Frétt

visir.is | 08.02.2007 | 15:07Þátttakendur í X-Factor vekja athygli

Úrslitakeppnin er komið á fulla ferð og má með sanni segja að X-Factor-æðið sé hafið fyrir alvöru. Það kom mörgum á óvart þegar systkinin Hans Júlíus og Ásdís Rósa Þórðarbörn, sem skipa dúettinn Já, féllu úr keppni í síðasta þætti, sérstaklega í ljósi þess að dómararnir höfði verið á einu máli um og haft sérstaklega á orði í fyrsta þættinum hversu miklir listamenn þau væru og að þau hefðu þá staðið sig einna best af öllum. En af því má draga þann lærdóm að fyrri frammistaða skiptir litlu þegar á hólminn er komið, auk þess sem öllu máli skiptir fyrir áhorfendur að vera virkir og taka þátt í símakosningunni ef þeir vilja hafa bein áhrif á úrslitin og framvinduna í X-Factor.

Í samkeppninni milli dómaranna er staðan sú að Ellý og Palli hafa nú bæði misst eitt atriði úr sínum hópum og aðeins Einar stendur eftir með öll sín atriði. Tæpt var það þó því Alan lenti meðal tveggja neðstu atriðanna í síðasta þætti og þurfti á liðsinni Ellýjar að halda - sem valdi að gefa honum annað tækifæri, framyfir dúettinn Já. Pressan er því mikil á hinum geðþekka bandaríska söngvara sem búsettur hefur verið á Íslandi í þrjú ár, að standa sig og endurgjalda Ellý traustið sem hún og Einar bera til hans, ein Einar fullyrti að þar færi hæfileikamaður á heimsmælikvarða.

Og sumir keppendur hafa reyndar nú þegar náð athygli víðar en hér á landi. Í vikunni komst það í fréttir að Jógvan hinn færeyski sé að slá rækilega í gegn í heimalandinu og að þar sé farið af stað einskonar Jógvan-æði, í líkingu við Magna-æðið, jafnvel þótt þættirnir séu ekki í sýningum í færeysku sjónvarpi. Færeyingar fylgjast að sögn grannt með gengi síns manns og verður spennandi að sjá hvar sá áhugi endar ef Jógvan kemst lengra og jafnvel alla leið í keppninni ... Hægt og bítandi spyrst það svo út til heimalanda hinna "útlendinganna" í keppninni, Johonnu hinnar sænsku, og Alans hins bandaríska, að landi þeirra sé að brillera í íslenska X-Factornum og verður þá spennandi að fylgjast með hvernig því verður gerð skil í þarlendum fjölmiðlum.

Eitt atriði fellur úr keppni í hverjum þætti, allt þar til yfir líkur að eitt stendur eftir sem sigurvegari keppninnar; sá flytjandi sem talinn hefur x-faktorinn eftirsótta.

Það sem keppendur þurfa að gera er að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar, því það er á valdi sjónvarpsáhorfenda að velja þá sem best stóðu sig, með því að greiða þeim atkvæði í símakosningu. Þeir tveir keppendur sem fæst atkvæði fá í símakosningunni þurfa svo að syngja aftur í þættinum til að bjarga lífi sínu og sannfæra dómarana um að þeir eigi skilið að halda áfram. Það kemur því í hlut dómaranna að skera úr um að endanum hver fer heim hverju sinni.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli