Frétt

Sælkeri vikunnar – Albertína Friðbjörg Elíasdóttir á Ísafirði | 19.02.2007 | 16:26Karabíska- og Kyrrahafið

Sælkeri vikunnar býður upp á framandi uppskrift af Kókós-karrý kjúkling. „Eitt árið vorum við vinkonurnar óvenju duglegar að hittast og gera skemmtilega hluti saman. Eitt af því sem okkur datt í hug var að vera með alþjóðlegt matarkvöld þar sem hver okkar átti að velja eitt land og elda einhvern rétt frá viðkomandi landi. Eftir töluverðar vangaveltur þá ákvað ég að velja landsvæði; karabíska hafið. En þá var auðvitað eftir að finna uppskrift. Ég lagðist þá í uppskriftaleit á Internetinu og rakst á þessa kjúklingauppskrift sem hefur verið í miklu uppáhaldi síðan og ég hef reyndar varla haldið matarboð síðan þar sem kókós-karrý kjúklingurinn hefur ekki verið á boðstólnum“, segir Albertína. Að auki býður hún upp á uppskrift af frosnum bönunum, sem hún segir að séu alveg sérstaklega góðir á heitum sumardegi, og brauð frá Hawai. „Frá einni eyju til annarrar. Þegar ég fór til Oahu, Hawaii á síðasta ári þá kom maturinn þar mér töluvert á óvart. Sérstaklega var áberandi austurlenskur matur, t.d. frá Japan en Japanir eru mjög fjölmennir á eyjunum. Þær uppskriftir sem ég ætla að deila með ykkur hér eru frá Hawaii, einkum önnur þeirra en hina má e.t.v. kalla alþjóðlega þó ég hafi fyrst kynnst henni á Hawaii.“

Kókós-karrý kjúklingur úr karabíska hafinu (Trinidad)

4 kjúklingabringur, skornar í teninga
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk romm (má alveg vera aðeins meira)
2 tsk olía
1 laukur, saxaður
1 msk sítrónugras, sneitt
1 msk karrýduft
½ bolli kókoshnetumjólk
2 tsk sesamolía
1 chili

Kjúklingur, romm og hvítlaukur hrært saman í skál og látið marinerast í ískáp í nokkra klukkutíma eða yfir nótt (því lengur, því betra). Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mínútur. Bætið svo við kjúklingnum og snöggsteiktu hann eða þangað til hann verður hvítur. Blandið saman kókoshnetumjólk, sesamolíu og karrýdufti í skál og bætið síðan við kjúklinginn og láttu gegnhitna (sjóða aðeins). Þeir sem vilja nota chili bætið því við núna. Borið fram með hrísgrjónum og skreytt með steinselju eða ferskum koríander.

Frosnir bananar

10 bananar
10 tréspýtur
1 bolli suðusúkkulaðibitar (eða annað gott súkkulaði)
3 msk smjörlíki

Afhýðið banana og skerið smá bita af öðrum endanum. Stingið tréspýtu í þann enda sem skorið var af. Setjið bananann í frystinn í 3 tíma eða lengur, þangað til hann er orðinn frosinn í gegn. Þegar bananinn er frosinn setjið þá súkkulaðið og smjörlíkið í skál og í örbylgjuofninn. Stillið örbylgjuofninn á hálfan styrk í 2 ½ - 4 mínútur eða þangað til súkkulaðið hefur bráðnað. Takið það úr ofninum og hrærðu vel. Einnig er hægt að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið þá frosna bananann og leggið í súkkulaðið og snúið þangað til að bananinn er hulinn. Gott er að leggja bananann á bökunarpappír á meðan hinir bananarnir eru settir í súkkulaðið. Þá er hægt að borða bananann eða sett hann aftur inn í frysti og notið við gott tækifæri.

Brauð frá Hawaii

Þetta brauð er hálfgerð brauðkaka. Svolítið ólíkt því sem við eigum að venjast, en gott. Þessi uppskrift ætti að gefa tvö brauð.

225 g (1 bolli) mjúkt smjörlíki
400 g (2 bollar) sykur
4 egg
225 g (1 bolli) stappaður banani
1 dós (15 ounce) kurlaður ananas með safa
500 g (4 bollar) hveiti
1 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
¾ tsk salt
35 g (1/2 bolli) kókósflögur
60 g (1/2 bolli) saxaðar valhnetur

Stillið ofninn á 175°C. Smyrjið brauðform sem eru ca. 23x13cm. Hrærið saman smjörlíki og sykur í stórri skál þangað til að það verður létt og ljóst. Bætið við eggjum, banana og ananas saman við. Takið aðra skál, sigtið og blandið þar saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti. Hrærið hveitiblöndunni saman við eggjablönduna. Blandið svo kókosflögunum og hnetunum varlega saman við deigið. Hellið deiginu í formin. Bakið í ofni í 60 mínútur. Gott er að stinga tannstöngli í brauðið til að athuga hvort að brauðið sé tilbúið. Ef ekkert festist við tannstöngulinn er brauðið tilbúið. Einnig er gott að bæta við kirsuberjum til að fá meiri lit og bragð. Þá er gott að bragðbæta brauðið enn meira með vanilludropum, kanil eða múskat, þá ca. einni tsk af hverju.

Ég skora á vinkonu mína, Lísbeti Harðardóttur á Ísafirði, að vera sælkeri í næstu viku.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli