Frétt

Úlfar B. Thoroddsen | 08.02.2007 | 09:46Göng undir Kollafjarðarheiði þrautarlending

Úlfar B. Thoroddsen.
Úlfar B. Thoroddsen.
Nokkurt fjör hefur færst í umfjöllun um vestfirsk vegamál og innbyrðis vegtengingu Vestfjarða eftir að greinin Vilja göng frá Kollafirði til Ísafjarðar birtist í BB en ég er einn þeirra sem tengist málinu. Eftir birtingu greinarinnar hafa sumir gengið svo langt að saka okkur um að efna til ágreinings um samstöðu í vestfirskum vegamálum á viðkvæmum tíma. Nú. Ef ekki þarf meira til í þessum efnum þá er umfjöllun um vegtengingu milli byggða á Vestfjörðum og samstaða á afar veikum grunni að mínu mati og fyllsta þörf hefði verið að fara ítarlegar í viðfangsefnið og það er reyndar nokkur tími afgangs í það. Hingað til hef ég ekki tekið þátt í ritaðri umfjöllun um vegamál á Vestfjörðum en lýst skoðun minni á fundum og málþingum um vegamál í Vesturbyggð. Þeir sem mig þekkja vita hverjar skoðanir mínar eru í þessum efnum. Ætla ég hér í þessari grein að gera grein fyrir þeim í stuttu máli.

• Ég styð eindregið uppbyggingu vegar frá Patreksfirði um svokallaða B-leið í Reykhólasveit og hef gagnrýnt seinaganginn í framkvæmdum og sífelda frestun og m.a. á kostnað framkvæmda í Ísafjarðardjúpi.

• Ég styð eindregið áætlunarbundnar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð og vænti mikils af þeim samgönguþætti í framtíðinni enda tengist hann öryggi svæðisins.

• Ég tel og hef talið heppilegustu vegtenginguna frá V- Barðastrandarsýslu við aðra hluta Vestfjarða um göng undir Dynjandisheiði og göng undir Hrafnseyrarheiði.

Þótt göng undir Dynjandisheiði megi teljast besta lausnin þá stendur það eftir hvernig veglagningu verður háttað í Vatnsdal á Barðaströnd og hvaða umhverfisspjöll teljast ásættanleg. Röskun lands og umhverfis gegnum Teigsskóg er sem sandkorn miðað við það sem myndi gerast í Vatnsdal á Barðaströnd.

Ég trúi því einfaldlega ekki í ljósi almennrar afstöðu til umhverfismála, lögmáls fjárskorts og margþættra og flæktra pólitískra tregðulögmála að stjórnvöld muni ráðast í um 13 km gangagerð undir Dynjandisheiði sem ætla má að kosti um kr. 7-9 miljarða með tilheyrandi vegagerð og umhverfisröskun um Vatnsdal á Barðaströnd. Hins vegar tel ég að ráðist verði í gangagerð undir Hrafnseyrarheiði og vegur endurlagður yfir Dynjandisheiði. Göngin ásamt tengingum munu kosta um 3.6 miljarða og lagður verður 1 til 1.5 miljarður í fjallveginn. Lengra verður ekki komist og við Vestfirðingar verðum að sætta okkur við þá niðurstöðu. Sætta Vestfirðingar sig við þessa lausn? Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu. Hún breytir ekki veðurfari á Dynjandisheiði en veðurfarið á heiðinni er og verður þar versti og samfelldasti og hættulegasti farartálminn um 8 til 9 mánuði hvert ár. Sem þrautarlendingu styð ég vegtengingu og göng milli Skálmarfjarðar og/eða Kollafjarðar og Ísafjarðar og tel þá lausn hafa ýmsa kosti en jafnframt ókosti með tilliti til vegalengda fyrir íbúa í vesturbyggðum Barðastrandarsýslu. Kostirnir felast einkum í legu vegarins um láglendi og því öryggi sem af þeirri legu leiðir og met ég það margfalt á við afar viðsjárverða fjallaleið um Dynjandisheiði. Hver sem niðurstaðan verður í vegtengingu suðurs- og norðurssvæðis Vestfjarða vona ég það að sú tenging styrki tengslin innbyrðis og samheldnina og verði til eflingar byggðunum á öllum sviðum.

Greinarhöfundur er áhugamaður um náttúru, mannlíf, menningu og búsetu í vesturbyggðum Barðastrandarsýslu. Hann trúir því að þar megi lifa góðu og farsælu lífi og þar sé unnt að vera í nánum tengslum við það sem er að gerast út í hinum stóra heimi en samt nógu fjarri til að hafa tök á því að greina hið eftirsóknarverða og hagnýta sem berst að í flaumi hnattvæðingar.

Patreksfirði 6. febrúar 2007,
Úlfar B. Thoroddsen.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli