Frétt

Karl V. Matthíasson | 11.02.2007 | 19:10Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás?

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.
Þeim fyrirtækjum fjölgar sem gera upp í evrum. Hver er ástæðan? Þær eru eflaust margar. Ég þekki mann sem rekur fyrirtæki. Hann sagði, að það myndi aldrei hvarfla að sér að taka „íslenskt lán“ vegna þess að það íslenska væri mun dýrara og mikli óvissa er því fylgdi. Hann tekur lán sín í evrum. Hann er ekki sá eini og sífellt eru lögð fram dæmi um að verðbótalánin séu mund dýrari en lán í erlendri mynt. Enda er það svo að fleiri og fleiri flýja krónuna. Sumir eru svo heppnir að geta hoppað á milli mynta þegar þeim hentar aðrir eru fastir í verðbótunum.

Og það er allur almenningur sem hefur tekið lán til að borga húsnæði sitt. Það fólk sér höfuðstólinn hækka og hækka á lánum sínum án þess að laun þess hækki sem nokkru nemur. Það er varnarlaust og það má finna fyrir síhækkandi vöxtum. (Reyndar ætlar Seðlabankinn að bíða með að hækka vextina enn frekar, kannski til 13. maí) Stjórnvöldin frá Seðlabanka niður í forsætisráðuneyti hafa hingað til haft þá einu lausn að hækka vextina til varnar verðbólgunni, það felur í sér auknar álögur á heimilin í landinu og enn meiri gróða fyrir bankana. Meira að sega Björgólfi sem á Landsbankann er nóg boðið, enda á hann sjálfur reynslu um að vera aðþrengdur og ég held að hann skilji betur kjör alþýðunnar en ýmsir þeir sem hafa allan sinn aldur alist upp við feiti og ket.

Einn seðlabankastjóranna lét að því liggja í fréttunum í dag að Straumur Burðarás færi á skjön við lögin með því að gera upp í evrum. Það var aðalmálið hjá honum en ekki vangaveltan um það hvers vegna Straumur Burðarás færi þess leið. Í framhaldi af þessum orðum má spyrja ótal spurninga eins og til dæmis:

1. Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás eða framsóknarráðuneytinu sem gaf leyfi fyrir þessu?
2 Af hverju gerir Straumur Burðarás upp í evrum?
3. Munu aðrir bankar gera upp í evrum innan tíðar?
4. Munu enn fleiri fyrirtæki gera upp erlendri mynt eða evrum fyrir reikningsárið 2007, en nú er? (Tæplega 170 gera svo fyrir árið 2006 langflest í dollurum, 1/3 í evrum og afgangurinn í annarri mynt)

Kalli Matt.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli