Frétt

Kreml.is - Magnús Á. Magnússon | 15.04.2002 | 19:41Stórstígar framfarir á háskólastigi

Magnús Árni Magnússon.
Magnús Árni Magnússon.
Undanfarin ár hefur orðið hreinræktuð bylting í menntun á háskólastigi hér á landi. Nú er svo komið að fjöldi háskóla er í harðri samkeppni um nemendur og þá sérstaklega í viðskiptagreinum og nú síðast lögfræði. Viðskiptaháskólinn á Bifröst, þar sem undirritaður hefur haft þá ánægju að kenna undanfarna tvo vetur, reið á vaðið með nám í viðskiptalögfræði síðasta haust. Þá var það í fyrsta skipti á Íslandi sem hægt var að nema lögfræði utan Háskóla Íslands. Nú hefur Háskólinn í Reykjavík tekið upp kennslu í því fagi líka. Viðskiptagreinar er nú hægt að nema í einum fimm háskólum á Íslandi og tölvunargreinar eru einnig kenndar víðar en í Háskóla Íslands.
Mikil uppbygging hefur verið í háskólanámi á Akureyri og hefur Eyjafjörðurinn lagt mikla áherslu á mikilvægi Háskólans á Akureyri fyrir þróun samfélagsins fyrir norðan í sókn sinni í baráttunni um búsetu Íslendinga undanfarið.

Önnur svæði utan höfuðborgarinnar hafa að auki fundið fyrir hinum jákvæðu áhrifum háskóla á byggð og samfélag og sjálfsagt eru ekki allir búnir að átta sig á að í Borgarfirði eru reknar þrjár stofnanir á háskólastigi; áðurnefndur Viðskiptaháskóli á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Snorrastofa, en þar fer í auknum mæli fram merkilegt starf í háskólarannsóknum í miðaldafræðum.

Listgreinakennsla hefur verið sameinuð af miklum metnaði í Listaháskóla Íslands og stefnir í samkeppni í arkitektanámi á milli hans og HÍ, en þau fræði hefur hingað til ekki verið hægt að nema hér á landi.

Önnur stórmerk bylting sem hefur orðið í málefnum háskólastigsins undanfarin ár er hið stóraukna framboð á framhaldsnámi á meistara- og doktorsstigi, sérstaklega við Háskóla Íslands, þar sem Dr. Páll Skúlason hefur leitt málið af festu og öryggi.

Allt þetta skilar sér í auknum valkostum þeirra sem vilja fara í háskólanám, hvort sem þeir eru nýútskrifaðir stúdentar, fólk af vinnumarkaði eða fólk með háskólapróf sem vill bæta við sig námi eða halda sér við í hinu öra samfélagi nútímans. Þetta skilar sér í auknum gæðum námsins, þar sem nemendur eru orðnir kröfuharðir viðskiptavinir háskólanna og þurfa nú ekki að leita allir á einn stað eftir þjónustu við sitt hæfi. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir hámenntuðu fólki, sem á nú auðveldara að finna störf við sitt hæfi á Íslandi, en þarf ekki að setjast að erlendis til að geta sinnt rannsóknum og störfum í akademíu, sem aftur skilar sér í stækkuðum þekkingarpolli þjóðfélagsins og aukinni skilvirkni og framleiðni.

Nám er fjárfesting. Þó skólagjöld hafi farið vaxandi á Íslandi í kjölfar þess að fleiri aðilar en ríkið bjóða nú upp á háskólanám, eru þau ekki efnahagsleg hindrun fyrir því að fólk komist í nám svo lengi sem Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar beint fyrir skólagjöldum. Nám er fjárfesting sem skilar sér í auknum tekjum að námi loknu og er sú aukning oftast margföld á við það sem nemendur þurfa að greiða með hinum takmörkuðu skólagjöldum sem tíðkast hér á landi.

Það er rétt að ríkið styðji við bakið á námsmönnum á þann hátt að greiða hluta þeirra gjalda sem menntun þeirra kostar, eins og gert er í dag, þar sem allir skólar á háskólastigi fá greiðslu frá ríkinu með hverjum nemanda, mismikla þó eftir greinum. Það má líta á þá greiðslu sem styrk samfélagsins til námsmanna til að stuðla að þeim virðisauka í samfélaginu sem nám þeirra skapar. Á hinn bóginn er ekkert athugavert við það að sá virðisauki sem námsmenn hljóta í formi hærri launa að námi loknu greiðist að hluta til af þeim sjálfum í formi skólagjalda, sem hagstæð niðurgreidd lán fást fyrir eins og áður segir. Því á að gera ríkisháskólum á borð við Háskóla Íslands kleift að taka skólagjöld á sama hátt og sjálfseignarstofnunum á Háskólastigi.

Fólk í t.d. læknisfræði, tölvunarfræði, lögfræði, viðskiptafræði, eðlisfræði og verkfræði má eiga von á gríðarlegum umbunum í formi hærri launa að námi loknu og þó ríkið og þjóðfélagið muni í flestum tilfellum njóta þess ríkulega að mennta þessa einstaklinga er engin ástæða er til þess að skattgreiðendur standi algerlega undir öllum kostnaði við menntun þeirra. Ástæðulaust er líka að þær deildir sem standa að kennslu á þessum sviðum þurfi að búa við eilíft fjársvelti út af illa grunduðum hugmyndum um \"jafnrétti til náms\".

Það sem uppúr stendur undanfarin ár er þó hin gleðilega þróun sem hefur átt sér stað á þessu sviði og verður án efa stór þáttur í því að halda Íslandi í fremstu röð í efnahagslegu og menningarlegu tilliti á 21. öldinni.

Magnús Árni Magnússon. Pistillinn birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli