Frétt

mbl.is | 11.04.2002 | 09:41Ríkisábyrgðir 571 milljarður í lok árs

Um síðustu áramót námu ábyrgðir Ríkisábyrgðasjóðs 571 milljarði. Þar af námu ábyrgðir vegna stríðs- og hryðjuverkatryggingar flugrekenda 227 milljörðum. Langstærstur hluti ríkisábyrgðar er vegna Íbúðalánasjóðs, en ríkisábyrgð er á öllum skuldbindingum sjóðsins. Þær námu um síðustu áramót 306 milljörðum króna.
Í ársskýrslu Lánasýslu ríkisins fyrir árið 2000 kemur fram að undanfarin ár hafi ríkisábyrgðir til einkaaðila að mestu horfið. Á síðustu fjórum árum hafi verið stofnað til nýrra ríkisábyrgða nær eingöngu vegna lána sem ríkisstofnanir og fyrirtæki sem ríkissjóður á hlut í hafa tekið. Nýjar ríkisábyrgðir á árinu 2000 námu 37,5 milljörðum, en þar af námu ábyrgðir vegna húsbréfa og húsnæðisbréfa 33,5 milljörðum. Þar á eftir kom Lánasjóður landbúnaðarins með 1,6 milljarða.

Ríkisábyrgðir jukust hins vegar verulega á síðasta ári, en sl. haust ákvað Alþingi að heimila ríkisábyrgð á stríðs- og hryðjuverkatryggingum flugrekenda. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af uppnámi sem varð í flugheiminum í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. Ríkisábyrgðirnar vegna flugvélanna hafa nú nýlega verið framlengdar út maímánuð, en lagaheimildin gildir út árið.

Samkvæmt upplýsingum Haralds Andréssonar, hjá Lánasýslu ríkisins, námu ríkisábyrgðir í árslok 2001 samtals 571 milljarði. Hann sagði að inn í þá tölu vantaði ábyrgðir sem hvíldu á lánum Landsvirkjunar en ríkið ber ábyrgð á þeim í hlutfalli við eign sína í fyrirtækinu. Hann sagðist áætla að þessar ábyrgðir næmu nálægt 43 milljörðum. Ennfremur væru ekki meðtaldar ábyrgðir ríkissjóðs á skuldbindingum viðskiptabankanna sem mynduðust áður en þeir voru hlutafélagavæddir, en þær skuldbindingar hafa farið minnkandi.

Harald sagði mjög fátítt að ríkisábyrgðir féllu á ríkið. Þeir sem fá ríkisábyrgðir þurfa að greiða áhættugjald sem rennur í ríkissjóð.

Mbl.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli