Frétt

bb.is | 26.02.2007 | 13:00„Boðaður niðurskurður þorskveiðiheimilda getur valdið byggðahruni“

Höfnin í Bolungarvík. Bolvískir sjálfstæðismenn fagna samgönguáætlun en óttast að niðurskurður á þorskveiðum kippi stoðum undan rekstri sjávarfyrirtækja í sjávarþorpum landsins.
Höfnin í Bolungarvík. Bolvískir sjálfstæðismenn fagna samgönguáætlun en óttast að niðurskurður á þorskveiðum kippi stoðum undan rekstri sjávarfyrirtækja í sjávarþorpum landsins.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Völusteins fagnar nýrri samgönguáætlun, en fundur þeirra fór fram í Einarshúsi í Bolungarvík um sl. helgi. Sérstaklega fagna félagsmenn jarðgöngum til Bolungarvíkur sem tekin verða í notkun á árinu 2010. Einnig fagnar félagið vegtengingu norðanverðra Vestfjarða við hringveginn, sem á að vera með bundnu slitlagi á fullsterkum vegum árið 2008. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir vestfirskt atvinnulíf og mannlíf sem ennþá býr við tugum prósenta hærri flutningskostnað en aðrir landshlutar í sömu fjarlægð frá Reykjavík. Þróun flutningsgjalda undanfarin ár hefur öll verið í þá átt að hækka flutningsgjöld til landsbyggðarinnar hlutfallslega meira en flutningsgjöld til landsins. Landsbyggðin greiðir stóran skerf innflutnings- og útflutningsgjalda til Faxaflóahafna. Eðlilegt væri að landsbyggðin nyti þess með einhverjum hætti í lægri flutningsgjöldum til og frá Reykjavík“ segir í ályktun sem félagið sendi frá sér.

Félagið ályktaði einnig um þorskveiðar, þar sem það segir aflamarkerfi sem verið hefur á undanfarin ár lítt verið að virka. Einnig gera þeir athugasemdir við að ríkisrekin vísindastofnun rannsaki lífríki hafsins: „Veiðum á mikilvægasta nytjastofni þjóðarinnar, þorski, hefur nú verið stjórnað með aflamarkskerfi í rúmlega tvo áratugi. Því miður hefur árangur þeirrar stjórnunar ekki verið sem skyldi og enn er boðaður stórfelldur niðurskurður veiðiheimilda. Sjómenn efast um að ástandið sé rétt metið því jafnan gengur illa að sneiða hjá þorski þegar reynt er að veiða aðrar tegundir.

Aðeins ein ríkisrekin vísindastofnun stundar rannsóknir á lífríki hafsins við Íslandsstrendur og gefur síðan út veiðiráðgjöf, byggða á eigin rannsóknum. Eðlilegra væri að bjóða rannsóknir út til sjálfstæðra vísindamanna og Hafrannsóknastofnun mæti niðurstöður þeirra. Slíkt fyrirkomulag leiðir til markvissari rannsókna sem ætti að skila sér í betri niðurstöðum fyrir fiskveiðistjórnun Íslendinga.

Verulegur niðurskurður þorskveiðiheimilda þarf að byggjast á traustari forsendum en við höfum í dag því veiðimagnið er nú þegar undir þolmörkum þeirra byggða sem eru háðastar þorskveiðum. Hætt er við að boðaður niðurskurður þorskveiðiheimilda kippi stoðum undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í sjávarþorpum landsins. Slíkt getur valdið byggðahruni sem færir okkur enn fjær því að sátt verði um fiskveiðistjórnunarkerfið.“

annska@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli