION Ráðgjöf ehf.
Þrívíddarteikning af snjóflóðavörnum, horft til vesturs frá Stigahlíð. Mynd ORION Ráðgjöf ehf.
Níutíu íbúar í Bolungarvík hafa gert athugasemdir til Skipulagsstofnunar ríkisins við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna í Bolungarvík. Íbúarnir skora jafnframt á bæjarstjórn Bolungarvíkur, Skipulagsstofnun ríkisins og aðrar stofnanir hins opinbera er málið varðar, að taka fullt tillit til umræddra athugasemda og endurskoða ákvarðanir sínar um snjóflóðavarnir í Bolungarvík. Gera verði kröfu um að rannsóknir vegna svo umfangsmikilla framkvæmda verði gerðar á öllum þeim þáttum sem nefndir eru í athugasemdunum. Leggja íbúarnir áherslu á nauðsyn þess að samstaða og einhugur ríki á meðal Bolvíkinga um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna snjóflóðavarna fyrir Bolungarvík, ekki síst til að tryggja samstöðu meðal íbúanna í svo viðamiklu máli.
Íbúarnir gera alls sjö athugasemdir við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna í Bolungarvík. Í fyrsta lagi er gerð athugasemd við staðsetningu varnargarða þar sem gert sé ráð fyrir að öll íbúðarhús við Dísarland hverfi. Benda íbúarnir á að við snjóflóðavarnir eigi það grundvallarsjónarmið að ríkja að alla byggð skuli verja en ekki komi til eyðingar hennar vegna varna. Það er skoðun þeirra að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi önnur þau áhrif sem séu óásættanleg fyrir þá íbúa sem næst fyrirhuguðum varnargörðum búa.

Í öðru lagi þykir hæð varnargarðanna of mikil en þeir eru 22 metrar á hæð þar sem þeir eru hæstir. Þá vekur það athygli íbúanna að við hönnun og kynningu á svo viðamikilli framkvæmd skuli ekki vera gert líkan þar sem rétt hlutföll á milli byggðar og garða koma fram til þess að íbúar geti áttað sig á stærðarhlutföllum og umfangi framkvæmdanna.

Íbúarnir benda í þriðja lagi á að samkvæmt skýrslunni megi búast við aukinni snjósöfnun innan við væntanlega garða en minni á skíðasvæðinu sem lendi innan garðanna. Er snjósöfnun innan varnargarða hins vegar mikið áhyggjuefni íbúanna sem næst þeim munu búa, því miðað við hæð garðanna megi búast við verulegri snjósöfnun á svæðinu í ríkjandi vindátt sem er norðaustanátt. Þá lýsa íbúarnir sömuleiðis yfir áhyggjum vegna tenginga lagna svo sem fyrir vatn sem dælt er úr brunni við Dísarland og er einnig fyrir nærliggjandi hús við Traðarland.

Fjórða athugasemdin varðar uppgræðslu varnargarðanna og er bent á að ef gróður nái ekki að þekja garðana nokkuð fljótt sé hætt við því að fyllur og smáskriður hlaupi úr þeim og rýri þar með gildi þeirra. Fram hafi komið að ekki verði hægt að þekja brattasta hluta garðanna með jarðvegslagi og megi gera ráð fyrir einhverju jarðvegsrofi á framkvæmdasvæðinu og áfoki, einkum fyrstu árin. Þykir íbúunum óásættanlegt að við slíkar framkvæmdir skuli ekki vera frá því gengið að fok verði heft, eða að notkunargildi garðanna standist kröfur um varnir og öryggi. Það bendi til þess að framkvæmdin sé of mikil að umfangi og þar af leiðandi ekki hentug.

Í fimmtu athugasemdinni er fjallað um útivistarsvæðið í hlíðum Traðarhyrnu en samkvæmt skýrslunni er stefnt að því að útivistargildi svæðisins minnki ekki við framkvæmdina, þó það muni breytast. Íbúarnir segja það óneitanlega vekja óhug að gert sé ráð fyrir lagningu göngustíga við og á varnargarða en búast megi við að þarna skapist veruleg slysahætta þar sem gert sé ráð fyrir að varnargarðurinn verði víða þverhníptur.

Í sjöttu og sjöundu athugsemdum íbúanna kemur fram að ekki er einhugur í bænum um fyrirhugaðar framkvæmdir og 12 íbúðareigendur, er búa næst fyrirhugaðri mannvirkjagerð, hafi m.a. gert athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi fyrir Bolungarvík, einkanlega varðandi staðsetning fyrirhugaðra snjóflóðavarnargarða. Vísa íbúarnir í skýrsluna þar sem kemur fram að óbreytt ástand sé óviðunandi kostur fyrir Bolvíkinga og að ósætti um hvaða leið sé valin hafi neikvæð áhrif á mannlíf. Taka íbúarnir undir þetta en benda á að ekki sé einhugur um fyrirhugaðar framkvæmdir og ítreka það grundvallarsjónarmið að með að vörnum skuli þess gætt að byggð sé ekki eytt í Bolungarvík.

Sömuleiðis nefna íbúarnir að ekki sé vitað til að neinar athuganir né rannsóknir hafi farið fram er lúta að almennri líðan, tilfinningum og því öryggisgildi sem varnargarðar eiga að veita íbúum á svæðum þar sem snóflóðavarnarmannvirki hafa verið byggð hér á landi. Það væri vissulega ástæða til að athuga slíkt og rannsóknir yrðu gerðar, ekki síst til að styrkja tiltrú fólks er býr á hættusvæðum.

Í lok athugasemda sinna segja íbúarnir að snjóflóðavarnir í Bolungarvík snerti ekki eingöngu þá íbúa sem búa á hættusvæði, „heldur alla íbúa bæjarins og má í því sambandi benda á að margir telja þann vanda sem talið er að steðji að Bolungarvík vegna snjóflóða ekki eins mikinn og sagt er í skýrslunni“.

Athugasemdirnar og áskorun íbúanna níutíu í Bolungarvík hafa einnig verið sendar Bæja

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli