Frétt

bb.is | 09.02.2007 | 09:57„Fasteignaskattur er mikilvægur tekjustofn fyrir sveitarfélagið“

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda voru sendir út í gær, og ekki er laust við að orðið hafi vart við kurr meðal bæjarbúa sökum hækkana. Eins og áður hefur verið sagt frá á bb.is hækkuðu fasteignaskattar um 15%, að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati, holræsagjöld hækkuðu um 30% og sorphirðu- og sorpeyðingargjöld um 45%, en íbúar Ísafjarðarbæjar greiddu áður 20.000 kr. í sorpeyðingar- og sorphirðugjöld en greiða nú 29.000 krónur og eru þau hvergi hærri á landinu öllu. Fasteignamat á Ísafirði hækkaði um 10% á Ísafirði, en ekkert í öðrum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, er mjög misjafnt hversu mikil hækkun fasteignagjalda er eftir tegund húss og staðsetningu. „Bæjarstjórn samþykkti hækkun á álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis úr 1,49% í 1,6%, og hækkun á íbúðir úr 0,43% í 0,45%“, segir Halldór. „Mesta hækkunin tengist sorphirðu og sorpeyðingu, en þau gjöld hækka úr 20 þúsund í 29 þúsund á íbúð.“

Halldór segir að ekki sé hægt að alhæfa um hækkanir út frá einu húsi, en skýtur á að hækkanir í sveitarfélaginu séu á bilinu 8-20%. „Það má heldur ekki gleyma því að fasteignaskattur er mikilvægur tekjustofn fyrir sveitarfélagið. Þessar hækkanir taka mið af því hvaða tekjur sveitarfélagið þarf til að standa undir þjónustu“, segir Halldór. Þá nefnir hann að markmiðið, samkvæmt stefnuræðu hans, sé t.d. að láta sorpeyðingarstöðina Funa standa undir sér. „Við höfum ekki stigið það skref“, segir Halldór. Eins og áður segir er þetta þrátt fyrir 45% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi. Segir Halldór að einungis hafi orðið vísitöluhækkanir á kostnaði við sorphirðu.

Þá segir Halldór að verið sé að taka upp nýtt kerfi við skráningu fasteigna, svonefnda landsskrá fasteigna, og hafi það nokkrar breytingar í för með sér. „Nú verða öll sveitarfélög í sama kerfinu og reglur hafa verið samræmdar á landsvísu, sem hefur eðlilega í för með sér töluverðar breytingar“, segir Halldór. „Sumir eiga kannski húsnæði sem áður hefur ekki verið flokkað sem atvinnuhúsnæði, en er það nú, og svo framvegis“.

Halldór segir að hann hafi gert óformlegan samanburð á sínu eigin húsi og sambærilegu húsi í Garðabæ, og komist að því að í Garðabæ myndi hann greiða 70 þúsund krónum meira á ári, því þó álagningarprósentan sé lægri sé fasteignaverð mun hærra. „Það er mikilvægt að átta sig á því að þó álagningarprósentan sé lægri á höfuðborgarsvæðinu, þá er 16 milljón króna íbúð á Ísafirði ekki það sama og 16 milljón króna íbúð í Reykjavík“, segir Halldór.

Í árbók sveitarfélaga kemur m.a. fram að álagning á íbúa árið 2006 á Ísafirði var rétt tæpar 31 þúsund krónur, en sama tala á höfuðborgarsvæðinu var tæplega 70 þúsund krónur. „Fasteignaverð hefur hækkað það mikið á höfuðborgarsvæðinu að þau geta leyft sér að hækka prósentuna. Við myndum að sjálfsögðu vilja það, en höfum ekki getað farið þá leið“, segir Halldór. Þá vill hann minna á að afslættir eru á fasteignaskatti fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

Eins og áður segir telur Halldór að hækkun fasteignagjalda sé á bilinu 8-20% eftir því um hvers lags hús er að ræða. Segir Halldór að slíkar hækkanir séu þó ekki lýsandi fyrir það sem gerist á hverju ári. „Ef við tækjum síðustu sex ár, hvaða hækkanir hafa orðið, þá eru þær auðvitað miklu lægri per ár. Við höfum ekki hækkað gjöldin svona á hverju ári. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignamatið hér hefur hækkað miklu minna en í þeim sveitarfélögum sem fólk vill bera sig saman við, sem er auðvitað fyrst og síðast höfuðborgarsvæðið.“

eirikur@bb.isbb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli