Frétt

Leiðari 7. tbl. 2007 | 15.02.2007 | 09:47Íbúaþing Bolvíkinga

Bolvíkingar hafa ekki síður en fjölmargir aðrir íbúar sjávarplássa mátt súpa seyðið af byggðaþróuninni sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Þar að auki hafa þeir náttstað á þeim landshluta sem oftar en ekki hefur mátt ætla að stjórnvöld vissu lítið af nema þá helst á tyllidögum og því reglubundna tilfelli á fjögurra ára fresti, þegar liðsinnis þeirra hefur verið þörf til endurnýjunar setu útvaldra á valdastólum.

Ánægjulegt er hversu vel tókst til með íbúaþingið sem þeir efndu til á laugardaginn, ,,hversu mikil bjartsýni ríkti og hvað fólk var hugmyndaríkt og lét ekki fyrirframgerða þröskulda stöðva sig,“ að sögn Gríms Atlasonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem bætti við að ,,þrátt fyrir að flestar hugmyndirnar sem fram komu á þinginu hafi verið raunsæjar og jarðbundnar“ hafi líka komið fram skemmtilegar hugmyndir líkt og um geimvísindastöð á Bolafjalli og vatnsorgel á söndunum.

Ávinningurinn af íbúaþingi Bolvíkinga var ekki fyrirséður frekar samkomum á vegum sveitarfélaga almennt. Líkur eru þó á að það hafi aukið áhuga þeirra á annað hundrað Víkara sem sóttu samkomuna á umhverfi sínu og laðað fram vilja til að koma fram öðrum sjónarmiðum um framtíð sveitarfélagsins, en rúmast í kolli bæjarfulltrúanna. Það eitt út af fyrir sig er afar mikilvægt.

En hver sem uppskeran af íbúaþinginu kann að verða er fram líða stundir hafa Bolvíkingar, sem og Vestfirðingar allir, sérstaka ástæðu til að fagna þessa dagana. Í samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018, sem nú hefur verið lögð fram, er gert ráð fyrir að Óshlíðargöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur verði efst á lista fyrirhugaðra jarðganga á tímabilinu. Gangi þetta eftir með samþykkt Alþingis má orða það svo að áratuga baráttu Bolvíkinga við að rjúfa einangrun byggðarlagsins, með ásættanlegum hætti, ljúki um leið og göngin verða formlega opnuð.

Með jarðgöngum mill Ísafjarðar og Bolungarvíkur er stigið fyrra stóra skrefið í að tengja byggðarlögin á norðan verðum Vestfjörðum í eitt atvinnu- og menningarsvæði. Seinna skrefið eru jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Jarðgöngin milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur varða ekki einungis hag Bolvíkinga heldur opnast með þeim sameiginleg sóknarfæri sveitarfélaganna sem þau tengja; sóknarfæri sem fram til þessa hafa ekki verið nýtanleg.

Þorrinn kveður á sunnudaginn. Bolvíkingar hafa mátt þreyja margan Þorrann án þess að örlaði á úrbótum sem færðu þeim öryggi í samgöngum við önnur byggðarlög. Mál var að linnti.
s.h.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli