Frétt

Sælkerar vikunnar – Mariola og Elzbieta Kowalczyk í Bolungarvík | 01.02.2007 | 13:50Réttir frá Póllandi

Sælkerar vikunnar bjóða að þessu sinni upp á tvo rétti frá Póllandi. Fyrri rétturinn, Sellerírót í bjórdeigi, er frá Mariolu en sá seinni, Sígaunasíld, frá Elzbietu. Um fyrri réttinn segir Mariola. „Fyrr á tímum borðuðu Pólverjar mikið af kjöti, drukku mikið af bjór en neyttu sjaldan grænmetis. Grænmeti var alls ekki ræktað þá en mikil breyting hefur orðið á matarvenjum Pólverja gagnvart grænmeti. Á 15. öld giftist konungur Pólverða Zygmunt, Bona Sforza frá Ítalíu. Hún var frumkvöðull í ræktun grænmetis í Póllandi, þá búandi í Kraká. Þau bjuggu í Wawel kastala í Kraká og lét hún gera stóran garð við kastalann til þess eins að rækta grænmeti. Henni fannst ómögulegt að Pólverjar ætu ekki grænmeti, þannig að hún lét það spyrjast út til fólksins að það mætti alls ekki stela grænmetinu úr garðinum. Drottningin fagnaði því hinsvegar þegar hún varð vitni að því að stolið væri úr garðinum við kastalann á nóttunni. Þannig tókst henni ætlunarverk sitt þ.e. að fá Pólverja til að borða grænmeti. Í dag borða Pólverjar mikið af allskonar grænmeti.“

Sellerírót í bjórdeigi

2 stk Sellerírætur meðalstórar
½ tsk salt
½ tsk sykur
½ l matarolía
1. tsk edik
1. tsk múskat duft
Nokkur lauf af sellerístöngli til skrauts
Nokkra tómata til skrauts

Selleríræturnar eru skrældar og soðnar í vatni með saltinu sykrinum og edikinu. Ekki má sjóða ræturnar það mikið að þær verði mjúkar. Ræturnar eru teknar úr vatninu í sigti og þær kældar.

Bjórdeig
½ bolli af ljósum bjór
2 stk Egg
2 msk hveiti

Bjórnum, eggjarauðunum og hveitinu er hrært mjög vel saman. Hvítan úr eggjunum er hrærð í hrærivél,þannig að hún verði að fallegri froðu.
Eggjahvítan er síðan sett út í deigið og öllu hrært saman.
Selleríræturnar (kældar) eru skornar í meðalstóra munnbita og kryddaðar með múskatduftinu. Matarolían er sett á pönnu og hituð mjög vel. Selleríbitunum er velt upp úr deiginu og steiktir á pönnunni 1 – 2 mín. hvoru megin. Þegar steikingunni er lokið eru ræturnar settar á matardiska og þeir skreyttir með tómötunum og selleríblöðum. Þetta er borið fram heitt sem aðalréttur, eða meðlæti með t.d. kjöti eða fiski.

Sígaunasíld

„Sígaunar eru alltaf á leiðinni. Sígaunar bíða ekki lengi eftir að matur verði framreiddur, þannig að fljótt verður að bregðast við áður en lagt er af stað. Pólverjar hafa í gegnum tíðina borðað mikið af síld, Íslandssíld, og gera enn. Síld er mjög gjarna, á betri veitingahúsum í Póllandi, notuð í forrétti og jafnframt aðalrétti. Óteljandi rétti eigum við Pólverjar af frábærum síldarréttum, sem framreiddir eru bæði heitir og kaldir“, segir Elzbieta.

250 g maríneruð síldarflök
1 dl matarolía
2 meðalstórir laukar
2 súrgúrkur
5 msk tómatsósu
Salt
Pipar
Sykur
Steinselja

Síldarflökin eru roðrifin, beinhreinsuð og skáskorin í meðalstóra munnbita. Súrgúrkurnar eru skornar eftir endilöngu í fjóra parta og síðan smátt saxaðar. Laukurinn er sömuleiðis fínt saxaður. Matarolían og tómatsósan er sett í skál og hrært vel í eða þar til lögurinn verður eins og fallegasta sósa. Súrgúrkurnar og laukarnir eru settir í sósuna og hrært vel í. Salt – pipar og sykur er sett í sósuna eftir smekk. Síldinni er raðað á fat, sósunni hellt yfir síldina og steinselju stráð yfir. Rétturinn er borinn fram með rúgbrauði.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli