Frétt

Dr. Þorleifur Ágústsson | 25.02.2007 | 16:14Fyrirtæki – Menntun – Háskólasetur: Möguleikar landsbyggðarinnar

Dr. Þorleifur Ágústsson.
Dr. Þorleifur Ágústsson.
Í mínum huga felst framtíð landsbyggðarinnar í uppbyggingu þeirra fjölmörgu fyrirtækja og rannsóknastofnana sem starfa á landsbyggðinni. Því miður er staðreyndin sú að þessi fyrirtæki og rannsóknastofnanir eiga oft á tíðum erfitt uppdráttar – einkum og sér í lagi vegna skorts á hæfu starfsfólki, menntuðu starfsfólki sem fær næga atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. En hér komum við einmitt að merg málsins. Hvernig fáum við þetta unga menntafólk út á landsbyggðina í störf sem henta þeirri menntun sem þau stunda og sem skilar sér í vexti landsbyggðarfyrirtækja óháð því hvort búið sé að þvera fjörð eða bora fjall.

En áður en lausnin kemur verðum við að spyrja okkur spurninga: Hverjar eru þarfir fyrirtækja á landsbyggðinni? Hvernig er hægt að gera landsbyggðina að spennandi kosti fyrir nemendur á háskólastigi? Hvernig gerum við menntafólki kleift að fara til starfa út á landsbyggðina? Lausnin er miklu nær okkur en við höldum og felst einfaldlega í samþættingu ofangreindra þriggja þátta.

Með því að gera þarfagreiningu fyrirtækja á landsbyggðinni, skoða hvar skóinn kreppir og hvað þurfi að gera til að efla þau og markaðssetja er fyrsta skrefið stigið. Annað skrefið væri síðan stigið með því að gera nemendum í ýmsum greinum fjárhagslega mögulegt að flytjast í það minnsta tímabundið út á landsbyggðina og starfa að verkefnum, sem nýtast sem hluti af námi, hjá landbyggðarfyrirtækjum. Og síðasta skrefið væri stigið, og sem reyndar er stigið til hálfs, með því að skapa náms og vinnuaðstöðu á formi háskólasetra í viðkomandi landshluta.

Og hér er lausnin: Fyrirtækin gera þarfagreiningu með hjálp t.d. atvinnuþróunarfélags viðkomandi sveitarfélags/landshluta. Þeir nemendur sem kjósa að gera námsverkefni hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni hljóti dvalarstyrk (ekki enn eitt lánið) sem nemur framfærslu skv. reglum LÍN og sem gerir þeim búsetu á landsbyggðinni mögulega og hefði lítil sem engin áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækis. Náms og vinnuaðstaða ásamt tengslum við leiðbeinanda eða skóla viðkomandi námsmanns yrði Háskólasetrið í landshlutanum. En markmið uppbyggingar háskólasetranna hlýtur að hafa verið til að efla landsbyggðina.

Hver borgar svo brúsann? Jú, kostnaður við hvern nema hlýtur að teljast lítill miðað við ávinninginn sem fengist með þessu – ávinning á formi bættra rekstarmöguleika fyrirtækja, sérmenntun nema og ekki síst auknum líkum á því að þeir kjósa að nota þetta tækifæri til að kynnast landsbyggðinni, ílengist eða jafnvel setjist að á viðkomandi stað. Þetta er því landsbyggðarmál sem ætti að vera þverpólitískt og í raun samtarf ríkis og sveitarfélaga sem stofna ættu sérstakan sjóð til úthlutunar í þetta verkefni. Vestfirðir eru ákjósanlegur fyrsta tilraun – eini landshlutinn þar sem stóriðja hefur ekki komið til tals.

Dr. Þorleifur Ágústsson.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli