Frétt

Leiðari 15. tbl. 2002 | 10.04.2002 | 11:46Sigursælir göngugarpar

Skíðaíþróttin er samofin ísfirsku mannlífi. Áratugum saman áttu Ísfirðingar einir sína Paradís skíðamanna og véfengdi enginn þá nafngift. Á seinni tímum samkeppni hefur ,,skíðaparadísunum“ fjölgað. Bætt aðstaða til skíðaiðkunar víðs vegar um landið er ánægjuefni. Og hvað nafngiftum líður skal ekki um vandað. Hverjum þykir sinn fugl fagur.

Ísfirðingar hafa löngum státað af góðum skíðamönnum, sem haldið hafa nafni bæjarins hátt á lofti, innan lands sem utan. Hefur þetta jöfnum höndum átt við um keppendur í svokölluðum alpa- og norrænum greinum, að stökki undanskildu, sem almennt hefur ekki átt upp á pallborðið hérlendis. Nú um stund má segja að hallað hafi undan hjá ísfirsku skíðafólki í alpagreinum. Í þeim efnum þarf að gera betur. Efniviðurinn er fyrir hendi.

Frammistaða ísfirsku göngumannanna á Skíðamóti Íslands vakti mikla athygli og var þeim til mikils sóma. Góð frammistaða íþróttafólks á mótum þar sem besta íþróttafólk landsins leiðir saman hesta sína er hverju byggðarlagi aflhvati og vænleg fyrirmynd æskufólks.

Bæjarins besta óskar ísfirska skíðafólkinu til hamingju með glæsta sigra á Skíðalandsmótinu.

Grímulaus skoðanakúgun
Ellert B. Schram heitir maður, sem tekið hefur að sér það veigamikla hlutverk að vera forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands. Þessi ágæti maður hefur leyft sér þann munað að hafa skoðanir á mörgu sem er að gerast í þjóðfélaginu og tjá þær opinberlega á skilmerkilegan hátt. Má sem dæmi nefna stjórnun fiskveiða. Skoðanir Ellerts á fiskveiði stjórnuninni hafa þó ekkert með það að gera að Bæjarins besta gerir hann að umtalsefni. Málið er, að fyrir skömmu lét útgerðarmaður nokkur að því liggja að stuðningur sjávarútvegsfyrirtækja við íþróttafélög gæti verið í uppnámi vegna skrifa Ellerts um stjórnun fiskveiða. Já, honum væri betra að gæta tungu sinnar vegna þess að hann væri forseti Íþrótta- og Olympíusambandsins! Íþróttafélögin myndi muna um þann spón úr aski sínum, sem útgerðarfélög hefðu til þessa látið þeim í té.

Auðvitað tekur enginn réttinn af mönnum til að setja fram skoðanir sínar, hversu fáránlegar sem þær kunna að þykja. Og um það snýst ekki málið í þessu tilfelli. Heldur, að hér er á ferðinni grímulaus aðför að skoðana- og málfrelsi einstaklings, til þess eins ætluð að hræða fólk almennt til undirgefni.

Það er heilög skylda að snúast harkalega gegn skoðanakúgun í hvaða mynd sem hún birtist.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli