Frétt

| 17.07.2000 | 15:45Tjaldað í kirkjugarðinum

Regína Huld Bjarnadóttir með bikarinn sem hún fékk fyrir minnsta fiskinn í mansakeppninni.
Regína Huld Bjarnadóttir með bikarinn sem hún fékk fyrir minnsta fiskinn í mansakeppninni.
Röskun varð á bæjarbragnum á Suðureyri fyrir og um síðustu helgi eins og venja er á hinni árlegu Sæluhelgi. Gestir byrjuðu að streyma í bæinn strax á fimmtudag og tjöld og tjaldvagnar að spretta upp á öllum auðum blettum. Svo hart var sótt í tjaldstæði að sóknarnefndin leyfði að tjaldað væri í kirkjugarðinum.
Dagskrá hinnar fimmtu Sæluhelgar hófst á fimmtudag með fjallgöngu undir leiðsögn Birkis Friðbertssonar og var á fjórða tug fólks í þeirri ferð. Síðan rak hver viðburðurinn annan. Á fjölskylduhátíð á Sólstöðum í Staðardal var meðal annars fyrsta nautaat á Íslandi, svo vitað sé. Nautinu var reyndar ekki gert mein. Þar var einnig guðsþjónusta og barnsskírn, slöngurall í Staðardalsá, brenna og brekkusöngur.

Hin eina sanna mansakeppnin fór fram á Suðureyri í tólfta sinn og eins og endranær undir stjórn Ævars Einarssonar mansavinar. Segja má að keppnin hafi stækkað svo með árunum að nú sé haldin heil Sæluhelgi utan um hana. Keppendur að þessu sinni voru 172, tólf ára og yngri, þrátt fyrir rigningarsudda. Í lok keppni var öllum mönsunum sleppt lifandi í höfnina á ný. Trillukarlar á Suðureyri gáfu vegleg verðlaun.

Geirfuglarnir léku á laugardag á barnaballi en um kvöldið tóku hinir eldri við og stigu dans á fjölmennu og fjörugu balli fram á morgun.

Á sunnudag er helst að nefna útimarkað og skemmtun á Sjöstjörnunni á Suðureyri. Keppt var í fjölmörgum greinum, bæði hefðbundnum og nýstárlegum. Bikarar og önnur verðlaun, sem fyrirtæki og trillukarlar á Suðureyri gáfu, voru veitt fyrir allar greinar sem keppt var í. Vinning í spurningaleik Sæluhelgar á Snerpuvefnum hlaut Karl Guðmundsson í Bæ og fékk hann Danmerkurferð hjá Bílaleigu Fylkis Ágústssonar.

Sæluhátíð 2000 lauk með flugeldasýningu. Gestir voru ánægðir með þessa glæsilegu hátíð og ætla flestir að koma aftur að ári. Segja má að Sæluhelgi hafi þegar unnið sér fastan sess sem þjóðhátíð Súgfirðinga.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli