Frétt

bb.is | 15.04.2002 | 12:31Skoðun á björgunarbátum senn hætt á Ísafirði?

Danska björgunarbátafyrirtækið Viking Lifesaving Equipment A/S ákvað nýlega að afturkalla leyfi fimm fyrirtækja á landinu til þess að skoða gúmmíbjörgunarbáta sem Viking framleiðir. Gúmmíbátaþjónustan ehf. á Ísafirði er eitt þeirra fyrirtækja er missa mun skoðunarleyfið þann 30. september nk. vegna þessa, en auk hennar munu skoðunarstöðvar í Vestmannaeyjum, Keflavík, Stykkishólmi og á Akranesi missa leyfið. Tvær skoðunarstöðvar fá að starfa óáreittar enn um sinn, á Akureyri og í Neskaupstað.
Fækkun skoðanastöðva Viking á landinu mun gerð í því skyni að afla nýstofnaðri Íslandsdeild fyrirtækisins viðskipta, þar sem augljóst er að vestfirskir útgerðarmenn, sem og útgerðarmenn annars staðar á landinu, munu þurfa að senda björgunarbáta sína í nýjar höfðustöðvar Viking í Hafnarfirði til skoðunar í stað þess að geta látið sinna verkinu á heimaslóðum. Lögum samkvæmt þurfa björgunarbátar að undirgangast skoðun á ári hverju.

Þorsteinn Þráinsson hjá Gúmmíbátaþjónustunni á Ísafirði segir málið alvarlegt og ef fyrirætlanir Viking nái fram að ganga gæti það þýtt endalok björgunarbátaskoðunar á Ísafirði. „Viking bátar telja 83% af þeim bátum sem við önnumst skoðanir á hér á Ísafirði og því er ljóst að lítill rekstrargrundvöllur verður fyrir björgunarbátaþjónustufyrirtæki á þessum slóðum ef okkur er útilokað að þjónusta nema tæpan fimmtung bátanna á svæðinu,“ segir Þorsteinn. Meginröksemdir Viking fyrir afturköllun leyfanna eru að fækkun togara á Íslandsmiðum sé fyrirsjáanleg á næstunni og að björgunarbátum hafi fækkað hin síðustu ár sem valdi því að ekki sé þörf fyrir margar skoðunarstöðvar á Íslandi.

„Reyndin er sú að í þeim stöðvum er svipta á leyfinu hefur skoðuðum bátum fjölgað síðustu ár, og ekki er annað að sjá en að framhald verði þar á. Hjá okkur fjölgaði bátum er við þjónustuðum til dæmis úr 180 í 235 á árunum 1999-2001. Auk þess er það ekki danska fyrirtækisins að ákveða hve margar skoðunarstöðvar eiga að vera á Íslandi. Þeir bera engan kostnað af þeim heldur erum það við sem greiðum þeim fyrir tilskilin leyfi. Þetta eru óskiljanlegir einokunartilburðir og það má eitthvað mikið vera að ef þetta fær að ganga fram,? segir hann.

Mikill kurr mun vera meðal útgerðarmanna á Vestfjörðum vegna málsins, en ef af breytingunum verður mun það valda mikilli kostnaðaraukningu hjá þeim vegna flutningsgjalda o.fl. Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar í Bolungarvík, ritaði sl. föstudag grein í Morgunblaðið þar sem tilburðum danska fyrirtækisins, sem hann lýsir sem afturgöngu danskra einokunarkaupmanna, er harðlega mótmælt:

„Þegar að því kemur að senda verður alla björgunarbáta frá Vestfjörðum til Hafnarfjarðar til skoðunar mun þjónustan versna til muna, auk þess sem hún verður miklu dýrari. Í staðinn fyrir hina ágætu og skjótu þjónustu hjá Gúmmíbátaþjónustunni ehf. á Ísafirði og öðrum hliðstæðum stöðvum í öðrum útgerðarplássum verður að flytja bátana með flutningabílum (eða flugvélum) til Hafnarfjarðar og til baka aftur, með þeirri tímasóun og kostnaði sem því fylgir, auk þess sem hætta er á að bátarnir verði fyrir hnjaski og skemmdum í þeim flutningum. [...] Viðskiptaþvinganir [eru] notaðar til þess að fyrirtækið geti sölsað undir sig eftirlit með eigin söluvöru, sem auk þess verður að telja fremur viðsjárverða tilhögun,“ er meðal þess sem Guðmundur segir í grein sinni.

Þegar blaðið hafði samband við nýskipaðan forstjóra Íslandsdeildar Viking Life Saving Equipment A/S, Einar Haraldsson, var hann staddur erlendis og sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli