Frétt

Elvar Logi Hannesson | 02.02.2007 | 09:37Atvinnulist á landsbyggðinni

Elvar Logi Hannesson.
Elvar Logi Hannesson.
Ég hef lengi verið fylgjandi því að efla atvinnulistir á lansbyggðinni. Ekki bara leiklist heldur allar listir allt frá kvikmyndalist til ritlistar. Það er nú einu sinni svo að landsbyggðin hefur uppá marga góða kosti að bjóða fyrir skapandi listamenn. Ekkert stress einsog landsbyggðamaðurinn Hemmi Gunn segir. Ef við tökum bara dæmi um Vestfirðina eina og sér. Hvað hafa þeir uppá að bjóða fyrir atvinnulistamenn. Segjum að myndlistarmaður ákveður að flytja á Bíldudal til að búa og stunda sína list. Þar er nóg af lausu íbúðarhúsnæði og einnig ýmiskonar húsum sem gætu nýst sem vinnustofa og jafnvel væri þar hægt að setja upp gallerí eða standa fyrir myndlistarnámskeiðum. Ekki má gleyma því að Bíldudalur er eitt fallegasta bæjarstæði landsins og ekki amalegt fyrir myndlistarmann þar sem myndefnið er í hverjum hól og fjalli. Gæti bara rölt á náttsloppnum með morgunkaffið niðrí fjöru og fangað töfra fjarðarins á léreftið.

Samgöngur skipta miklu máli í dag og það er óhætt að segja að þær séu góðar á Bíldudal. Flogið suður sex daga vikunnar og yfirleitt er flogið því veðursældin þarna er ótrúleg. Landleiðin er líka fær árið um kring kannski tveir, þrír dagar á ári sem leiðin teppist. Semsagt Bíldudalur fyrir myndlistarmenn. En þá erum við komnin að eina vandamáliu. Jú, við sem fáumst við listina lifum ekki á loftinu. Það er alveg öruggt að sveitarfélagið Vesturbyggð tæki myndlistarmanninum fagnandi og gæti liðsinnt honum á ýmsan máta t.d. með því niðurgreiða húsaleigu á vinnustofu. En hvað mundi ríkið gera? Það er stóra spurningin. Mín reynsla er sú og þá ekki bara varðandi Kómedíuleikhúsið að ríkið hefur bara ekki áhuga á að styrkja atvinnulistir á landsbyggð. Sem er náttúrulega útí hött. Ef við miðum t.d. við norræna sjóði í menningargeiranum þá setja þeir flestir sem skilyrði að verkefnin fari fram á lansbyggðinni í viðkomandi landi en ekki í höfuðborginni. Afhverju þarf þessu að vera öfugt farið hjá okkur? Er þetta stefna ríkisins? Eða öllu heldur hver er eiginlega stefna ríkisins í menningarmálum?

Stóriðja er vinsælt orð í dag það mætti alveg flokka atvinnulistir á landsbyggð undir stóriðju. Bara það að einn atvinnulistamaður komi á stað á borð við Siglufjörð skiptir miklu máli. Því alltaf þegar talað væri um viðkomandi listamann kæmi Siglufjörður fram og það er nú auglýsing út af fyrir sig. Einnig mundi listamaðurinn náttúrulega punta uppá menningarlífið auk þess að versla í matinn hjá fisksalanum á Siglufirði. Ég hef fulla trú á atvinnulistamannastóriðju á lansbyggðinni en til þess að það geti orðið þarf ríkið að koma að málum. Það eru kosningar og gaman væri að sjá hvort einhver flokkurinn sýni þessum málaflokki áhuga og setja á sína stefnuskrá.

Elfar Logi Hannesson, atvinnuleikari á Ísafirði.

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli