Frétt

bb.is | 09.04.2002 | 14:18Rekstur félagslega húsnæðiskerfins verður léttari

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, lagði í gær fram frumvarp til breytinga á lögum um húsnæðismál nr. 44 frá árinu 1998 um Varasjóð viðbótarlána. Sjóðurinn hefur aðstoðað sveitarfélög við að selja íbúðir úr félagslega kerfinu á almennan markað en þeim er skylt að leysa til sín íbúðir á svonefndu uppreiknuðu verði sem til að mynda í Reykjavík er í flestum tilfellum lægra en markaðsverð. Víða á landsbyggðinni hafa sveitarfélög hins vegar glímt við lágt markaðsverð og samkvæmt húsnæðislögunum hafa þau orðið að leysa til sín félagslegar íbúðir á verði sem er í mörgum tilfellum langt yfir markaðsvirði þeirra. Hagnaður af sölu félagslegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur runnið í Varasjóð viðbótalána ásamt framlagi ríkissjóðs en söluhagnaður hefur verið hverfandi og vandi sumra sveitarfélaga það mikill að nauðsynlegt þykir að gera ákveðnar breytingar á þessari aðstoð og fjármögnun hennar og því leggur félagsmálaráðherra nú fram áðurnefnt frumvarp.
Frumvarpið byggir félagsmálaráðherra annars vegar á tillögum nefndar sem hann skipaði í desember árið 2000 til að endurskoða fyrrnefnd lög um húsnæðismál. Nefndin var skipuð fulltrúum félags- og fjármálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og Íbúðalánasjóðs, en meðal þeirra sem áttu sæti í nefndinni var Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Var nefndinni meðal annars falið að koma með tillögur um fyrirkomulag við aðstoð til sveitarfélaga sem glíma við vanda vegna reksturs félagslegra leiguíbúða. Nefndinni var einnig falið að fjalla um ákvæði laganna um kaupskyldu og er með frumvarpinu lagt til að sveitarfélögum sé heimilt að falla frá kaupskyldu að vissum skilyrðum uppfylltum.

Hins vegar byggir frumvarpið á samkomulagi sem félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu þann 4. apríl sl. þar sem kveðið er á um verkefni Varasjóðs viðbótarlána, framvegis Varasjóði húsnæðismála og hvernig þau skuli fjármögnuð.

Um er að ræða rammasamkomulag til fimm ára og með því er tryggt að samtals renna 700 milljónir króna á tímabilinu til að aðstoða sveitarfélög vegna rekstur félagslegra leiguíbúða þar sem slíkur rekstur stendur höllum fæti og sölu þeirra á almennan markað. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður leggja árlega fram 60 milljónir króna, úr Tyggingarsjóði vegna byggingargalla renna árlega 60 m.kr og beint frá sveitarfélögunum renna 20 m.kr. árlega. Samtímis falla niður önnur framlög ríkisins í Varasjóð viðbótarlána og greiðslur sveitarfélaga til Varasjóðs viðbótarlána vegna íbúða sem seljast með hagnaði.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að nái frumvarpið fram að ganga muni það hafa þau áhrif fyrir Ísafjarðarbæ, sem og önnur sveitarfélög, að hægt verður að selja íbúðir úr kerfinu á almennum markaði. Hann segir að sveitarfélagið muni væntanlega nýta sér það og selja einhverjar íbúðir en ekki of margar þar sem gæta verði þess að hinn almenni markaður skekkist ekki. Halldór segir jafnframt að rekstur félagslega húsnæðiskerfins verði léttari þar sem gert er ráð fyrir ríkið komi til móts við þau sveitarfélög sem eiga mikið að íbúðum og leggi fram fjármagn til að létta undir þar sem mikið tap er á rekstri þessarar íbúða. Það muni hafa mikla og jákvæða þýðingu fyrir rekstur sveitarfélagsins almennt. Þá segir hann að mikilvægt að gert sé ráð fyrir heimild Íbúðarlánasjóðs til að afskrifa eignir sem teljast ónothæfar eða ónýtar. Þannig geti sveitarfélagið, óskað eftir því við Íbúðarlánasjóð að húseign verði afskrifuð sé hún metin léleg, ónothæf og óseljanleg á almennum markaði.

Þegar hefur verið ákveðið að Reykjavíkurborg muni nýta sér heimildarákvæði til að losna undan kaupskyldu og þar munu þá um 2.100 fjölskyldur geta selt félagslegar íbúðir sínar á markaðsverði þar sem munurinn gæti verið allt að 3 milljónir króna fyrir hverja fjölskyldu. Halldór segir að þetta sé nokkuð sem frumvarpið leiði óhjákvæmilega af sér en hafi alls ekki verið tilgangurinn með breytingunni á húsnæðislögunum. Ljóst hafi verið að ekki þýddi lengur að bíða eftir að söluhagnaður af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu skilaði sér í Varasjóð viðbótarlána, enda staðreynd að eigendur félagslegra íbúða hafi kosið að halda að sér höndum og bíða þar til kaupskyldan rynni út svo þeir gætu selt á almennum markaði. Þörf hafi verið á þessum peningum og því sé verið að breyta kerfinu en það hafi þessar afleiðingar í för með sér. Heildarútkoman sé engu að síður jákvæð fyrir meirihluta sveitarfélaga.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli