Frétt

Herdís Á. Sæmundardóttir | 01.02.2007 | 09:18Norðurland vestra og Vestfirðir í forgang

Herdís Á. Sæmundardóttir.
Herdís Á. Sæmundardóttir.
Nýverið var birt skýrsla sem unnin var í samvinnu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þróun hagvaxtar í einstaka landshlutum á árabilinu 1998 -2004. Í þeirri skýrslu kemur fram að hagvöxturinn er mestur á höfuðborgarsvæðinu eða 49%, en meðaltal hagvaxtar á öllu landinu er 29%, sem hlýtur að teljast harla gott. Það sem hins vegar stingur í augu er að tvö svæði á landinu virðast hafa orðið alveg útundan í þeirri hagvaxtarsveiflu sem hefur átt sér stað í landinu á undanförnum árum, en það eru Norðurland vestra og Vestfirðir. Hagvöxtur á báðum þessum svæðum mælist neikvæður um 6%. Sé litið til hagvaxtar pr. íbúa kemur í ljós að meðaltal fyrir landið allt er 21% á sama árabili, en á Vestfjörðum er hagvöxtur pr. íbúa 5% og á Norðurlandi Vestra mælist hann 0%.

Í skýrslunni kemur jafnframt skýrt fram að neikvæð þróun hagvaxtar og fólksfækkun haldast í hendur og fólk hneigist til að flytja frá stöðum þar sem tekjur vaxa lítið til þeirra staða þar sem uppgripin eru. Það er margt sem skýrir þessa þróun sem ekki verður rakið hér. Það er hins vegar mikilvægt að hnykkja á því að opinberar framkvæmdir og aðgerðir af hálfu stjórnvalda eiga sinn þátt í því að sum svæði vaxa og dafna en önnur ekki. Hér skal heldur ekki gert lítið úr því jákvæða sem, fyrir tilstilli stjórnvalda, hefur verið að gerast á þessum svæðum. Mér er sérstaklega skylt að nefna í þessu samhengi styrkingu Hólaskóla – Háskólans á Hólum, yfirlýsing fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar og öflugrar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verði á Sauðárkróki. Þá mætti einnig nefna flutning opinberra starfa til Blönduóss, Skagastrandar og Hvammstanga, aðkoma stjórnvalda og Byggðastofnunar að nýrri kalkþörungaverksmiðu í Arnarfirði, uppbyggingu Háskólaseturs á Ísafirði sem og vaxtarsamninga sem gerðir hafa verið. En betur má ef duga skal.

Í ljósi niðurstaðna rannsóknar Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar hlýtur það að vera eðlileg krafa til stjórnvalda að þessi tvö svæði sem verst hafa orðið úti verði sett í forgang hvað varðar framkvæmdir, fjárfestingu og aðra uppbyggingu sem til þess er fallin að auka hagvöxt og treysta byggð. Tækifærin eru nóg. Flutningur opinberra stofnana til landsbyggðarinnar hefur tekist vel og þær stofnanir sem fluttar hafa verið hafa gert hrakspár og kenningar um að illgerlegt sé að reka opinberar stofnanir á landsbyggðinni að engu. Þá ætti einnig að vera auðvelt að flytja fleiri verkefni opinberra aðila til þessara svæða, því dæmin sanna að það er ekki vandamál að fá vel menntað fólk til starfa á landsbyggðinni.

Í byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009, sem samþykkt var á Alþingi á síðasta þingi, eru talin upp þrjú meginatriði sem stjórnvöld skulu hafa að leiðarljósi, en þau eru að stórefla menntun á landsbyggðinni, að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og að styrkja Byggðastofnun til mikilvægra verkefna á landsbyggðinni. Þannig er menntunin talin ein af grunnforsendum jákvæðrar byggðaþróunar og sérstök áhersla hefur verið lögð á að styrkja aðgengi að háskólanámi. Það er því í anda byggðaáætlunar að stórefla nú þegar Hólaskóla – Háskólann á Hólum sem og að stofna sérstakan háskóla á Ísafirði, eins og áætlanir hafa verið um. Það er einnig í anda byggðaáætlunar að styrkja þær opinberu stofnanir sem fyrir eru á þessum svæðum og jafnframt að flytja fleiri störf til þeirra. Þá er það einnig í samræmi við byggðaáætlun að veita auknu fjármagni til samgöngubóta á þessum svæðum. Af nógu er að taka í því samhengi og er sérstök ástæða til að ítreka mikilvægi þess að gera jarðgöng um Óshlíð og Hrafnseyrarheiði svo fátt eitt sé nefnt.

Hér verða ekki talin fleiri verkefni sem fallin eru til þess að styrkja þessi tvö veiku svæði sem sérstaklega eru tilgreind í ofannefndri skýrslu og sem stjórnvöld geta auðveldlega komið að. Það skal hins vegar ítrekuð sú skoðun að löngu sé tímabært að beina sjónum sérstaklega að þessum svæðum og grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. Vilji er allt sem þarf.

Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli