Frétt

mbl.is | 17.04.2002 | 13:45Útlit fyrir 2% verðbólgu innan ársins

Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að útlit í efnahagsmálum væri gott. Framundan væri sumarið, sem venjulega væri rólegur tími, og ef haldið væri rétt á spilunum verði verðbólgan 2% frá upphafi til loka ársins, sem væri mikill árangur frá síðustu misserum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að búið væri að ná tökum á efnahagsþróuninni með afgerandi hætti. Stjórnarandstæðingar sögðu hins vegar að ríkisstjórnin hefði staðið með endemum illa að ríkisfjármálum á síðasta ári og það væri forusta Alþýðusambandsins sem hefði dregið ríkisstjórna „á stertinum\" til að grípa til aðgerða.
Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna um verðlagsmál í dag. Þar rifjaði Davíð Oddsson m.a. upp ýmis ummæli forustumanna stjórnarandstöðunnar á síðustu mánuðum og hrakspár um þróun efnahagsmála. Davíð sagði að þegar hann hefði sagt á Alþingi að viðskiptahallinn væri langt frá því að vera óviðráðanlegt vandamál hefði hann þurft að sitja undir glósum og stóryrðum. Það hefði hins vegar komið í ljós að viðskiptahallinn reyndist ekki vera sú tifandi tímasprengja sem talað var um. Sagði Davíð að eina sprengjan sem tifaði stafaði, eins og prófessor í Háskólanum hefði sagt, af því að búið væri að sameina allt vitlausasta fólkið í efnahagsmálum í einn flokk.

Davíð sagði allt benda til þess að markmið um rauð strik í verðlagsmálum í maí náist. Gengisvísitalan hefði lækkað úr 151 stigi um áramótin í 133 stig en þetta hefðu menn um síðustu jól sagt að fengi ekki staðist. Engin undirliggjandi verðbólga væri fyrir hendi og í dag hefði seðlabankastjóri sagt í blaðaviðtali að hafið væri vaxtalækkunartímabil.

Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sagði hins vegar að forsætisráðherra hefði á sínum tíma klúðrað gengi krónunnar sem leiddi til þess að viðskiptahallinn sprengdi gengið með tilheyrandi verðbólgusprengingu sem þjóðin byggi enn við með tilheyrandi vaxtastigi en vextir hér væru mörgum sinnum hærri en í evrulöndunum. Þetta væri vegna þess að þenslan fór úr böndunum og Seðlabankinn hefði orðið að hækka vexti til að halda við gengið. Össur sagði að hann hefði á sínum tíma sagt að ekki yrði hægt að halda verðbólgunni í skefjum nema gripið yrði til aðgerða og aðilar vinnumarkaðarins hefðu dregið ríkisstjórnina á stertinum til þessara aðgerða.

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs sagði að verðbólguþrýstingur væri enn undirliggjandi þótt jákvætt væri upp á framtíðina að tekist hafi að hægja á skuldunum.

Vilhjálmur Egilsson sagði undir lok umræðunnar að það hefði verið mjög æskilegt að aðilar vinnumarkaðar hefðu tekið sig saman um markmiðasetningu og leitað til ríkisstjórnarinnar og þar með bæru þessir aðilar jafnframt ábyrgð á hvernig til tækist. Þess vegna hefði þetta virkað og ríkisstjórnin hefði bakkað verðlagsátakið vel upp og aðgerðir hennar virkað.

Davíð sagði í lokin að aðilar vinnumarkaðar, einkum ASÍ, hefðu staðið sig afar vel. Hann benti á að áður en það verkefni fór af stað hefðu spámenn Seðlabanka sagt að verðbólgan myndi fara úr 9,7% innan síðasta árs í 3% innan þessa árs. Seðlabankinn hefði jafnframt sagt að ekki myndi að óbreyttu takast að halda verðbólgunni undir viðmiðunarmörkum rauða striksins. Davíð mótmælti því að um væri að ræða tímabundar aðgerðir. Tímabundin lækkun bensíngjalds hefði verið tilkomin vegna þess að tímabundin hækkun hefði orðið á bensíni. Þetta myndi aftur leita jafnvægis. Ítrekaði Davíð að engin undirliggjandi verðbólga væri nú í efnahagskerfinu.

Mbl.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli