Frétt

Valdimar Sigurjónsson | 28.02.2007 | 10:29Bændur og neytendur

Valdimar Sigurjónsson.
Valdimar Sigurjónsson.
Umræður um málefni bænda hafa ætíð verið fyrirferðamiklar í íslensku samfélagi. Á síðustu misserum hafa þær einkennst af mikilli hörku og ákveðinni niðurlægingu í garð bænda, þá sérstaklega í kjölfar umræðu um hátt matvælaverð og ekki síst þegar nýr sauðfjársamningur var kynntur á dögunum. Umræðurnar hafa oft verið á þá leið að bændum og neytendum er stillt upp sem andstæðum pólum þar sem bændur eru úthrópaðir á torgum og á pólitískum vettvangi af fólki sem vill afnema verndartolla og hætta styrkjum til þess að glæða vonir neytenda um lægra vöruverð.

Eru bændur neytendur?

Ekki þarf að fara löngum orðum að skilgreina neytendamarkað til þess að átta sig á þeirri þröngsýni og þeim villigötum sem þessi umræða er á. Að stilla bændum og neytendum upp sem andstæðum pólum er eingöngu gert í pólitískum tilgangi sem verður að teljast ósmekklegt athæfi sem gæti kostað þjóð okkar mikinn skaða til lengri tíma. Til þess að framleiða landbúnaðarafurðir eru bændur neytendur á mörgum mörkuðum og má þar nefna eldsneytismarkað, tryggingamarkað, fjármagnsmarkað, byggingavörumarkað, flutningsmarkað að ógleymdum matvælamarkaði.

Leið til að lækka verð á landbúnaðarvörum

Þeir markaðir sem taldir voru upp hér að framan hafa margir verið áþreifanlega í umræðunni fyrir samráð, fákeppni og óvirka samkeppni. Það ástand skilar sér beint inn í verð á landbúnaðarvörum vegna kostnaðaruppbyggingar þeirra vara. Neytendur á þessum mörkuðum geta með neysluhegðun sinni haft mikil áhrif á hvernig samkeppni og verðlag þróast. Stærstu byggðarkjarnarnir, t.d. suðvesturhornið getur valið úr fyrirtækjum með sömu eða svipaða vöru og þjónustu og verslað þar sem hagstæðast er hverju sinni. Höfuðborgarsvæðið er því verðleiðandi fyrir landið í heild og er landsbyggðin töluvert bundin af því hvernig samkeppni þróast á því svæði. Það er því augljós leið fyrir lækkunar á landbúnaðarvörum að bændur geti í kjölfar virks markaðar notið lægra vöru- og þjónustu verðs en áður.

Niðurstaða

Með ógætinni umræðu hefur bændum og neytendum verið stillt upp sem andstæðingum en ekki samherjum. Bændur eru neytendur þar sem framleiðsla þeirra byggist upp á aðföngum af mismunandi neytendamörkuðum. Neytendur á höfuðborgarsvæðinu vega þyngst til að koma á virkri samkeppni þar sem val þeirra er fjölbreyttara en á örðum landssvæðum. Aukin samkeppni og heiðarlegir viðskiptahættir leiða til lægra vöruverðs sem skilar sér í lækkun rekstrarkostnaðar hjá bændum og eykur möguleika þeirra á að lækka afurðaverð til neytenda.

Lokaorð

Sú pólitíska umræða sem samfylkingin hefur leitt og byggist á því að afnema verndartolla og að hætta að styrkja innlendan landbúnað er gerð til þess að reka fleyg á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Ekki ætla ég að fara út í ítarlega framtíðarspá íslensks landbúnaðar ef þau stjórnmálaöfl sem þetta boða ná framgangi, en tel þó að varleg áætlum kallist útrýming landbúnaðar á Íslandi, það er einungis hægt að rífast um hversu langan tíma það tekur. Í mínum huga telst það ósmekkleg aðför að heilli stétt í landinu og vinnur algerlega gegn því grundvallaratriði íslensks samfélags að hér búi, í sátt og samlyndi, ein þjóð í einu landi.

Valdimar Sigurjónsson. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli