Frétt

bb.is | 08.02.2007 | 13:00Sýknaður af að hafa sett „fúabrak“ á áramótabrennu

Fúabrakið fór í brennuna á Hauganesi.
Fúabrakið fór í brennuna á Hauganesi.

Sigurður Sveinsson frá Góustöðum hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af kæru fyrir eignaspjöll, með því að hafa einhvern tíma í desember 2003, sem ábyrgðarmaður áramótabrennu á Hauganesi, Skutulsfirði, í heimildarleysi látið færa bátinn Ingu Hrönn ÍS-100, eign Hannesar Hvanndal Arnórssonar, af geymslusvæði við Ísafjarðarhöfn á Hauganes þar sem báturinn var notaður sem efniviður í brennu og hann brenndur 31. desember 2003. Sigurður var sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, 186.750 krónur.

Upplýst er að Sigurður var ábyrgðarmaður áramótabrennunnar og að báturinn Inga Hrönn ÍS-100 var notaður sem efniviður í brennuna. Hannes Hvanndal Arnórsson og Þórður G. Hilmarsson eignuðust bátinn í maí árið 2000. Hannes Hvanndal keypti síðan eignarhluta Þórðar á uppboði árið 2002 og varð við þau kaup eini eigandi bátsins. Taldi Sigurður að Þórður væri eigandi bátsins þegar hann veitti Sigurði heimild til að setja bátinn á brennuna.

Þá segir í dómnum: „Að virtum framburði ákærða og með vísan til álits síðastnefndra þriggja vitna, þess efnis að báturinn hafi verið með öllu ónýtur er hann var brenndur, þykir ósannað að tilgangur ákærða með þeirri háttsemi, sem í ákæru er lýst, hafi beinlínis verið sá að ónýta eða skemma Ingu Hrönn ÍS-100 eða svipta eiganda bátsins honum, ellegar að hann hafi talið nefndar afleiðingar háttseminnar óhjákvæmilegar. Með sömu rökum verður einnig talið ósannað að ákærði hafi álitið yfirgnæfandi líkur á því að af háttsemi hans leiddi að Inga Hrönn ÍS-100 ónýttist eða skemmdist eða eigandi bátsins yrði sviptur honum, en hvað síðastgreinda atriðið varðar verður ennfremur til þess að líta að af framburði þeirra Guðmundar, Theódórs og Þorbjörns, sem og vætti Hannesar Hvanndal Arnórssonar og Þórðar G. Hilmarssonar, má ráða að þegar báturinn var brenndur höfðu eigendur hans lítið sem ekkert hugsað um hann í hartnær þrjú ár og báturinn meðal annars verið látinn liggja án eftirlits í Ísafjarðarhöfn svo mánuðum skipti. Að endingu þykir ákæruvaldinu heldur ekki hafa tekist að færa fyrir því sönnur að ákærði hafi látið sér í léttu rúmi liggja að fyrrnefndar afleiðingar leiddi af háttsemi hans.“

Í dómnum koma fram afdráttarlausir framburðir vitnanna Guðmundar M. Kristjánssonar, Theódórs Theódórssonar og Þorbjörns Steingrímssonar þess efnis að báturinn hafi verið með öllu ónýtur er hann var færður á Hauganes, og var hann af tveimur vitnum kallaður „fúabrak“. Fullyrtu Guðmundur og Þorbjörn jafnframt að engin tæki hefðu verið eftir í bátnum.

Dóminn má lesa í heild sinni á heimasíðu Héraðsdóms Vestfjarða.

eirikur@bb.isbb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli