Frétt

Grímur Atlason | 26.02.2007 | 10:03Strandsiglingar – ölmusa eða þjóðþrifamál?

Grímur Atlason.
Grímur Atlason.
Fyrir 25 árum sigldu Heklan og Esjan hringinn í kringum landið og færðu landsmönnum vörur. Verslun dafnaði í byggðum landsins og fyrirtæki áttu þess kost að setja upp höfuðstöðvar og starfsstöðvar annar staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Með bættum vegum og markaðsvæddara þjóðfélagi færðust þessir flutningar á vegi landsins. Sjóflutningar lögðust af. Nú er svo komið að um vegi landsins þeysa trukkar með hundruð tonna af varningi dag hvern. Vegirnir láta á sjá og hættur fylgja þessum flutningum. Það sér það hver maður að þröngir malarvegir á Vestfjörðum eru ekki beinlínis kjörsvæði 18 hjóla vöruflutningabíls með tengivagn – svo ekki sé minnst á að vetrarlagi.

Marel og byggðaþróunin

Þetta er ein hlið málsins. Hin hliðin eru áhrifin á byggðarþróun í landinu. Flutningskostnaður er meiri á ákveðnum svæðum landsins en öðrum. Þannig búa Vestfirðingar við 30-40% hærri flutningskostnað en t.d. Akureyringar. Auk þess er öxulþungi oft takmarkaður sem rýrir flutningsgetuna umtalsvert. Möguleikar fyrirtækja, sem framleiða vörur, eru takmarkaðir við slíkar aðstæður. Þetta leiðir af sér einhæfni í atvinnulífinu sem aftur þýðir brothætt umhverfi. Þetta sést best á nýlegum fréttum þess efnis að Marel muni loka starfsstöð sinni á Ísafirði í haust. Tekin var ákvörðun um að draga saman í rekstri og stækka einingar. Einingin á Ísafirði átti aldrei möguleika í kapphlaupinu um að vera einingin sem myndi stækka. Það myndi aldrei svara kostnaði að keyra afurðirnar á vöruhótelin í Sundahöfn. Útflutningshöfnin Ísafjörður var aflögð þegar skipafélögin fóru á vegina.

Rangt að ESB banni styrki til strandflutninga

Stjórnvöld hafa keppst við að auglýsa eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og tilskipanirnar frá Brussel þegar kemur að strandsiglingum. Með því að telja okkur trú um að þessar stofnanir banni stjórnvöldum hér á Íslandi að koma að slíkum flutningum hefur þeim tekist að koma í veg fyrir löngu tímabærar aðgerðir í þessum efnum. En við skulum í eitt skipti fyrir öll eyða goðsögninni um að Evrópusambandið og EES samningurinn komi í veg fyrir og banni íslenskum stjórnvöldum að niðurgreiða strandsiglingar. Það eru beinlínis til kaflar í bókmenntum Evrópusambandsins og viðaukum með EES samningnum sem snúast um styrkingu strjálbýlla svæða. Ísland og Norður-Noregur eru þar tekin út fyrir sviga sem sérstakt viðfangsefni. Norðmenn hafa um árabil styrkt Hurtigrutan sem keppir við járnbrautir, vegi og flug um vöruflutninga frá Bergen til nyrstu bæja Noregs. Evrópusambandið er með sérstaka áætlun í gangi sem miðar að því að koma flutningum af vegum yfir á járnbrautir og fljót.

Óforsvaranlegt ástand á vegum

Hvernig má það vera að Vestfirðir og önnur svæði þar sem stjórnvöld hafa verið jafn lengi að ljúka við vegabætur og raun ber vitni þurfa að búa við þetta ástand? Það getur ekki verið í hag þjóðarinnar að íbúar á þessum svæðum þurfi að greiða meira fyrir vörur en aðrir landsmenn. Það er líka óforsvaranlegt að bjóða þessum vegslóðum upp á flutningabíla af slíkri stærðargráðu – það býður hættunni heim. Hvað veldur því að ekki er hlustað á almenning í þessu landi þegar kemur að strandsiglingum? Það er alveg ljóst að meirihluti þjóðarinnar, hvort sem hann býr á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, er hlynntur því að taka upp flutninga á sjó.

Fólkið vill breytingar – stjórnvöld ekki

Fyrirtæki í sjávarútvegi á Vestfjörðum hafa lagt fram metnaðarfulla áætlum um það hvernig mætti koma slíkum siglingum á með stuðningi stjórnvalda fyrstu 3 árin. En eftir þann tíma yrði komið jafnvægi á flutningana og ríkisstyrkur aflagður. Áhugavert er að heyra í framkvæmdastjóra Atlantsskipa, Gunnari Bachmann, þegar hann er spurður um ástæður þess að ekki skuli vera komnar á strandsiglingar í viðtali við Bæjarins besta þann 22. febrúar sl.: „Það vantar enn viljann til að breyta“ segir Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, aðspurður um strandsiglingar fyrirtækisins til Vestfjarða. Hann segist hafa merkt áhuga hjá fyrirtækjum, en það sé eins og tryggð við flutningafyrirtækin sem fyrir eru á markaðinum séu honum yfirsterkari. Mestan áhuga segist Gunnar skynja hjá hinum almenna borgara sem gjarnan vilji losna við öra umferð flutningabíla af vegum landsins en áhuginn hjá stjórnvöldum sé hins vegar ekki fyrir hendi.

Fullyrðingar um hið gagnstæða

Gunnar Þórðarson skrifaði grein í Bæjarins Besta þann 24. febrúar þar sem hann heldur hinu gagnstæða fram. Hann segir strandsiglingar ekki breyta neinu í stóru myndinni – flutningar eigi að fara fram á vegum: Í nefndaráliti um þróun flutninga innanlands sem gefin var út af Samgönguráðuneytinu í apríl 2005 kemur fram að þjóðhagslegur kostnaður myndi hækka við færslu hluta flutnings frá Ísafirði til Reykjavíkur af þjóðvegum út á sjó, sem byggir á hversu lítið magn er verið að flytja. Það er rétt að kostnaður við standsiglingar er talsverður en það er líka verið að fara fram á ríkisstyrktar strandsiglingar á meðan þjóðvegir verða byggðir upp.

Gunnar fer einnig hörðum orðum um þá sem benda á Evrópusambandið og EES samninginn máli sínu til stuðnings. Gunnar segir: Að stjórnandi fyrirtækis eins og Atlant[s]skipa skuli slá um sig Hvítbók og merkilegum markmiðum Evrópusambandsins, til að knýja fram ríkisstyrk til siglinga á Íslandi er ótrúlegt lýðskrum. Gera lítið úr merkilegri samgönguáætlun þar sem Vestfirðingar eru að fá á skömmum tíma miklar vegabætur sem í raun eru langt umfram efnahagsleg rök. Þarna blandar Gunnar saman þeim heimildum EES samningsins um að styrkja strjálbýl svæði annars vegar og markmiðum Evrópusambandsins um að koma flutningum á ár og járnbrautir hins vegar. Hvoru tveggja má nota sem rök fyrir því að færa flutninga aftur á sjó hér við land en helstu rökin eru auðvitað þau að þannig verði jafnara gefið. Samgönguáætlun er ágæt út af fyrir sig – en 2-3 ára bið eftir bundnu slitlagi frá Ísafirði til Reykjavíkur, lengri bið á suðurfjörðum og enn lengri bið þangað til svæðin verða tengd – er of langt bil sem verður að brúa.

Það hallar á Vestfirði

Byggðastefna snýst fyrst og fremst um pólitískar ákvarðanir er lúta að þjónustustigi. Réttlát byggðastefna miðar að jafnri aðstöðu fólks, óháð búsetu. Það er alveg ljóst að Vestjarðasvæðið skilar gríðarlegum virðisauka til samfélagsins. Útflutningsverðmæti og skatttekjur af svæðinu eru margir milljarðar árlega og þessum fjármunum verður að veita aftur í svæðið. Það er búið að koma því þannig fyrir að allar vörur fara til Reykjavíkur en slíkt er ekkert lögmál. Hagur okkar Íslendinga er ekki aðeins að þenja út Faxaflóahafnir heldur að styrkja byggð í þessu landi. Það liggja fyrir málefnalegar og raunhæfar tillögur sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn í að koma til leiðar. Að niðurgreiða strandsiglingar um 100 milljónir árlega næstu 3 árin er ekki ölmusa heldur þjóðþrifamál. Á tungu kauphallarinnar heitir það að vera þjóðhagslega hagkvæmt!

Grímur Atlason.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli