Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 25.02.2007 | 08:18Of lítið – of seint!

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Fram eru komnar samgönguáætlanir ríkisstjórnarinnar, önnur fyrir næstu 4 ár , 2007 – 2010 og hin er til 12 ára, 2007 – 2018. Áætlunargerð er skynsamleg til þess að taka saman lista yfir nauðsynlegar úrbætur og raða þeim niður. Hins vegar er reynsla fyrir því, sérstaklega undanfarin ár, að áætlanir sem gerðar eru skömmu fyrir kosningar reynast illa þegar þær eru afstaðnar. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur þó keyrt um þverbak hvað þetta varðar. Framkvæmdum hefur verið seinkað og skákað til fyrirvaralaust eins og gerðist á síðastliðnu sumri. Þess vegna eru áætlanirnar nú teknar með nokkurri tortryggni, sporin hræða.

Með þessu fororði þá vil ég nefna helstu atriði sem mér finnst standa upp úr. Það fyrsta er að samgönguáætlunin nær ekki fjarskipta. Síma- og netsamgöngur eru að mínu viti hluta af samgöngunum og hið opinbera á að beita sér fyrir uppbyggingu þess, annaðhvort með því að eiga og reka fjarskiptanetið eitt og sér eða í samvinnu við fyrirtæki á þessu sviði.

Skynsamlegast væri, að minni hyggju að grunnnetið margfræga yrði dregið út úr rekstri fjarskiptafyrirtækjanna og má vísa til orkuflutninganetisins sem er i sérstöku fyrirtæki að lang,estu leyti í eigu ríkisins. Þessi leið myndi auðvelda uppbyggingu netsins á landsbyggðinni og tryggja þar með að þau landssvæði yrðu samkeppnishæf við fjölmennu svæðin.

Það fyrirkomulag, sem nú er í gildi, að einkafyrirtækin byggi upp hvert og eitt sitt fjarskiptakerfi og ríkið styrki þau við sérstakar aðstæður hefur reynst bæði dýrt og seinvirkt. Það má heita fullkominn fáránleiki að það skuli taka samgönguráðherra 3 ár að koma upp einum sendi fyrir GSM í Flatey, sem svo aðeins er hálfkláruð lausn í Barðastrandarsýslunni. Hvað á það að þýða að svo litla fjárfestingu þurfi að bjóða út á öllu Evrópska efnahagssvæðinu?

Annað atriði, sem ég vil nefna, er hve litlu fé er í raun varið til samgöngumála. Samtals til flug-, hafna- og vegamála er varið að jafnaði liðlega 30 milljörðum króna árlega. Það er allt of lítið sem og berlega sést á því hversu seint miðar með löngutímabærar úrbætur, sérstaklega í vegamálum. Þessi fjárhæð til reksturs, viðhalds og framkvæmda er aðeins tæplega 3% af vergri landsframleiðslu hvers árs. Það eru eiginlega smámunir borið saman við umfang hins opinbera eða fjárfestingu einkaaðila og heimilanna. Á þessu ári eru aðeins 10 milljarðar til vegaframkvæmda á landinu öllu og það segir sig sjálft að hægt miðar með því sleifarlagi.

Það eru ekki margar framkvæmdir í áætlununum tveimur sem valda deilum, fyrst og frest er tekist á um röðun framkvæmdanna en ekki hvort eigi að ráðast í þær. Þó vil ég undirstrika að hófs verður að gæta í kostnaði. Kröfur um svokallaða 2+2 vegi út frá höfuðborginni eru langt umfram þörf miðað við umferðarþunga og ef þeim er haldið til streitu er mörgum milljörðum króna varið umfram nauðsyn sem bitnar á öðrum framkvæmdum. Þá hef ég gert ráð fyrir að þessir vegir verði eftir sem áður breikkaðir og gagnstæðar akreinar aðskildar og þannig náð fram góðu umferðaröryggi.

Aðeins 15 milljarðar króna af söluverði Landssímans er varið til samgöngumála, hitt fer í ríkissjóð. Ég tel að öllu söluverðinu eigi að ráðstafa til málaflokksins, það bætir tæplega 52 milljörðum króna við. Ég sé enga sérstaka þörf á því að geyma þetta fé á reikningi í Seðlabankanum. Það yrði að ráðast af almennu efnahagsástandi hversu hratt yrði unnið fyrir viðbótarféð af sölu Landssímans, en ef hófs er gætt í stóriðjuframkvæmdum á næstu árum sé ég ekki annað en að hægt sé að vinna fyrir peningana á næstu 4 – 6 árum.

Að auki legg ég til að úr ríkissjóði verði árlega varið sem svarar 1% af landsframleiðslu til framkvæmda , einkum í vegnamálum. Þrátt fyrir þá hækkun yrðu árlegar fjárveitingar ríkisins til samgöngumála mjög hóflegar samanborið við ýmis nágrannalönd okkar.

Þessar tillögur þýða að á næstu árum yrði varið um 100 milljörðum króna til samgöngumála umfram það sem áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Ef þessar tillögur næðu fram að ganga yrði alger bylting í samgöngumálum okkar á næstu 4 – 6 árum, bylting sem sárlega er beðið eftir og kallað á úr öllum áttum, ekki síður frá höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þá aðeins og einstökum framkvæmdum. Hiklaust á að vinna hratt á landssvæðum sem búa við mun lakari samgöngur og jafnvel óviðunandi en gerist á áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins. Það eru einkum vestfirðir, Þingeyjarsýslur norðan Húsavíkur og staðir á Austurlandi.

Á Vestfjörðum eru mörg verkefnin, en mikilvægast er að tengja einstök svæði fjórðungsins saman. Uppbygging vegarins um Barðastrandarsýslu og jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, svo dæmi séu nefnd, á að eiga sér stað á þessum tíma, næstu 4-6 árum. Ég minni á að Óshlíðargöng komu til fyrir tveimur árum sem framkvæmd utan vegaáætlunar og áttu ekki að verða til þess að seinka Dýrafjarðargöngum, eins og nýja vegaáætlun samgönguráðherra ber með sér. Það eru vissulega nokkur vonbrigði. Samhliða jarðgangagerð á að fara fram uppbygging vegar um Dynjandisheiði. Eðlilega er horft til jarðganga gegnum þá heiði þegar fram líða stundir, en ég held að fyrst um sinn sé rétt að vinna að því að ná fram fyrri jarðgöngunum.

Reynslan af veginum um Steingrímsfjarðarheiði er nokkuð góð og ég hef ekki trú á því að Dynjandisheiði sé verri hvað færð varðar. Ef annað kemur í ljós verður vissulega að taka tillit til þess.

Vilji er það sem til þarf. Annað ekki.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli