Frétt

Stakkur 15. tbl. 2002 | 10.04.2002 | 11:48Lausn í sjónmáli

Einn umtalaðasti vandi í hópi sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni er sá er blasir við í húsnæðiskerfinu. Félagslegar íbúðir hafa reynst mörgu sveitarfélaginu þungur baggi. Fer sá vandi saman við fækkun íbúa. Segja má að vandamálið sé fólgið í því sem framan af var talinn helsti kostur þessa kerfis. Íbúðir er lotið hafa reglum um innlausn innan félagslega íbúðakerfisins hafa verið þungur baggi á fjárvana sveitarfélögum, en jafnframt veitt ,,eigendum? sínum rýmra frelsi en þeim er átt hafa sitt húsnæði án aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Sá sem ,,átti? íbúð í félagslega húsnæðiskerfinu, til dæmis þá er upphaflega var bygggð sem bústaður verkamanna, gat snúið sér til sveitarfélagsins og fengið hana innleysta á framreiknuðu verði. Hinn er keypti eða byggði sjálfur, utan félagslega húsnæðiskerfisns var háður verði markaðarins. Þannig verð byggir á framboði og eftirspurn. Eftir því sem íbúum fækkar minnkar eftirspurnin og því meir lækkar verðið. Og jafnframt verður baggi sveitarfélagsins þyngri. Innlausn félagsíbúðar kostar sveitarsjóð peninga.

Sá er átti kost á því að komast yfir félagslegt húsnæði lagði minna af mörkum sjálfur en hinn sem byggði eða keypti íbúð utan þess. Upp kom því misrétti. Margir hafa viljað ganga svo langt að segja að hinir síðarnefndu séu í raun háðir átthagafjötrum, hinir fyrrnefndu frjálsir. Þeir gátu selt og farið, sveitarfélagið varð að kaupa á fyrirfram ákveðnu verði. Hinir gátu tæpast selt og þá reyndar á mun lægra verði. Sveitarfélagið fjármagnaði kaupin í fyrra dæminu og vandinn óx. Í tengslum við sölu Orkubús Vestfjarða var fé haldið eftir til uppgjörs skulda sveitarfélaga við Íbúðalánasjóð vegna félagsíbúða. Nú hillir undir lausn. Frumvarp félagsmálaráðherra um veitingu fjár sem nemur alls 1,1 milljarði króna til uppgjörs sveitarfélaga við Íbúðalánasjóð vegna skulda af félagsíbúðum kann að bæta stöðu margra bágstaddra sveitarfélaga á landsbyggðinni, ekki síst á Vestfjörðum. Verður einkum litið til Vesturbyggðar í þeim efnum. En í Ísafjarðarbæ er einnig um umtalsverða fjármuni að ræða.

Nú reynir á þá stjórnmálamenn er taka við valdataumum í sveitarfélögum á Vestfjörðum, ekki síður en aðra. Íbúum hefur farið fækkandi og verð íbúðarhúsnæðis lækkað. Hvernig hyggjast frambjóðendur bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum? Miklu fé hefur verið veitt í sjóði sveitarfélaganna á Vestfjörðum, fyrst vegna sölu Orkubúsins og nú væntanlega vegna þessa fyrirhugaða uppgjörs. Tækifærið verður tvímælalaust að nota til þess að sækja fram. Stöðva verður skuldasöfnun. En það eitt er ekki nóg. Nýta verður bætta stöðu í fjármálum sveitarfélaganna til að sækja fram. Við kjósendur bíðum eftir því að nú verði gefið upp á nýtt og framsæknar hugmyndir líti dagsins ljós. Til þess þurfa sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum kjark en fyrst og fremst nýja sýn og frumlegar hugmyndir. Gömlu upptuggðu stefnuskrárnar duga ei meir. Ný hugsun er það sem þarf.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli