Frétt

Stakkur 6. tbl. 2007 | 08.02.2007 | 08:55Grænna hinu megin?

Hvar standa Vestfirðir og Vestfirðingar á hagrænum mælikvarða? Hagvöxtur er stika sem mælir vöxt enahagslífsins. Nú hafa verið birtar tölur sem sýna að Vestfirðir sem landshluti hafi búið við lakari hagvöxt en aðrir hlutar Íslands að fráteknu því svæði sem kennt er við Norðurland vestra. Þar mun ástandið vera svipað og hér. Samhengi virðist nokkuð glöggt milli gangs efnahags og fólksfjölda. Þessir tveir hlutar Íslands hafa tapað í baráttunni um að halda íbúum. Heldur hefur fækkað og hvert stefnir nú.

Tölur eru ágætar og sérdeilis góðar til samanburðar. Sumir vilja meina að tölur séu hagstæðar til að hagræða sannleikanum. En í þessu tilviki koma þær heim og saman við það sem hefur verið að gerast. Íbúum fækkar jafnt og þétt á Vestfjörðum. Svo djúpt erum við sokkin að við gleðjumst þegar íbúum fækkar hlutfallslega minna eitt árið en árið á undan. Á sama tíma spyr þingmannsefni ráðherra að því af hverju Vestfirðingum fækki. Svarið getur hvorki verið langsótt né flókið. Auðvitað fækkar þeim vegna þess að fólk flytur burt, færri börn fæðast og það koma ekki nógu margir til að fylla í skörð sem verða til þegar fólk tekur pokann sinn og heldur á nýjar lendur.

Ef til vill hefði verið nær að spyrja hvers vegna fjölgar Vestfirðingum ekki? Svar hefði orðið hið sama. En hvað er þá hægt að gera til þess að snúa vörn í sókn? Torsóttara kann að vera að finna svörin við þeirri spurningu. Verra er reyndar að ekki virðist þau að finna í stefnuskrám stjórnmálaflokka og þingframboða og hallar þar hvorki á ráðherra né þingmannsefni. Stundum þætti okkur betra sauðsvörtum almúganum að fá einhverja línu frá þeim sem vilja fá okkur til að greiða þeim atkvæði. Eitt er þó víst að grafalvarlegt er að sjá þróunina og flestum skynugum mönnum bregður ekki við samhengið milli vaxtar efnahagslífs og fólksfjölgunar.

Það er ekki alltaf út í hött að mörgum þyki grasið grænna hinu megin girðingar og það eru ekki bara skepnurnar sem taka eftir því og leita í grösugri haga. Það gerir fólkið líka enda vilja flestir tryggja hag sinn og sinna til að komast betur af en þeir gera. Þannig er mannlegt eðli. Búast má við því að fréttir af slöku gengi efnhagslífsins, framleiðslu á Vestfjörðum, kunni að ýta undir einhverja að leita gösugri haga. Hitt gerist vonandi líka að samstaða myndist um það að leita nýrra leiða til að efla hagvöxt á Vestfjörðum. Þá er afar mikilvægt að muna að hversu góð sem ferðaþjónusta kann að reynast, þá mun hún ekki reynast sú lausn sem margir vonast eftir. Fleira þarf til. Vilji Vestfirðingar sniðganga stóriðju getur verið þrautin þyngri að finna leið. Hátækni er oft nefnd í þessu samhengi en dugar ekki til nema að svo vel heppnist að skapa fjölbreytni og efla byggð með fleira fólki. Þeir sem stunda hátækni, upplýsingatækni og allt sem til þarf vilja vera innan um sína líka. Fjölbreytni er skilyrði vænlegs mannlífs.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli