Frétt

bb.is | 05.02.2007 | 16:39Sveitarfélög ekki þvinguð til sameiningar geti þau ekki myndað félagslega heild

Ísafjarðarbær er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem telur fleiri en 1.000 sálir.
Ísafjarðarbær er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem telur fleiri en 1.000 sálir.

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, segir að ekki komi til að sveitarfélög verði lögþvinguð til sameiningar ef sérstakar aðstæður hindri það, að mati félagsmálaráðuneytis, að þau geti myndað félagslega heild með nágrannasveitarfélögum sínum. Líkt og sagt hefur verið frá er til umræðu á alþingi frumvarp um að breyta lögum um lágmarksstærð sveitarfélaga, þannig að í stað þess að sveitarfélag geti verið 50 sálir skuli þær ekki færri en 1.000 talsins, og er Jóhann einn flutningsmanna frumvarpsins. Hafa margir orðið til að spyrja sig hvernig frumvarpið komi til með að snerta við Strandamönnum, því þar má ímynda sér að erfitt gæti reynst að ná þúsund manna lágmarkinu, en Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur telja einungis 758 íbúa. Í Reykhólahreppi búa 251 manns, og myndi sveitarfélagið rétt ná 1.000 manna markinu ef þeir væru taldir með, sem væri væntanlega erfitt sem stendur en mögulega auðveldara eftir tilkomu Tröllatunguvegar, sem samkvæmt áætlun á að vera tilbúinn fyrir lok árs 2008.

Jóhann hefur svarað þessum spurningum í aðsendri grein sem birtist á Strandavefnum. Þar bendir Jóhann á að undantekningu frá ákvæði um lágmarksstærð sveitarfélaga er að finna í núgildandi ákvæði, þar sem kveðið er á um að sveitarfélag skuli ekki telja færri en 50 sálir. Segir í ákvæðinu: „Undantekningu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðuneytisins að íbúar hins fámenna sveitarfélags geti myndað félagslega heild með íbúum nágrannasveitarfélags.“

Ekki eru í frumvarpinu lagðar til aðrar breytingar en þær sem snúa að fjölda íbúa, og munu þar af leiðandi sömu reglur og sjónarmið verða lögð til grundvallar og áður við ákvarðanir félagsmálaráðherra um lögþvingaða sameiningu. Segir Jóhann m.a. í grein sinni: „Ýmis dæmi eru um að sveitarfélög hafi verið innan 50 íbúa lágmarksins, jafnvel áratugum saman. Ég læt nægja að nefna Mjóafjörð sem vegna samgöngulegrar einangrunar féll auðvitað undir þetta ákvæði. Þessu ákvæði datt okkur aldrei í hug að hrófla við og teljum að því skuli beita þar sem við á.“

Tilgangurinn með lagabreytingunni er meðal annars sá að búa til sterkari sveitarfélög sem eigi auðveldara með að taka við verkefnum frá ríkisvaldinu. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að flutningsmenn telji þó að í raun sé 1.000 mann samfélag lítið og vanmegnugt til þess að tryggja íbúum þau búsetuskilyrði sem nauðsynleg eru til að treysta byggðina til framtíðar. Frumvarpið er ekki nýtt af nálinni, heldur var það fyrst lagt fram á 126. löggjafarþingi sem fram fór veturinn 2000-2001, en varð ekki útrætt. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum verið flutt síðan efnislega óbreytt.

Eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem telur yfir 1.000 manns er Ísafjarðarbær. Líklega myndu Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð neyðast til að sameinast, verði þessi lög að veruleika. Þá myndu Bolungarvík og Súðavík líkast til þurfa að sameinast hvort öðru eða bæði Ísafjarðarbæ. Óvíst er síðan hvernig íbúar umræddra sveitarfélaga taka því að sameinast nágrönnum sínum, en ljóst er að einhver sveitarfélaganna hafa fellt slíkar sameiningar í kosningum áður.

eirikur@bb.isbb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli