Frétt

Stakkur 16. tbl. 2002 | 17.04.2002 | 16:54Enn fækkar íbúum Vestfjarða

Nýjar tölur um mannfjölda sýna að íbúum á Vestfjörðum fækkar. Það eru slæm tíðindi en ættu engu að síður að verða okkur hvatning til sóknar. Snúa verður blaðinu við og efna til sóknar. Fækki íbúum stöðugt verður líf okkar sem eftir sitjum torsóttara. Vissulega má gleðjast yfir því að fækkunin í ár er minni en á sama tíma fyrir ári. Nú fækkar um 19 en þá um 32. Brýnt er að muna að það eyðist sem af er tekið.

Miðað við bráðbirgðatölur hinn 1. desember síðast liðinn, sem töldu 8012 íbúa, eru Vestfirðingar nú komnir niður fyrir áttaþúsund íbúa markið. Samkvæmt þessum tölum erum við nú 7993. Í okkur býr mikil orka og reynsla. Hvort tveggja verður að nýta til framfara. Nú bíður að veita þeim útrás ella stöðvast þessi þróun ekki. Til samanburðar og með hliðsjón af umræðu um eflingu byggðakjarna má rifja upp að Vestfirðingar allir saman eru rétt rúmlega helmingur af íbúum Akureyrar. Fjölmennasti byggðakjarninn á Vestfjörðum er Ísafjörður í Ísafjarðarbæ með um 3000 íbúa. Af þessum samanburði er ljóst að langtum meiri samastöðu og samstarf þarf með Vestfirðingum til að ná að snúa við af brautinni til fækkunar.

Kosningastefnuskrár verða skoðaðar af mikilli gerhygli og leitað þar að öllu sem varðar íbúaþróun. Vikið var að uppbyggingu framhaldsnáms, þar með talið á háskólastigi, fyrir hálfum mánuði. Þar í er fólginn vaxtarbroddur nái heimamenn að halda rétt á spilunum. Fjarnámið er vissulega allra góðra gjalda vert, en dugar engan veginn til að fullnægja hinni duldu eftirspurn eftir víðtækara námi. Háskólanám er einmitt leiðin til þess að nútímavæða vestfirskar byggðir. Meiri líkur eru til þess að okkar eigin börn sitji eftir eigi þau þess á annað borð kost að stunda nám í heimabyggð á Vestfjörðum.

Í þessu samhengi er hollt að rifja tvennt upp. Í fyrsta lagi eru afdrif hérðasskólanna að Núpi og einkum í Reykjanesi víti til varnaðar. Í baráttunni fyrir áframhaldandi tilveru þeirra gleymdist kjarni málsins. Hann var sá að finna þeim tilgang í takt við þjóðlífið. Ekkert gengur af sjálfu sér, hvorki skólar né annað, þar með talin byggð á Vestfjörðum. Alger skortur á samstöðu og vilja til samstarfs varð Reykjanesskólanum að ótímabærum dauðdaga. Dánarstundin hefði þó að óbreyttu tæpast frestast nema um einhver ár að því tilskyldu að ekki hefðu komið til breyttar áherslur. Samstöðuleysið kom í veg fyrir að tækifæri gæfust til að breyta tilverugrunninum. Í öðru lagi er brýnt að muna að háskólanám eru öðru námi fremur lifandi og síbreytilegt og tekur örum breytingum. Fjarnám eitt og sér mun ekki verða til að laða nemendur að. Meira þarf til. Fá þarf aðstöðu til náms og kennslu á háskólastigi á Ísafirði samþykkta sem hluta af námi háskólastigsins á Íslandi. Afar mikilvægt er að tvinna saman fjarnám og rannsóknir og síðst en ekki síst kennslu á staðnum. Fjarnám heldur ekki í nema hlutfallslega fáa nemendur. Vestfirðir þurfa stóriðju í þessum efnum.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli