Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 27.02.2007 | 15:24Lokun Marels á Ísafirði - blikur á lofti í byggðaþróun

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Lokun Marels á Ísafirði er reiðarslag fyrir Vestfirðinga. Hún dregur fram skýrt þá drætti sem einkenna byggðaþróun undanfarinna ára. Því miður er það veruleikinn að fjórðungurinn á í vök að verjast. Nokkuð lengi hefur verið leitast við að sjá allar breytingar með jákvæðum gleraugum hversu slæmar sem þær hafa verið hverju sinni. Það er út af fyrir sig ágætt til þess að mönnum yfirsjáist ekki möguleikarnir til sóknar og framfara. En hitt verður ekki umflúið að greina verður ástandið hverju sinni kalt og rökrétt því aðeins þannig er unnt að finna réttu ráðin til úrbóta.

Í dag tók ég þetta má upp á Alþingi og lýsti áhyggjum mínum. Þingmenn sem til máls tóku voru sammála um það. Helstu kennitölur tala sýnu máli. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 21% síðustu 12 árin og störfum fækkað að sama skapi. Meðaltekjur fyrir fullt starf hafa dregist aftur úr höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og eru nú 18% lægri á Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu. Hagvöxtur á árunum 1998-2004 var neikvæður um 6%, en jákvæður um 29% á landsvísu á sama tíma.

Atvinna, störf og tekjur eru allt kennitölur sem sýna þróunina og þær eru allar á eina lund. Stjórnvöld geta haft áhrif á þróunina og hafa sýnt það , t.d. á Austurlandi að þau geta beitt sér og vilja það og það sem mest er um vert, ná árangri. Auðvitað er hægt að ná árangri á Vestfjörðum eins og annars staðar.

Vandinn er mikill víðar og í síðustu viku sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá sér mjög ákveðna áskorun á stjórnvöld um sértækar aðgerðir þar, einkum á sviði atvinnu- og menntamála. Greining á vanda Vestfirðinga leiðir til svipaðra tillagna. Forsvarsmenn Marels nefna það sem eina ástæðu lokunarinnar að Ísafjörður sé afskekktur og aðra að ekki sé nægt framboð á tæknimenntuðu fólki. Almennt kvarta atvinnurekendur sáran undan háum flutningskostnaði og benda á að hann sé um fjórðungi hærri frá Reykjavík til Ísafjarðar en sambærilega vegalengd frá Reykjavík suður og austur um land.

Fyrstu hugmyndir um úrræði snúa einmitt að þessum þáttum, samgöngum, lækkun flutningskostnaðar og menntamálum með aukinni áherslu á iðnmenntun og stofnun háskóla á Ísafirði. Allar þessar tillögur er á færi stjórnvalda að hrinda í framkvæmd. Spurningin er fyrst og fremst um viljann. Er hann fyrir hendi eða ekki. Ríkisstjórnin hefur haft 12 ár og það má heita nokkuð ótvírætt að vilji stjórnarflokkanna er fyrir neðan sársaukamörk.

Kannski tekur hún sig á í aðdraganda kosninga, en það verður að fenginni reynslu valt að treysta á þann vilja fram yfir kosningar. En engu að síður, ef ríkisstjórnin vaknar, stendur ekki á okkur í stjórnarandstöðunni að taka til hendinni næstu mánuði með henni. Það má engan tíma missa.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli