Frétt

| 13.07.2000 | 10:19Í leit að framtíð

Alla þá öld, sem senn er liðin, hafa framfarir verið miklar á Íslandi. Byggð í landinu hefur tekið stakkaskiptum. Nú, við komandi aldamót, búa nærri eitt hundrað þúsund fleiri íbúar í Stór-Reykjavík en bjuggu á landinu öllu fyrir einni öld. En fleira kemur til. Í borginni fyrir sunnan býr nú meirihluti íbúa lýðveldisins Íslands, sem er einsdæmi í heiminum. Vart verður fundið þjóðríki, sem á jafn stórt land og Ísland er, þar sem þannig háttar til, að mikill meirihluti þegnanna búi í höfuðborginni. Af um það bil tvö hundruð og áttatíu þúsund íbúum landsins eru aðeins um eitt hundrað þúsund búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Mjög er rætt um vanda landsbyggðarinnar, sem í raun er fólginn í því, að fólk vill ekki búa þar. Þessi fullyrðing kann að virðast nokkuð hranaleg. En í sinni einföldustu mynd er vandinn sá, að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar vill búa annars staðar og lætur þá löngun rætast. Í hverjum mánuði flytja hundruð manna af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, hvort heldur er til Reykjvíkur
sjálfrar eða í nágrannabæina.

Flestum eru ljósir þeir fjölmörgu ókostir sem eru samfara þessari þróun. Samt virðist henni ekki verða snúið við. Fyrir þrettán árum hélt Samband íslenskra sveitarfélaga fund á Selfossi. Þar komu fulltrúar byggðasviðs Byggðastofnunar fram með hugmynd um kjarnabyggð hvers landshluta. Sveitarfélög á Íslandi voru þá um tvö hundruð og tuttugu talsins. Flest mjög fámenn. Almenn andstaða var við þessa ágætu hugmynd meðal flestra fulltrúa, einkum smærri sveitarfélaganna. Skortur á framtíðarsýn er helsti óvinur talsmanna landsbyggðarinnar. Annar erfiður óvinur er tregðan til að leggja í stefnumörkun og þá vinnu sem fylgir. Gefum okkur að stjórnmálamenn, alþingismenn og kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hafi raunverulegan áhuga og trú á framtíð byggðar utan höfuðborgarinnar.

Hvert stefna þeir? Hvað vilja pólitíkusarnir? Hvað vilja íbúarnir? Sú pólitík sem rekin hefur verið í byggðamálum hefur ekki gagnast. Íbúarnir halda áfram að greiða atkvæði með fótunum og flytja suður. Kannski er það í lagi og þó. Væri almenn samstaða um þá skoðun þá væri engin umræða um byggðavanda. Tilvist umræðunnar segir söguna eins og er. Stjórnmálamenn og íbúar eru ekki sáttir við þróunina. Annað tveggja verður að gerast: Hemja verður fólksflóttann eða fá þjóðina til þess að sættast á áframahaldandi fólksflutninga með þeim kostum og göllum, sem fylgja. Fyrsta skrefið í leit að framtíðarsýn og nýrri framtíð er að þjóðin svari spurningunum hér að framan. Þótt óviðeigandi sé að nefna eina staðreynd hér, skal það samt gert. Reykjavík og nágrenni búa við ógn af jarðskjálftum og eldgosum. Sem betur fer eru mannvirki sterk og vel byggð. En komi eitthvað alvarlegt fyrir, hvert fara þá íbúar höfuðborgarinnar? Og hvaða framtíð viljum við á Íslandi, land eða eina borg?

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli