Frétt

bb.is | 18.04.2002 | 12:56Vísindavefurinn með starfsmann á Ísafirði

Dagný Sveinbjörnsdóttir.
Dagný Sveinbjörnsdóttir.
Vísindavefur Háskóla Íslands fær að meðaltali 15-20 spurningar á dag þar sem spurt er um allt milli himins og jarðar, en alls eru komin 2300 svör inn á vefinn frá opnun hans. Dagný Sveinbjörnsdóttir, landfræðingur og starfsmaður hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, er einn af sex starfmönnum vefsins sem reyna að sjá til þess að fólk fái svar við spurningum sínum og aðspurð um hvernig það hafi komið til, þá segir hún að starfið hafi verið auglýst og þar hafi komið fram að hugsanlega mætti vinna það hvar sem væri. Það var sem sagt ekki endilega bundið við höfuðborgarsvæðið og ákvað hún að sækja um og láta reyna á hvort hún gæti fengið að sinna því á Ísafirði.
„Mig langaði að athuga hvernig forsvarsmenn Vísindavefsins tækju í það og það kom í ljós að þeir voru mjög jákvæðir fyrir því að prófa þetta enda um þannig vinnu að ræða að þú getur nánast verið hvar sem er ef þú hefur aðgang að tölvu og nettengingu. Það má t.d. nefna að allt myndefnið á vefnum kemur frá Mexíkó þar sem íslenskur umsjónaraðili þess er í námi. Ég byrjaði þarna í mars og er í 50% hlutastarfi en varð um leið að minnka við mig hjá Atvinnuþróunarfélaginu.
Þar var tekið mjög vel í að leyfa mér að minnka starfshlutfall til að prófa þetta enda litið á það sem mjög jákvætt mál þegar opinberar stofnanir sýna raunverulegan vilja til að nýta þekkingu og færni sem finnst fyrir austan Elliðaár“.

Segir Dagný að hjá Vísindavefnum sé stefnt saman fólki með ólíkan bakgrunn, t.d. úr stjórnmálafræði, bókmenntafræði, heimspeki, uppeldisfræði og sjálfur sé ritstjórinn, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu. Dagný er með mastersgráðu í landafræði og sér um það svið ásamt jarðfræði, líffræði, dýrafræði og allt er viðkemur mannslíkamanum. „Ég vinn í þessu heima og hef samskipti við aðra á Vísindavefnum í gegnum tölvupóst og sömuleiðis eru samskipti við þá sem svara alfarið í gegnum netið. Ekki spillir að bókasafnið hér á Ísafirði er gott og það hef ég nýtt mér. Gallinn við að vinna heima er að þá umgengst maður ekki marga, er bara einn með sinni tölvu, og því finnst mér mjög gott að geta blandað þessum tveimur störfum saman“.

Dagný segir að vinnunni sé þannig háttað að byrjað sé á því að efnisflokka þær spurningar sem koma inn á vefinn og þeir sem sjái um viðkomandi efnisflokka reyni síðan að finna einhverja sérfræðinga sem geta svarað spurningum. „Það er sem sagt ekki þannig að við svörum spurningunum sjálf heldur reynum við að leita til sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig. Oftar en ekki eru það kennarar við Háskóla Íslands en það er þó ekki algilt. Flestir taka umleitan okkar vel og eru mjög jákvæðir fyrir því að senda okkur svör sem geta þá verið allt frá nokkrum málsgreinum upp í heilu ritgerðirnar. Það er misjafnt hversu vel svörin eru hæf til birtingar enda er fólk misjafnlega vel ritfært þannig að við lesum þau yfir og gerum þær breytingar sem þarf. Ég reyni alltaf að setja mig inn í það sem er verið að fjalla um og einstaka sinnum kemur fyrir að ég svara sjálf þeim spurningum sem eru stuttar og auðsvarað“.

Að sögn Dagnýjar eru svörin síðan útbúin til birtingar á Vísindavefnum en sum þeirra birtast líka í Morgunblaðinu og á Strik.is. Í mars var vefurinn heimsóttur af 13000 mismunandi gestum en það segir hins vegar ekkert til um hversu oft hver og einn heimsótti vefinn þannig að í heild voru heimsóknirnar margfalt fleiri. Dagný segir að núna séu um 2300 svör komin á vefinn frá um 500 sérfræðingum. Hins vegar komi svo mikið inn af spurningum að ekki hafist undan að svara og núna mun um 4000 spurningum vera ósvarað. Hún segir að oft séu þetta sömu spurningarnar, t.d. „Afhverju er himininn blár?“, og í allt megi ætla að vefnum hafi borist í kringum 10.000 spurningar.

Á Vísindavefnum kemur fram að vefurinn fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Gestir geta lesið þar spurningar og svör sem þegar hafa komið fram og einnig lagt fram nýjar spurningar um hvaðeina sem ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða fundið svör við. Gestir geta einnig sett fram efnisorð sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Segir jafnfram að efnið á vefsetrinu sé orðið svo umfangsmikið að verulegar líkur eru á að menn geti með þessum hætti fengið svar við spurningum sínum umsvifalaust.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli