Frétt

Ragnar Guðmundsson | 20.02.2007 | 11:18„Bjartasta vonin“

Ragnar Guðmundsson.
Ragnar Guðmundsson.
Nú á tímum verðlaunaveitinga á mörgum sviðum lista, er ekki úr vegi að yfirfæra einn liðinn yfir á samgöngur, og væntingar í þeim, þ.e. „bjartasta vonin“ getur líka átt við val á leiðum, ef horft er til lengri tíma en dagsins í dag. Sem Vestfirðingur hlýt ég því að fjalla um þau mál útfrá umræðu, ákvarðanatöku og ekki ákvarðanatöku. Við erum orðin fá hér vestra, því miður, en þurfum við samt nokkuð að stefna í útrýmingarhættu? Með skæklatogi sem leitt hefur því miður til kolrangra ákvarðana í samgöngum þokumst við nær og nær því alversta.

Getum við með sanngirni krafist þess að tvær dýrar vetrarleiðir þurfi til að þjónusta Vestfirðinga, þegar öll rök hljóta að vera til að leiða umferðina í einn legg? Hér á ég við leiðina af Ísafjarðar- og á vestursvæði þ.e. Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð á einn samgöngulegg úr Vatnsfirði austur til móts við hringveginn. Ég fæ ekki séð annað en vesturleiðin svokallaða hljóti að hafa algjöra yfirburði hvað hagkvæmni snertir, sé litið til framtíðar.

Grein Sigurðar Hreinssonar í BB í janúar sl. um samgöngumál, var bísna fróðleg og vel útfærð, þar eru dregnir fram þeir þættir sem hljóta að vega hvað þyngst, þ.e. stytting leiða og vægi styttingar. Áformuð Dýrafjarðargöng eru vissulega vendipunktur í sameiningu norður- og suðursvæðis, því má alls ekki tefja þau. Allar ábendingar og viðmiðanir umferðar að hausti og vetri til milli Dýrafjarðar og Vestfjarðar eru óraunhæfar vegna þjónustustigs þessarar leiðar í núverandi ástandi.

Hrafnseyrarheiði er stór hættuleg í hálku og snjóflóðahætta mikil við viss veðurskilyrði. Á Dynjandisheiði er vegur sem byggður var á ódýrasta máta fyrir nær hálfri öld þ.e. þá var vegstæði valið með öflun fyllingarefnis í huga á sem þægilegastan máta, því var vegurinn sem slíkur alls ekki lagður með vetrarfæri að leiðarljósi, hvað snjóalög varðar. Með ótrúlega litlum tilfærslum og breytingum má stór minnka snjóþunga á veginum svo auðvelt væri að halda heiðinni opinni í öllu venjulegu, með þeim tækjum sem aðgengi er að í dag til snjómoksturs. Framtíðarsýnin á að sjálfsögðu að vera göng úr Dynjandisvogi eða beint úr hlíðinni utan Mjólkár, og suður í Vatnsdal. Þá er vegalengd komin í 80 km Ísafjörður – Flókalundur.

Um vegalengdir að öðru leiti, styttingar og hagræðingar vísa ég á áðurnefndan pistil Sigurðar Hreinssonar á BB vefnum og á Þingeyrarvefnum, það er bísna glöggt yfirlit. Ég vil þó benda á bestu lausnina að mínu áliti hvað varðar vegalagningu í Reykhólasveit og þrætu þá er um Teigskóg stendur, á svo kallaðri B- leið, að til lausnar allra þeirra bollalegginga um ágæti eða óhæfu þeirrar leiðar, þá verður mín niðurstaða að hin svo kallaða A-leið sem slegin var útaf borðinu á sínum tíma, feli í sér allra hagkvæmustu lausn þessara þverunarmála, þ.e. þvera Þorskafjörð utan við Melanes á Skálanesi, yfir á Reykjanes. Einn af göllum þeirrar leiðar var sagður meiri vegalengd og erfið færð og veður inn með Berufirði ef farið yrði gegnum Reykhóla með veginn. Auðveldast er auðvitað að leggja veginn inn með Þorskafirði austantil að Kinnarstöðum. Enginn „þrætuskógur“ og hægt að vinna allan þann veg í friði fyrir umferð. A-leið.

Þverun Þorskafjarðar kostar að vísu lengri brú en á leið B, en margt vinnst með því. Enginn skógur í uppnámi, ótruflaðar fuglabyggðir og fjörur halda sér að mestu, ræðst að vísu af lengd brúar á firðinum. Ein þverun í stað þriggja hlýtur að leiða af sér hagkvmæmni á allan máta. Hringakstur um Reykjanesið gefur Reykhólum val að velja vestari leið í þeim tilfellum sem Berufjörður er ófær þ.e. fara útfyrir nes og inn Þorskafjörð. Þjónusta á Klettshálsi tryggð frá Reykhólum stutta leið á láglendi. Ég tel að óverjandi sé að skoða ekki A-leiðina betur en gert var, og gera raunhæfa kostnaðaráætlun á lagningu hennar. Ég er sannfærður um að besta sáttin á allan hátt fælist í þessari tilhögun.

Þrenging og brú á Þorskafirði á A-leið felur líka í sér annað en beina samgöngubót, heldur gefur líka færi á virkjun sjávarfalla, svo sem tíðkast í Noregi við líkar aðstæður. Ég vil að lokum skora á ráðandi öfl að skoða samgöngur Vestfirðinga með hagkvæmnissjónarmið í huga, ekki „göslast áfram“ eitthvað og eitthvað út í tóma vitleysu. Við getum ekki Vestfirðingar ætlast til að ekki komi á vissum tímum upp raddir um hversu fáránlega fjármunum er varið án tillits til allrar hagkvæmni með framtíð í huga.

Bjartasta vonin til framtíðar í öruggum samgöngum sem færa okkur saman og styrkir þar með áframhaldandi búsetu hér vestra, hlýtur að vera „Vesturleiðin“.

Mótrök eru vel þegin.

Bestu kveðjur,
Ragnar Guðmundsson
Brjánslæk.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli