Frétt

bb.is | 13.02.2007 | 13:0070 ár liðin frá því Ísfirðingar fengu rafmagn úr Fossavatnsvirkjun

Mynd þessi var tekin í nóvember árið 1936 þegar beltisdráttarvél lagði af stað inn í Engidal með rafalinn í virkjunina. Ljósmyndir: M. Simson / Saga Ísafjarðar 4. bindi.
Mynd þessi var tekin í nóvember árið 1936 þegar beltisdráttarvél lagði af stað inn í Engidal með rafalinn í virkjunina. Ljósmyndir: M. Simson / Saga Ísafjarðar 4. bindi.
Vélar Fossárvirkjunar.
Vélar Fossárvirkjunar.
Vélar Fossárvirkjunar.
Vélar Fossárvirkjunar.
Vélar Fossárvirkjunar.
Vélar Fossárvirkjunar.

Í dag eru liðin 70 ár frá því Ísfirðingar fengu rafmagn úr Fossavatnsvirkjun. Framkvæmdir við virkjunina hófust í maí 1936, hún var prufukeyrð í byrjun febrúar, og skiluðu vélar þá 640 kW þótt vatnhverfill væri ekki fullnýttur. Þann 13. febrúar 1937 kl. 13 var straumi svo hleypt á rafveitukerfi Ísfirðinga, en áður hafði Raflýsingarfélag Ísafjarðar rekið hér díselstöð. Samkvæmt 4. bindi Sögu Ísafjarðar var Þórði Finnbogasyni, rafvirkjameistara frá Reykjavík, falið að leggja raflagnir í nánast hvert einasta hús í bænum, enda ekki nóg að virkja á fjöllum og reisa rafstöð. „Honum fórst það vel úr hendi, og er því var lokið keypti hann það, sem eftir var af efni, af kaupfélaginu og setti upp eigin rafvirkjaþjónustu“, segir í Sögu Ísafjarðar.

Í rafveitudagbók þann 13. febrúar fyrir 70 árum segir meðal annars um þá stund er rafmagni var hleypt á Ísafjörð: „Allir voru glaðir og hressir í huga og litu svo á að hin langþráða stund væri upp runnin“.

Mun Fossavélin í Engidal hafa keyrt í 582.000 klukkustundir og framleitt 200 gígawattsstundir. Frá 1. janúar árið 1978, er Orkubú Vestfjarða var stofnað, hefur hún framleitt 104 gígawattsstundir, en til samanburðar má geta að orkuþörf á veitusvæði OV var 240 gígawattsstundir árið 2005, en áðurnefnd díselvél Raflýsingarfélags Ísafjarðar gat framleitt heil 55 kílówött. Dugði sú orka einungis til að kveikja veikar tírur í húsum.

Eins og svo oft er um framkvæmdir af þessu tagi fór byggingarkostnaður Fossavatnsvirkjunar langt fram úr áætlun. Hækka þurfti stífluna við Fossavatn um þrjá metra, auk þess sem skurður úr vatninu gegnum klöpp varð mun dýpri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá var afl vélanna einnig aukið, og vatnsskortur á síðari hluta vetrar árið 1937 mun hafa valdið miklum erfiðleikum.

Guðmundur J. Hlíðdal framkvæmdi fyrsti könnun á virkjun Fossár í Engidal sumarið 1915 og lagði hann í framhaldinu til að þar yrði byggt 220 ha vatnsorkuver og lögð 6.000 volta raflína til Ísafjarðar. Árið 1927 var Eiríki Ormssyni svo falið að kanna nokkra virkjunarkosti og varð niðurstaðan sú að Ísafjarðarkaupstaður og Eyrarhreppur ákváðu að ráðast saman í byggingu Fossavatnsvirkjunar. Var Höskuldi Baldvinssyni, raffræðingi í Reykjavík, falið að hanna útboðslýsingu og voru tilboð opnuð í nóvember árið 1929. Sameiginlegri raflýsingarnefnd sveitarfélaganna leist svo best á tilboð áðurnefnds Eiríks Ormssonar.

Næstu árin fóru í að leita fjármagns til verksins, en það mun hafa verið nokkur þrautaganga. Loks fundust sænskir aðilar sem buðu nægilega greiðslufresti til að hefja mætti framkvæmdir. Þá var það einnig sænskt fyrirtæki, Skånska Cement Gjuteriet, sem lagði til almennt byggingarefni og reisti sjálft orkuverið.

Eins og áður segir hófst vinna við virkjunina vorið 1936 og var unnið samtímis á tveim stöðum, annars vegar uppi við Fossavatn þar sem 60-80 manna hópur mun hafa unnið að gerð stíflu og miðlunarlóns undir stjórn sænska verkstjórans Edlums, og niðri í Engidal þar sem minni hópur vann að byggingu stöðvarhússins. „Þar réði ríkjum sænski verkfræðingurinn Sven Weiner, sem sendur hafði verið hingað til lands af Skånska Cement Gjuteriet, en það fyrirtæki annaðist byggingu orkuversins. Fyrst í stað bjuggu verkamennirnir uppi við Fossavatn í tjöldum, en þeir sem voru niðri í dalnum gistu í hlöðunni í Neðri-Engidal. síðar voru íbúðarskálar reistir á báðum stöðum og mötuneyti sett á stofn, og var matur fluttur upp á fjallið á degi hverjum frá Efri-Engidal. Verkið sóttist vel og urðu engar verulegar tafir, ef undan er skilið, að um haustið 1936 gerði aftakaveður, og fauk þá m.a. smiðja, sem reist hafði verið uppi á fjallinu. Í þessu veðri, sem var hið sama og grandaði franska skipinu Pourqoui Pas?, voru verkamennirnir, sem höfðust við uppi á fjallinu, hætt komnir“, segir m.a. í Sögu Ísafjarðar.

Þá kemur fram að vatnsflötur Fossavatns liggur í 342,6 m hæð yfir sjávarmáli, en stöðvarhúsið er sjálft í aðeins 42 m hæð, og var fallhæðin því um 300 m.

Í 4. bindi Sögu Ísafjarðar segir m.a.: „Mörgum síðari tíma mönnum, sem alist hafa upp við gnótt rafmagns, mun veitast erfitt að skilja þær miklu breytingar, sem urðu á daglegu lífi Ísfirðinga, er rafmagnið frá nýja orkuverinu í Engidal barst til bæjarins. Vélarnar frá stöð Raflýsingarfélags Ísafjarðar framleiddu aðeins 55 kílóvött. Til hitunar og suðu notaði fólk kol. Nú urðu ljósin bæði fleiri og bjartari, rafmagn fékkst til matseldar að hluta, að nokkru til hitunar. Kolanotkun til húshitunar var þó enn almenn og hélst svo fram yfir 1960, er olían leysti kolin af hólmi. Eftir þetta áttu atvinnufyrirtæki einnig kost á rafmagni í ríkari mæli en fyrr og virðist einsýnt, að starfræksla hraðfrystihúsa, sem hófst skömmu eftir að rafstöðin í Engidal var tekin í notkun og enn verður frá sagt, hefði verið óhugsandi án hennar. Enn var þess þó langt að bíða að orkan úr Engidals fullnægði þörfum atvinnulífsins og fram yfir 1950 urðu frystihúsin að notast við eigin aflvélar að nokkru leyti.“

Þá kemur fram að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að orkuþörf bæjarins ykist jafn hratt og raunin varð, og að fljótlega hafi virkjunin verið orðin of lítil, en fljótlega var farið að huga að virkjun Nónhorns. Búnaður til þeirrar virkjunar var um borð í Goðafossi þegar honum var sökkt á Faxaflóa í nóvember 1944, og tafðist því bygging hennar um fáein misser og tók ekki til starfa fyrr en 1946.

Orkubú Vestfjarða hyggst hafa opinn dag í tilefni af þessum tímamótum, og verður hann sennilega í kringum mánaðamótin apríl-maí, en endanleg dagsetning hefur ekki verið afráðin. Þá verður bæjarbúum boðið að skoða virkjunina og þiggja veitingar.

eirikur@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli