Frétt

mbl.is | 08.02.2007 | 13:06Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Sextán ára gamall piltur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald ákærða sem hann hefur sætt frá 5. september 2006. Pilturinn veittist að karlmanni, vopnaður hnífi, á bifreiðastæði við Skautahöllina, Engjavegi 6 í Reykjavík. Mennirnir höfðu kynnst á netinu en pilturinn greindi frá því við yfirheyrslur að hann hefði farið inn á netið til að kynnast manni með það í huga að drepa einhvern. Hann hafi reynt að kynnast samkynhneigðum manni þar sem auðveldara væri að fá að hitta slíkan mann.

Pilturinn skýrði frá því að hann hefði hitt manninn þrisvar. Fyrst við heimili ákærða þar sem þeir hefðu rétt talað saman. Síðan hefði hann farið kvöldið áður á rúntinn með manninum og hann tekið hnífinn með sér til að drepa hann. Þeir hefðu ekið í Laugardalinn og stoppað við Skautahöllina og þar hafi hann farið út að reykja. Þá hafi maðurinn farið út að kasta af sér vatni. Hann hefði þá læðst aftan að manninum og stungið hann í bakið. Kvað hann manninn hafa litið við og hann þá tekið á rás og hlaupið burt. Hann hefði gengið að heimili sínu og séð þar lögreglu og reynt að koma sér undan handtöku.

Aðspurður sagði hann það hafa verið sinn vilja og að sig hafi langað til að prófa að drepa og maðurinn hafi verið sá fyrsti sem hann fann.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að pilturinn sætti geðrannsókn á rannsóknarstigi málsins og síðan voru dómkvaddir matsmenn kvaddir til að framkvæma geðrannsókn á piltinum og meta sakhæfi hans. Samkvæmt niðurstöðu þeirra er pilturinn sakhæfur. Matsmennirnir telja hins vegar að refsing geti ekki borið árangur. Er það rökstutt í fyrsta lagi með því að þrátt fyrir að refsing hafi vissan fælingarmátt sé sá þáttur þegar kominn fram með gæsluvarðhalds­vist hans. Í öðru lagi muni fangelsisrefsing ekki bjóða upp á þá meðferð sem pilturinn þurfi á að halda og í þriðja lagi sé hætta á því að samvist við fanga í fíkniefnum og afbrotum hafi skaðleg áhrif á ómótaðan huga hans.

Í matsgerðinni er gerð grein fyrir því að pilturinn eigi við málþroskaröskun að stríða og hafi átt í námserfiðleikum og erfiðleikum í félagslegum samskiptum. Hann virðist hafa átt fáa vini og orðið fyrir einelti, þó hann hafi sjálfur gert lítið úr slíku. Þá hafi hann einangrað sig frá fjölskyldu sinni og verið í litlum tengslum við hana. Hann hafi haldið sig inni í herbergi sínu og nánast aldrei borðað með fjölskyldu sinni frá 14 ára aldri.

Pilturinn á að baki minni háttar sögu um afbrot, innbrot og þjófnaði. Niðurstöður greindarprófs sýna heildartölu greindar 73 stig. Samkvæmt matsgerðinni telst þetta vera jaðargreind og á jaðri þess að um fötlun vegna greindarskerðingar sé að ræða. Hins vegar rúmast það innan meðalgreindar sem er allt frá 70 til 130 stigum. Þá greinist pilturinn með nokkur einhverfueinkenni en uppfyllir ekki greiningarskilmerki fyrir einhverfu. Hann greinist með hegðunarröskun. Í matsgerðinni segir að það sé áhyggjuefni að verknaður piltsins sé án sjáanlegs tilgangs, þótt reynt hafi verið að varpa ljósi á hvatir hans með vísan til þessara andlegu annmarka, og atvikið sé í raun óskiljanlegt. Hann hafi ekki sýnt nein veruleg merki iðrunar en ætli ekki að gera svona aftur vegna frelsisskerðingarinnar, að því er segir í dómsorði héraðsdóms.

Pilturinn er fæddur árið 1990. Segir í dómi héraðsdóms að við ákvörðun refsingar verður að líta til þess hversu ungur hann er að aldri. Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður sætt refsingu. Þá hefur hann játað brot sitt og skýrt hreinskilnislega frá atvikum. Er þetta virt honum til refsilækkunar. Á móti kemur að hann hefur gerst sekur um fólskulega tilraun til manndráps. Atlaga hans var stórhættuleg og hending ein að ekki hlaust bani af. Hefur verknaðurinn haft miklar afleiðingar á líf fórnarlambs hans. Aðdragandi brots piltsins ber vott um einbeittan brotavilja. Hann hefur ekki alveg getað útskýrt hvatir sínar að baki verknaðinum og af hverju hann hafi langað til að drepa mann. Fyrir dómi taldi hann að löngun sín til að drepa mann gæti tengst bíómyndum. Með geðrannsókn sem pilturinn sætti var reynt að varpa ljósi á hvað bjó að baki verknaðinum en atvikið er í raun talið óskiljanlegt. Með hliðsjón af áliti matsmanna um hagi ákærða, vanþroska hans og ungs aldurs, verður að telja að mjög löng refsing sé drengnum skaðleg. Að öllu þessu virtu og með vísan til almennra hegningarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 4 ár. Er piltinum jafnframt gert að greiða fórnarlambinu sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli