Frétt

bb.is | 08.02.2007 | 15:18Kristinn H. úr Framsókn í Frjálslynda flokkinn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Kristinn H. Gunnarsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og ætlar að ganga í Frjálslynda flokkinn. Gerðist þetta fyrr í dag og lætur Kristinn í kjölfarið af trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í þingnefndum og hefur hann óskað eftir því að vera leystur frá störfum sem formaður stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins. „Jafnframt læt ég af stuðningi við ríkisstjórnina og mun skipa mér á bekk með stjórnarandstöðunni á Alþingi“, segir í yfirlýsingu Kristins. Þá segir einnig: „ Frjálslyndi flokkurinn er að mörgu leyti með svipaðar áherslur og er að finna í stefnuskrá Framsóknarflokksins og hefur markað sér stað sem frjálslyndur og umbótasinnaður flokkur milli þeirra flokka sem eru til hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum.“ Mun Kristinn ræða við forystumenn í Frjálslynda flokknum á næstu dögum. Yfirlýsing Kristins fer í heild sinni hér að neðan:

„Fyrr í dag sagði ég mig formlega úr Framsóknarflokknum og þar með þingflokki Framsóknarflokksins. Um leið læt ég af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í þingnefndum og hef óskað eftir því við heilbrigðisráðherra að vera leystur frá störfum sem formaður stjórnar Tryggingarstofnunar ríkisins. Jafnframt læt ég af stuðningi við ríkisstjórnina og mun skipa mér á bekk með stjórnarandstöðunni á Alþingi.

Ég hef verið gagnrýninn á ýmislegt sem flokkurinn hefur staðið að á kjörtímabilinu og tel að vikið hafi verulega frá hefðbundinni stefnu flokksins. Því má helst lýsa þannig að manngildið hafi mátt þoka fyrir auðgildinu. Ríkisfyrirtæki í fákeppnisumhverfi hafa verið einkavædd án þess að tryggja nægjanlega samkeppni eða viðunandi þjónustu, víðtækar skattalækkanir hafa verið framkvæmdar þannig að misréttið hefur fremur aukist en hitt, eins og viðvarandi óánægja með kjör aldraðra og öryrkja ber glöggt vitni um.

Fyrir utan uppbyggingu stóriðju hefur verið viðvarandi áhuga- og árangursleysi hjá forystu Framsóknarflokksins í málefnum landsbyggðarinnar og verður ekki séð að nokkurra breytinga til bóta sé að vænta.

Þegar við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn vinnur gegn samþykktri stefnu í málefnum Ríkisútvarpsins með því að knýja fram hlutafélagavæðingu þess og fellur frá því að efna ákvæði stjórnarsáttmálans og eigin samþykktar um það að setja í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þá er lengra gengið en ég get unað við og læt því lokið samfylgd minni og flokksins.

Við þessi tímamót vil ég færa fyrrum félögum mínum bestu þakkir fyrir samstarfið og óska þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Innan Framsóknarflokksins eru margir sem hafa stutt dyggilega við bakið á mér á undanförnum árum, þótt því sé ekki á leyna að margir hafa þegar sagt skilið við flokkinn, þeim verð ég ævinlega þakklátur og vonast til þess að geta haldið áfram að vinna í þeirra þágu þótt á öðrum vettvangi verði.

Framundan eru Alþingiskosningar og þar vil ég vinna að auknu jafnrétti, bættum kjörum aldraðara og öryrkja og sérstöku átaki til þess að styrkja byggð um land allt. Á næsta kjörtímabili verður það eitt af höfuðmálunum að vinna að því að arðurinn af auðlindum lands og sjávar verði nýttur í almannaþágu og bæti lífskjör fólks um land allt. Til þess að svo verði verður að fella núverandi ríkisstjórn frá völdum og það er höfuðábyrgð stjórnarandstöðunnar að mynda nýja ríkisstjórn, sem endurspeglar framangreindar áherslur.

Allar mælingar sýna að því aðeins mun stjórnarandstaðan ná þingmeirihluta að Frjálslyndi flokkurinn fái góða kosningu. Stjórnarflokkarnir munu því beina spjótum sínum fyrst og fremst að honum. Þar liggja helstu átakalínur í stjórnmálunum fyrir þessar Alþingiskosningar.

Frjálslyndi flokkurinn er að mörgu leyti með svipaðar áherslur og er að finna í stefnuskrá Framsóknarflokksins og hefur markað sér stað sem frjálslyndur og umbótasinnaður flokkur milli þeirra flokka sem eru til hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum.

Ég hef ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og mun á næstu dögum ræða við forystumenn flokksins þar um.“

eirikur@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli