Frétt

Karl V. Matthíasson | 20.02.2007 | 11:10Málefni eldri borgara

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.
Að geta hlustað á aðra er mjög mikilvægt. Og að geta setti sig í spor annarra er líka mjög mikilvægt. Að hlusta, taka eftir og skynja eru eiginleikar sem allir stjórnmálamenn verða að tileinka sér. Á þetta hefur skort hin síðari ár hjá núverandi valhöfum. Ég tel ástæðuna vera þá að þeir hafa setið of lengi að völdum og eru orðnir værukærir. Hvar sem litið er í stjórnkerfinu hafa þeir komið sér og sínum að og smám saman hafa þeir gleymt því hlutverki sem þeim var trúað fyrir. Það er ekki gott að sitja of lengi á valdastóli. Og við skulum líka hugsa okkur hvað það væri núverandi ráðherrum ríkisstjórnarinnar hollt að fá að komast í stjórnarandstöðu og verða „óbreyttir“ alþingismenn. Það er nauðsynlegt að þetta gerist og að ný ríkisstjórn taki við eftir kosningar. Ríkisstjórn sem vill hlusta á þegnana og getur sett sig í spor þeirra.

Ríkisstjórnin sem nú situr að völdum hefur ekki getað sett sig í spor aldraðra og öryrkja. Það sést best á þeim bágu kjörum og skerðingum sem hafa dunið yfir þessa hópa. Flækjukerfi almannatrygginganna er líka orðið þvílíkt að færust menn skilja það alls ekki. Samfylkingin hefur einlægan vilja til að ráða hér bót á og hefur þá skoðun að gera verði róttækar breytingar og úrbætur í málefnum eldri borgar á næsta kjörtímabili. En til þess að það geti orðið að raunveruleika er nauðsynlegt að kjósa Samfylkinguna í kosningunum í vor.

Samfylkingin og samtökin 60+ hafa nú efnt til funda um allt land um málefni eldri borgara. Þegar þetta er skrifað hafa nokkrir fundir verið haldnir m.a. í Hafnarfirði, Akranesi, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum, Siglufirði, Reykjavík, Egilsstöðum, Selfossi og víðar og fyrirhugað er að fara halda áfarm með þessi fundi. Á þessum fundum hafa áherslur Samfylkingarinnar í málefnum aldraðar komið mjög skýrt fram en þær felast í eftirtöldum atriðum

1 Lífeyrir dugi fyrir framfærslu
2. Frítekjumark lífeyrisþega verði hækkað og nái jafnt til lífeyristekna og atvinnutekna.
3. Skattar á lífeyrissjóðstekjur lækki í 10%
4. Stórátak verði gert í byggingu hjúkrunarheimila – burt með biðlistana.
5. Skattleysismörk verði hækkuð í samræmi við launabreytingar. 6. Komið verði á stofn embætti umboðsmanns aldraðra

Ég sat fundinn á Akranesi. Var hann vel sóttur en það gefur vel til kynna hvað þessi mál eru farin að brenna á fólki Það voru þeir Ellert B. Schram og Guðbjartur Hannesson sem fluttu framsöguræður. Hjá þeim komu fram þessi áhersluatriði Samfylkingarinnar og ýmis önnur er vörðuðu félagslega stöðu margar eldri borgara hér á landi. Undirritaður flutti einnig ávarp um mikilvægi samstöðunnar til þess að við gætum komið málum okkar áfram. Þá tóku þó nokkrir fundarmenn til máls og ræddu flestir tekjutengingarnar og hversu fárálegar þær væru. Þá var líka bent á að hlutverk almannatrygginga okkar væri að breytast í hlutverk félagsmálastofnunar. Einnig var komið inna á „refsingarnar“ sem eldri borgarar séu nú að fá fyrir að hafa sparað fé til efri ára sinna. Á þessum fundi komu líka mjög sterkt fram þau sjónarmið að samfélag okkar ætti að vera þannig gert, að enginn liði skort og þess vegna bæri að hlúa mun betur en nú er gert að öryrkjum og fátæku fólki.

Já, það var mjög áhrifaríkt að heyra í fundargestum tjá sig og segja frá misjöfnum kjörum sínum og aðstæðum. Þarna var fólk sem býr yfir mikilli lífsreynslu og hefur þjónað landi sínu og þjóð dyggilega og átt ríkan þátt í því að hafa skapað Ísland velferðarinnar sem því miður virðist vera á niðurleið. Við verðum að sýna foreldrum okkar og foreldrum þeirra þá virðingu og þakklæti sem þeim sannarlega ber

Greinilegt er að ríkisstjórnin hefur setið of lengi. Hún heyrir hvorki né sér, að margt verður að bæta og endurskoða svo við lendum ekki í tröppunni þar sem gömlu fólki, öryrkjum og fátæklingum er ekki sinnt á nokkurn hátt. -- Í þeirri tröppu vorum við fyrir hundrað árum.

Karl V. Matthíasson.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli