Frétt

bb.is | 01.02.2007 | 16:37„1.000 manna samfélög í raun vanmegnug“

Ísafjarðarbær er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem telur yfir þúsund íbúa.
Ísafjarðarbær er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem telur yfir þúsund íbúa.

Líkt og sagt hefur verið frá á bb.is í dag er til umræðu á alþingi frumvarp um að breyta lögum um lágmarksstærð sveitarfélaga, þannig að í stað þess að sveitarfélag geti verið 50 sálir skuli þær ekki færri en 1.000 talsins. Er það Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, sem flytur frumvarpið fyrir hönd fimm þingmanna Samfylkingar, að Jóhanni sjálfum meðtöldum. Tilgangurinn með lagabreytingunni er meðal annars sá að búa til sterkari sveitarfélög sem eigi auðveldara með að taka við verkefnum frá ríkisvaldinu. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að flutningsmenn telji þó að í raun sé 1.000 mann samfélag lítið og vanmegnugt til þess að tryggja íbúum þau búsetuskilyrði sem nauðsynleg eru til að treysta byggðina til framtíðar. „Samþykkt frumvarpsins yrði þó mikilvægt skref til að flýta þróuninni til öflugri sveitarfélaga“, segir í greinargerðinni.

Frumvarpið er ekki nýtt af nálinni, heldur var það fyrst lagt fram á 126. löggjafarþingi sem fram fór veturinn 2000-2001, en varð ekki útrætt. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum verið flutt síðan efnislega óbreytt. Eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem telur yfir 1.000 manns er Ísafjarðarbær. Líklega myndu Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð neyðast til að sameinast, verði þessi lög að veruleika. Þá myndu Bolungarvík og Súðavík líkast til þurfa að sameinast hvort öðru eða bæði Ísafjarðarbæ. Ekki er víst hvaða áhrif þetta hefði í Strandasýslu, en Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur telja einungis 758 íbúa. Í Reykhólahreppi búa 251 manns, og myndi sveitarfélagið ná 1.000 manna markinu ef þeir væru taldir með, sem væri væntanlega erfitt sem stendur en mögulega auðveldara eftir tilkomu Tröllatunguvegar, sem samkvæmt áætlun á að vera tilbúinn fyrir lok árs 2008. Óvíst er síðan hvernig íbúar umræddra sveitarfélaga taka því að sameinast nágrönnum sínum, en ljóst er að einhver þeirra hafa fellt slíkar sameiningar í kosningum áður.

Í áðurnefndri greinargerð segir að sameiningarátak sitjandi ríkisstjórnar, þar sem knúnar voru fram atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga, hafi að tvennu leyti verið illa undirbúið. „Annars vegar hefði þurft að liggja fyrir sátt um að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Svo var ekki og olli það því að margir fulltrúar í sveitarstjórnum lögðust gegn sameiningu. Þetta hafði mikil áhrif á niðurstöður í einstökum sveitarfélögum. Hitt var ekki síður alvarlegt að Alþingi brást því hlutverki sínu að marka lágmarksstærð sveitarfélaga á grundvelli þeirra verkefna og krafna sem almennt þarf að gera til sveitarfélaga í dag. Ef endurskoðun á lágmarksfjölda í sveitarfélögum hefði legið fyrir og mörkin hefðu verið hækkuð eins og hér er lagt til er ekki vafi á að orðið hefði mikilvæg breyting á stærð og getu sveitarfélaga til að sinna verkefnum sínum. Ekki eru pólitískar deilur í raun meðal þingmanna um það að stækka eigi og efla sveitarfélögin og flytja til þeirra verkefni frá ríkinu. Alþingismönnum er það líka vel ljóst að lítil sveitarfélög geta ekki tekið við nýjum verkefnum frá ríkinu. Þess vegna er illskiljanlegt að þeir með aðgerðarleysi skuli enn viðhalda 50 íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélögum. Í umræðum um þessi mál tala þingmenn garnan um að fara lýðræðislegar leiðir. Það getur þó vart verið að mörk lýðræðisins liggi við 50 sálir.“

eirikur@bb.is

Greinargerðin í heild sinni af vef alþingis.bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli