Frétt

Leiðari 9. tbl. 2007 | 01.03.2007 | 09:15Þeirra helsta markmið

,,Við erum að leita eftir þeirri þekkingu sem þar (hjá Póls hf) er til staðar. Við höfum keypt mörg fyrirtæki í gegnum tíðina víðs vegar um heiminn. Við höfum alls staðar haldið starfseminni áfram svo og þeim vörumerkjum sem við höfum keypt. Póls hefur náð sinni stöðu vegna þeirrar starfsemi og þeirrar þekkingar sem er til staðar á Ísafirði. Þeirri þekkingu viljum við viðhalda og styrkja. Við kaupum ekki fyrirtæki til þess að leggja þau niður,“ sagði forstjóri Marels við efasemdarmenn hér vestra, við kaup Marels á Póls h.f. í mars 2004, sem óttuðust af fenginni reynslu að slíkt myndi leiða af sér brotthvarf starfa úr bænum. Til fullvissu fyrir heimamenn var traustvekjandi saga fyrirtækja sem Marel hafði keypt, lögð fram. Póls yrði eitt þeirra í Marel samsteypunni. Framtíð Póls/Marel á Ísafirði væri björt.

Fyrsta apríl 2005 sagði framkvæmdastjóri Póls á Ísafirði, að ,,markmiðið (væri) að reka á Ísafirði sterka þróunar- og framleiðslueiningu fyrir Póls vörur jafnt sem Marel vörur á ákveðnu sviði. Það er það sem við höfum verið að gera og ætlum að halda áfram að gera.“ Hvort framkvæmdastjórann hafi á þeim tíma órað fyrir því að tveimur árum seinna gerði Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Marels, þessi orð hans að aprílgabbi ársins 2005 á Ísafirði, skal ósagt látið! Aðspurður hvers vegna þetta kæmi nú upp þrátt fyrir að fram til þessa hafi aldrei heyrst raddir um annað en að rekstur stöðvarinnar á Ísafirði væri jákvæður sagði Magnús: ,,Við þurfum að bera rekstrarlegar skyldur gagnvart öllum og stundum bitnar það á þeim sem síst skyldi, sem er í þessu tilfelli Ísafjörður.“ Og svo var höfuðið bitið af skömminni með því að bjóða starfsmönnunum, sem búið er að segja upp, að kaupa framleiðslubúnaðinn: ,,Við myndum beina verkefnum hingað ef svo bæri undir,“ sagði framkvæmdastjórinn! Traustvekjandi í ljósi sögunnar?

,,Þetta er sorgarsaga, því fyrirheitin voru á allt aðra leið,“ sagði Grétar Pétursson, einn starfsmanna Marels á Ísafirði, menn ,,spurðu einmitt mikið út í það hvort þetta yrði raunin, minnugir þess hvernig fór fyrir Guggunni.“ Svarið var nei. Nú, nær þremur árum seinna krefst aukin samþætting í alþjóðlegu starfsumhverfi Marel að vel rekin eining á Ísafirði verði lögð niður. Voru kaupin á stórfyrirtækjunum í Englandi og Danmörku á s.l. ári of stór biti? Ef svo er eiga menn að koma hreint til dyra. Marklausar afsakanir, líkt og frá Samherjaforstjóranum forðum, sem kvað ekki endalaust hægt að ætlast til að menn stæðu við orð sín, gagna starfsmönnum Marel hér vestra lítils þegar burðarbitum fjárhagslegs öryggis þeirra hefur verið svift burt.

Fyrst Guggan. Nú Póls hf. Sama sagan um allt land. Stórfyrirtækin virðast hafa það eina markmið með kaupum á fyrirtækjum á landsbyggðinni að sjúga til sín þá þekkingu og þau verðmæti sem þar kunna að leynast. Hvað Ísafjörð varðar er mælirinn fullur. Innihaldslausar afsakanir gerenda og tár (sem leiða hugann að heldur óþekkilegum, stuttfættum dýrum) gera þolendum í þessu máli aðeins illt verra.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli