Frétt

mbl.is | 16.02.2007 | 16:09Íhugar hvort endurskoða eigi úthlutun á kvótum á innfluttri matvöru

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, velti upp þeirri spurningu á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í dag hvort ekki sé rétt að stjórnvöld, í samstarfi við hagsmunaaðila eins og Félag íslenskra stórkaupmanna, taki til endurskoðunar framkvæmd á úthlutun á núlltollkvótum innfluttra matvara. „Í dag er framkvæmdin með þeim hætti að núllkvótarnir eru boðnir upp og mætti lýsa afleiðingum þessa sem einkavæðingu tollákvörðunar. Niðurstaðan er sú að neytendur fá ekki endilega notið að sama marki þeirra verðlækkana sem núllkvótarnir að öðrum kosti hefðu í för með sér." Valgerður kom inn á hvalveiðar Íslendinga í ræðu sinni þar sem hún fjallaði um ímynd Íslands. „En ímyndin er vandmeðfarin. Það tekur langan tíma og þolinmæði að byggja upp jákvæða ímynd, en það má á stuttum tíma skapa sér neikvæða ímynd. Þetta þekkjum við líka úr pólitíkinni.

Við þurfum því að sýna sérstaka aðgát þegar kemur að þeim málum sem geta haft áhrif á ímynd Íslands.

Hvalveiðar eru gott dæmi um það. Þó ég sé sannfærð um réttmæti málstaðar okkar í hvalveiðimálum getum við ekki skellt skollaeyrum við varnaðarorðum þeirra sem varað hafa við neikvæðum áhrifum hvalveiða á íslenska viðskiptahagsmuni.

Að sjálfsögðu munu stjórnvöld fara vandlega yfir hvaða áhrif hvalveiðar geta haft á ímynd Íslands og íslenska viðskiptahagsmuni áður en ákvörðun verður tekin um frekari stórhvalaveiðar á þessu ári. Sterk og öflug ímynd Íslands getur orðin ein of okkar dýrmætustu auðlindum í framtíðinni. En við verðum að fara varlega í umgengni okkar við þessa auðlind eins og aðrar auðlindir okkar," sagði Valgerður.

Eigum að gera þá kröfu að þeir sem komast í miklar álnir eigi að sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu

Að sögn Valgerðar hafa mörg íslensk fyrirtæki náð framúrskarandi árangri á síðustu árum og margir Íslendingar hafa safnað meiri auði en áður eru dæmi um í Íslandssögunni.

„Í mínum huga er það alltaf fagnaðarefni þegar Íslendingar ná góðum árangri og góður árangur á viðskiptasviðinu er þar síst undanskilinn. En á sama tíma verðum við að undirstrika að velgengni fylgir líka ábyrgð. Við eigum að gera þá kröfu til þeirra einstaklinga sem komist hafa í miklar álnir að þeir sýni ábyrgð gagnvart samfélaginu og láti gott af sér leiða.

Í mínum huga felst samfélagsleg skylda fyrirtækja hins vegar ekki aðeins í því að leggja góðum málstað lið. Ég aðhyllist sjónarmið samvinnu og hef ekki kvikað frá þeirri sannfærinu minni að fyrirtækin í landinu mega ekki einblína um of á skammtímagróða, heldur á samfélagið allt heimtingu á að þau sýni ábyrgð í gjörðum sínum. Síðustu daga hefur kastljósið einmitt beinst að birgjum og heildsölum þar sem ýmsar upplýsingar benda til þess að birgjar hafi hækkað verðlag sitt. Vitanlega verða allir hlutaðeigandi að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að lækkuðu matvælaverði og berjast gegn verðbólgunni og ég hlýt að vekja heildsala og birgja til umhugsunar um ábyrgð þeirra," sagði Valgerður.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli