Frétt

mbl.is | 22.04.2002 | 19:45Gæsluvarðhald vegna stórfelldra fjársvika

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 27. maí fyrir fjölda fjársvika- og skjalafalsmála sem hann er bendlaður við. Er hann m.a. grunaður um að hafa í janúar og febrúar í 12 skipti svikið út farsíma og fylgihluti í verslunum Landsíma Íslands alls að verðmæti 834.827 krónur sem hann lét skuldfæra heimildarlaust í viðskiptareikninga fyrirtækja.
Í héraðsdómnum kemur fram að lögreglan í Reykjavík hafi handtekið manninn í síðustu viku vegna gruns um fjársvik og skjalafals hinn 8. apríl. Þann dag kom maðurinn inn í verslun Landssíma Íslands í Smáralind og svikið út farsíma að andvirði 50.460 krónur. Af kaupverði greiddi maðurinn 14.460 kr. með tékka að fjárhæð 15.000 kr. sem hann hafi falsað og einnig falsaði hann undirritun á léttkaupasamning fyrir eftirstöðvum kaupverðs að fjárhæð 36.000 krónur.

Fram kemur að lögreglan hafi á undanförnum mánuðum margoft þurft að hafa afskipti af manninum vegna afbrota hans og undirbúi lögfræðideild embættisins nú saksókn á hendur honum. Maðurinn sótti m.a. um tékkareikning hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í Álfabakka í nafni annars manns og fékk tékkhefti og debetkort auk þess sem hann framvísað víxileyðublaði til tryggingar á heimild til yfirdráttar á 500.000 króna á reikninginn. Hafði maðurinn falsað undirskrift tveggja manna á víxileyðublaðið.

Þá er maðurinn grunaður um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við fyrirtækið Sindra-Stál í janúar og á tímabilinu frá 14. janúar til 28. febrúar tekið út í reikninginn verkfæri alls að verðmæti 423.846 krónur þrátt fyrir að hann sé með öllu eignalaus og ógjaldfær.

Í febrúar tók maðurinn bíl á leigu hjá bílaleigunni Avis í nafni annars manns fyrir hönd fyrirtækisins Rolf Johansen & Co. og falsaði samning um leigu á bifreiðinni. Lögreglan fann bifreiðina skemmda hinn 6. mars sl.

Í febrúar stofnaði maðurinn til reikningsviðskipta við verslunina Þór í Ármúla og framvísaði til tryggingar væntanlegum viðskiptum víxileyðublaði fyrir andvirði 250.000 kr. sem maðurinn samþykkti sjálfur til greiðslu og falsaði með áritun tveggja nafna. Maðurinn tók síðan út vörur að andvirði 273.063 krónur.

Í febrúarlok sveik maðurinn út vörur hjá 4 verslunum Húsasmiðjunnar að verðmæti 352.537 krónur með því að láta skuldfæra andvirði varanna heimildarlaust í viðskiptareikning teiknistofu hjá Húsasmiðjunni.

Í febrúar reyndi maðurinn í félagi við annan mann að svíkja skjávarpa og myndavél, samtals að verðmæti 572.912 krónur, út hjá verslun Nýherja en vörurnar pöntuðu þeir í nafni Rolfs Johansen & Co.

Loks er maðurinn grunaður um að hafa ekið bifreiðum undir áhrifum áfengis og deyfandi lyfja og valdið þannig tjóni.

Manninum var veitt reynslulausn um mitt síðasta ár. Hann hefur viðurkennt aðild sína að allmörgum brotum sem flest voru framin á þessu ári og það síðasta hinn 8. apríl. Lögreglan í Reykjavík taldi miklar líkur á því að maðurinn, sem er heimilislaus, myndi halda áfram brotum sínum ef hann héldi óskertu frelsi sínu en brot hans séu stórfelld og beri vott um einbeittan brotavilja.

Mbl.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli