Frétt

Magnús Ólafs Hansson | 28.02.2007 | 09:34Neyðarskýlin í Hornstrandafriðlandi og framtíð þeirra

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.
Á svæðinu norðan Ísafjarðardjúps eru níu neyðarskýli sem hafa verið í umsjá slysavarnafólks við Djúp. Skýli þessu eru í Hrafnsfirði og á Sléttu í Jökulfjörðum, á Sæbóli og Látrum í Aðalvík, í Fljótavík, Hlöðuvík, Hornvík, Barðsvík og Furufirði. Raunar er tíunda skýlið í Skjaldabjarnarvík á Ströndum, en það er í umsjá Hólmvíkinga. Á Hornströndum fór byggð í eyði kringum 1960. Segja má að neyðarskýli Slysavarnafélags Íslands hafi verið svar við því, að hraktir skipbrotsmenn nutu ekki lengur aðhlynningar fólksins sem þarna bjó. Öll voru skýli Slysavarnafélagsins búin neyðartalstöðvum. Þar voru einnig matvæli, sjúkragögn, skjólfatnaður, teppi og svefnpokar.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kuldi og vosbúð gátu leikið skipbrotsmenn grátt. Því voru skýlin einnig búin góðum hitunartækjum og séð um að ljósmeti, kol og brenni væri ávallt fyrir hendi. Þá voru og í skýlunum upplýsingar sem að gagni máttu koma. Á fyrstu árum neyðarskýlanna á þessum stöðum voru þau mikið notuð, eins og sést af skráningum í gestabækur. Að sumarlagi hafa ferðamenn nýtt sér skýlin talsvert og hefur það nokkuð verið gagnrýnt.

Frumkvöðull að smíði skýlanna í Hornstrandafriðlandi og Jökulfjörðum var Daníel Sigmundsson á Ísafirði, sem átti mikið og gott samband og samstarf við þáverandi framkvæmdastjóra Slysavarnafélags Íslands, Hannes Hafstein. Blessuð sé minning þeirra beggja. Fyrsta skipbrotsmannaskýlið á Íslandi var hins vegar byggt af Ditlev Thomsen, ræðismanni Þjóðverja hérlendis, á Kálfafellsmelum á vestanverðum Skeiðarársandi. Skýlið kostaði hann úr eigin vasa árið 1904. Einnig lét hann smíða skýli í Ingólfshöfða á sinn kostnað.

Nú er svo komið, að mörg neyðarskýli félagseininganna við Djúp eru orðin bágborin vegna viðhaldsleysis. Þar má t.d. nefna skýlin í Hrafnsfirði, Barðsvík og Hlöðuvík. Segja má að komin sé upp sú staða, að tilvist skýlanna geti hreinlega verið til ógagns fremur en hitt. Ekki náðist samstaða meðal félagseininganna við Djúp þegar Slysavarnafélagið Landsbjörg ákvað að færa neyðarskýlin alfarið á slysavarnafólk heima í héraði. Núna sér slysavarnafólk á Skagaströnd þess vegna um skýlið í Furufirði. Þegar þetta er skrifað eru skýlin í Hrafnsfirði og Barðsvík án eftirlitsaðila hér. Hin síðari ár hefur stundum verið í umræðunni að fækka þessum neyðarskýlum til að draga úr rekstrarkostnaði.

Neyðarskýlin voru í mörgum tilfellum gefin til minningar um látið fólk. Jafnframt voru þau reist sem minningar- og þakklætisvottur til fólks sem hafði látið að sér kveða í slysavarnastarfinu. Árið1993 var gert mikið átak í að hanna og smíða nýja gerð neyðarskýla fyrir Slysavarnafélag Íslands. Nýtt skýli var gert úr trefjaplasti og var hugmyndasmiðurinn að því Jón Guðbjartsson, þáverandi formaður Björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík. Það var hugmynd hans að skýlið yrði nær viðhaldsfrítt til að minnka viðhaldskostnað og einfalda eftirlit og umsjón. Reyndar komu upp vandkvæði með loftræstingu, sem bætt hefur verið úr þar sem þurfti.

Á fundi eftir að Neyðarskýlanefnd Slysavarnafélags Íslands var lögð niður á sínum tíma lagði ég til að slysavarnafólk við Djúp sameinaðist um eina neyðarskýlanefnd fyrir svæðið og tæki sameiginlega þátt í endurbyggingu skýlanna. Því miður gekk það ekki eftir. Ég taldi og tel enn, að það hafi verið misráðið. Ég sá fyrir mér að fá að rekstri skýlanna fleiri aðila sem hafa bein afnot af þeim, svo sem útivistarfélög, aðila í ferðaþjónustu, Umhverfisstofnun, landeigendur og fleiri eftir atvikum.

Er ekki kominn tími til að „eigendur“ neyðarskýlanna og aðrir hagsmunaaðilar ásamt landeigendum skipi með sér a.m.k. fimm manna hóp til að fara yfir stöðu skýlanna í Jökulfjörðum, Aðalvík, Fljótavík og á Hornströndum? Þá yrði það jafnframt skoðað, hvort ráðamönnum Hornstrandafriðlands þyki skynsamlegt að viðhalda þeim húsakosti neyðarskýla sem fyrir hendi eru á svæðinu, farga honum eða jafnvel að byggja ný skýli. Og þá jafnframt hver ætti að standa undir kostnaðinum.

Magnús Ólafs Hansson, Bolungarvík, félagi í SVFÍ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli