Frétt

Ólína Þorvarðardóttir | 23.02.2007 | 10:37Hver er ábyrgð Marels?

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
„Marel ber margvíslega samfélagslega ábyrgð“ sagði talsmaður fyrirtækisins í sjónvarpsviðtali sama dag og tilkynnt var um að Marel hefði ákveðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði. Það vafðist ekki fyrir stjórnendum Marels að svipta þar með 25 starfsmenn atvinnunni; svipta fámennt byggðarlag mikilvægri máttarstoð í atvinnulífinu. Eftir sitja 25 fjölskyldur í uppnámi, uggandi um framtíðina – heilt byggðarlag felmtri slegið yfir ótíðindum enda viðbúið að atgerfisflótti og búseturöskun fylgi í kjölfarið.

Hví skyldu stjórnendur stórgróðafyrirtækis velta slíkum hlutum fyrir sér? Þess væntir trúlega enginn. En að þeir skuli hafa kjark til þess að tala í sama orðinu um „samfélagslega ábyrgð“ það er meiri ósvífni en maður hefði búist við að óreyndu.

Hagræðingarkrafan?

Í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Marels, kom fram fram að miklar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi Marels undanfarin tvö ár. Á síðasta ári keypti fyrirtækið tvö stór fyrirtæki, AEW Delford Systems á Englandi og Scanvægt í Danmörku. Við þetta tvöfaldaðist Marel að stærð og rekur nú á fimmta tug starfsstöðva í 22 löndum, eins og fram hefur komið í fréttum.

Var helst á manninum að skilja að vegna þessarar velgengni fyrirtækisins væri nú öldungis óhjákvæmilegt annað en að stefna á frekari „samþættingu“ fyrirtækjanna í eigu Marels, „finna samlegðaráhrif og hagræða í rekstrinum“ eins og það var orðað. Já, þegar velgengnin er sem mest, þá er um að gera að hagræða og græða meira.

Ekki eru mörg ár síðan talsmenn þessa sama fyrirtækis komu hingað vestur í þeim erindum að innlima annað, rótgróið tæknifyrirtæki, Póls – einmitt til þess „að ná fram samlegðaráhrifum í innkaupum og sölukerfi“ eins og það var orðað á þeim tíma. Fram hefur komið að forsvarsmenn Marels fullvissuðu þá ráðamenn bæjarins um að Marel stundaði ekki uppkaup fyrirtækja til þess að leggja þau niður. Við sjáum nú hve mikið var að marka það tal. Nú vitum við að það var álíka öfugmæli og tafsið um „samfélagslega ábyrgð“ sem hraut af vörum framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Marels í sjónvarpsviðtalinu nú síðast.

Ímyndin?

Á síðustu árum hefur athygli markaðsfræðinga beinst í vaxandi mæli að ímynd fyrirtækja. Góð ímynd er yfirleitt talin jafngildi hagnaðar eða gróða – enda verja mörg þeirra háum fjárhæðum til ímyndarsköpunar. Marel er fyrirtæki sem hefur haft á sér þokkalegt orð til þessa. Meðal annars þess vegna hef ég, líkt og margir, keypt í því hlutabréf. Minn hlutur er að sjálfsögðu hverfandi lítill á mælikvarða þeirra fjármuna sem höndlað er með í rekstri Marels. En sem hluthafa og velunnara fyrirtækisins til þessa, svíður mér að horfa upp á þessar aðgerðir. Þær eru skeytingarlausar gagnvart samfélagslegum og mannlegum gildum – gerðar í hagnaðarskyni á kostnað annarra verðmæta. Auk alls annars trúi ég því að þær séu skaðlegar fyrir ímynd fyrirtækisins – en yfir því græt ég þurrum tárum úr því sem komið er.

Siðferðileg ábyrgð?

Hafi stjórnendur Marels nokkurn tíma leitt hugann að „samfélagslegri ábyrgð“ hefðu þeir að sjálfsögðu aldrei lagt niður starfsstöð í byggðarlagi sem sárlega þarf á slíkum atvinnurekstri að halda. Þeir hefðu frekar látið þetta byggðarlag njóta góðs af samlegð og hagræðingu, t.d. með því að færa hingað aukin verkefni. Því miður virðist deginum ljósara að ekkert slíkt hefur hvarflað að þeim.

Samfélagsleg ábyrgð?

Stjórnendur Marels virðast ekki vita hvað samfélagsleg ábyrgð er. Og samfélagið – sem nært hefur starfsemi þeirra, komið undir þá fótunum, fært þeim þekkingu, mannauð og tækifæri í hendur – það hverfur í mistur gleymskunnar jafnóðum og það hefur skilað sínu hlutverki. Þegar útrásin er orðin að veruleika og viðskiptin farin að ganga greitt, þá eru það sko „stjórn fyrirtækisins“ og „hluthafarnir“ sem sýna þarf hagnaðinn, ekki samfélagið. Þetta eru nefnilega stórir kallar í alvöru bissness. Þeir keyptu upp tvö erlend stórfyrirtæki og urðu svo stórir að nú þurfa þeir að „hagræða“.

Svei. Ég vil ekki eiga hlut í þessu fyrirtæki og mun selja mín bréf í Marel við fyrsta tækifæri.

Ólína Þorvarðardóttir. Höfundur býr á Ísafirði og hefur verið hluthafi í Marel.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli