Frétt

mbl.is | 14.02.2007 | 11:59Heilsufar barna á Íslandi gott en 10% 15 ára unglinga finnst þau vera utangarðs

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kynnti í dag skýrslu um velferð barna og ungmenna í ríkustu löndum heims. Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF á Íslandi kemur fram að heilsufar barna og ungmenna á Íslandi sé gott og þá lendir Ísland í öðru sæti á eftir Svíum í þeim þætti skýrslunnar, sem ber yfirskriftina „An overview of child well-being in rich countries“. Þá segir að Ísland sé í meðallagi hvað varðar menntamál en athygli er vakin á því að um 10% 15 ára ungmenna á Íslandi séu einmana og finnast þau vera utangarðs í samfélaginu.

Skýrslan tekur tillit til sex þátta þegar velferð barna og ungmenna er mæld, þ.e. efnahagsleg gæði, heilsufar og öryggi, menntun, vina- og fjölskyldutengsl, áhættuhegðun og tilfinning ungmenna um eigin vellíðan. Þessir sex þættir gefa góða heildarmynd af lífi barna en ekki er hægt að dæma um velferð barna út frá aðeins einum þætti segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.

Skýrslan sýnir fram á að meðal allra 21 OECD landanna þurfi að gera breytingar og að ekkert landanna sé leiðandi í öllum sex þáttunum. „Öll löndin hafa einhverja veikleika sem verður að taka á,“ sagði Marta Santos Pais forstjóri Innocenti, rannsóknamiðstöð UNICEF, sem vann að gerð skýrslunnar. „Enginn einn þáttur gefur lýsandi dæmi um velferð barna í heild sinni og mörg OECD landanna standa sig mjög mismunandi eftir mismunandi þáttum.“

Lönd Norður-Evrópu standa sig vel

Samkvæmt skýrslunni standa lítil Norður-Evrópuríki sig best og eru efst á listum í helmingi þáttanna. Velferð barna rís því hæst í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Ísland stendur sig almennt vel líka, en tölulegum upplýsingum frá Íslandi er ábótavant í mörgum þáttum og er því staðan hér ekki sambærileg í öllum tilvikum.

Það eru engin tengsl milli heildarlandsframleiðslu á íbúa og velferðar barna. Í Tékklandi, til dæmis, er velferð barna meiri en í mörgum öðrum ríkari Evrópulöndum. Ekkert landanna er í þremur efstu sætunum í öllum sex þáttunum sem mældir voru.

Staða barna og ungmenna á Íslandi

Þar sem heilsufar barna og ungmenna var mælt er Ísland í öðru sæti á eftir Svíþjóð. Í þessum þætti skýrslunnar var tekið tillit til tíðni ungbarnadauða, hlutfalls barna sem fæðist undir meðalþyngd, bólusetningar barna gegn helstu barnasjúkdómunum og dauðsfalla vegna slysa, sára, morða eða sjálfsvíga. Norðurlöndin eru öll í tíu efstu sætum listans, en Bandaríkin og Nýja-Sjáland eru langt undir meðaltali.

Ísland er í efsta sæti yfir heilsu ungabarna og er með lægstu tíðni ungbarnadauða í heimi. Það sem dregur Ísland helst niður virðist vera bólusetningar, en þar er Ísland í 12. sæti. Bólusetningar geta sýnt fram á hversu vel er hugað að heilsugæslu ungra barna. Ísland er í 5. sæti yfir dauða vegna slysa og sára ungmenna undir 19 ára.

Þegar kemur að menntun er Ísland miðlungs, þ.e. hvorki fyrir ofan eða neðan meðallag. Þar var tekið tillit til læsi, stærðfræðigetu, vísindakunnátta, hlutfalls 15 til 19 ára ungmenna sem eru í skóla, hlutfall 15 til 19 ára sem eru ekki í skóla eða í annars konar þjálfun, og hlutfall þeirra 15 ára ungmenna sem búast við að fá starf sem krefst lítillar kunnáttu. Belgía er í efsta sæti, ásamt Kanada og Póllandi, en Portúgal, Ítalía og Austurríki raða sér í neðstu sætin.

Nokkuð vantar upp á tölur frá Íslandi í þeim þætti þar sem mæld voru vina- og fjölskyldutengsl. Þar kemur hins vegar í ljós að yfir 90% 15 ára ungmenna borða oft í viku (e. several times) með foreldrum sínum. Þar er Ísland í öðru sæti á eftir Ítalíu, sem er þekkt fyrir sterk fjölskyldutengsl. Hins vegar segjast aðeins um 44% 15 ára ungmenna að foreldrar þeirra setjist oft niður með þeim til að spjalla. Það gæti kannski útskýrt af hverju um 10% íslenskra ungmenna séu einmana og finnast þau utangarðs í samfélaginu. Í samanburði við mörg önnur lönd er þetta nokkuð hátt hlutfall þar eð önnur lönd eru nær 5% hlutfalli. Í þeim þætti voru ungmenni sjálf látin meta eigin vellíðan og voru þau spurð hvort þau væru sammála þremur fullyrðingum, þ.e. mér finnst ég skilin útundan, mér líður skringilega og utangarðs, og ég er einmana.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli