Frétt

| 24.01.2000 | 17:41Grandi hf. stærsti einstaki hluthafinn

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. í Hnífsdal. Grandi hf. er stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. í Hnífsdal. Grandi hf. er stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu.
Grandi hf. í Reykjavík er stærsti einstaki hluthafinn í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf., með tæplega 98,7 milljóna króna hlut að nafnvirði, eða sem nemur 15,21% af heildarhlutafé. Ránarborg ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrum eiganda Samherja, er næststærsti hluthafinn með 10% eða 64.890.855 krónur að nafnvirði og Kristján G. Jóhannsson, fyrrum framkvæmdastjóri Gunnvarar hf. er þriðji stærsti hluthafinn í fyrirtækinu með 9,52% hlut, eða 61,802.130 krónur að nafnvirði.
Súðavíkurhreppur er fjórði stærsti hluthafinn með 9,35% eða rúmar 60 milljónir að nafnvirði, þá kemur Lífeyrissjóður Vestfirðinga með 7,12% eða rúmar 46 milljónir króna, síðan Þormóður rammi - Sæberg hf. með 4,99% eða tæpar 32,4 milljónir að nafnvirði og Hansína Einarsdóttir er sjöundi stærsti hluthafinn með 3,65% eða tæpar 23,7 milljónir króna að nafnvirði.

Jóhann Júlíusson, Ísafirði, er áttundi stærsti hluthafinn með 3,32%. Tryggingamiðstöin hf. er með 2,66%, Burðarás hf. með 2,39%, Elías Ingimarsson í Hnífsdal með 2,26%, Skeljungur hf. með 1,82% og Margrét Ingimarsdóttir með 1,38%. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. er fjórtándi stærsti hluthafinn með 1,10% hlut og á eftir honum koma Íslenski fjársjóðurinn hf., Katlar ehf., Olíufélag útvegsmanna, Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf., Kristinn Þ. Kristjánsson og Guðmundur A. Kristjánsson.

Samanlagt eiga 20 stærstu hluthafarnir 79,7% af heildarhlutafé eða tæpar 517,2 milljónir króna að nafnvirði. Heildarhlutafé fyrirtækisins er í dag kr. 648.900.226 og eru hluthafar 350 talsins. Síðasta gengi á bréfum í félaginu var skráð 6,45.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli