Frétt

bb.is | 31.01.2007 | 13:30„Kostnaður við flutning staura í Túngötu skrifast alfarið á bæjaryfirvöld“

Túngata 1 og staurinn sem hefur nú verið fjarlægður.
Túngata 1 og staurinn sem hefur nú verið fjarlægður.

Ragnheiður Hákonardóttir, húseigandi við Túngötu 1 á Ísafirði, þar sem verið er að endurskipuleggja staðsetningu ljósastaura eftir að kvartanir bárust frá eigendum hússins, segir að kostnaður við breytingarnar sé ekki á sína sök, enda hafi ekki verið haft samráð við íbúa þegar nýr ljósastaur þar var settur niður. „Þegar kvörtunarbréf okkar er tekið fyrir vorum við búin að hafa samband við bæjartæknifræðing og bæjarstjóra, og óska eftir umræðum“, segir Ragnheiður. „Við komum úr sumarfríi og urðum þess vör að búið var að grafa frá allri girðingunni svo ekki var mannfært inn í húsið, sem er í útleigu. Þetta verk var framkvæmt án samráðs við okkur, hvað þá að við hefðum verið látin vita. Við óskuðum eftir viðræðum um þetta mál, en okkur var ekki ansað með það. Litlu seinna sé ég að verið er að leggja fyrir staurunum.“

„Í kjölfar þessa ítrekum við fyrirspurn um viðræður, þar sem sýnt var að staurarnir voru ekki settir niður með þeim hætti að þeir fylgdu samþykkt Ísafjarðarbæjar um friðaða götumynd Túngötu. Friðuð götumynd þýðir að þær kvaðir eru lagðar á húseigendur við þessa götu að þeir mega ekki hrófla við eða breyta götumynd eða ásýnd götunnar Túngötumegin frá“, segir Ragnheiður, en umræddur staur var settur niður Túngötumegin á horni Hafnarstrætis og Túngötu. „Við óskuðum eftir viðræðum um þetta, og vildum í rauninni fara fram á að staurarnir yrðu ekki settir niður með þessum hætti, en því var ekki sinnt.“

Þá segir Ragnheiður að kvörtunarbréf hafi verið skrifað. Fengust þær upplýsingar bréfið yrði tekið fyrir í bæjarráði. „Síðan heyrði ég í formanni bæjarráðs sem sagði að samkomulag væri um að leysa þetta mál, svo bréfið var ekki tekið fyrir strax. Samt sem áður er bréfið tekið fyrir nokkru seinna, þar sem ekkert hafði orðið um efndir í viðtölum við bæjarstjóra og bæjartæknifræðing, enda hafði verkinu allan tímann verið haldið áfram þrátt fyrir þessar málaleitanir. Okkur var líka sagt það af bæjartæknifræðingi að okkur kæmi þetta ekki nokkurn skapaðan hlut við.“

Segir Ragnheiður að þau hafi fengið skriflegar upplýsingar um niðurstöðu bæjarráðs, sem var á þá leið að settur skyldi niður staur ofar í brekkunni. „Ég sá svo í gær að verið var að setja niður staur þétt við hliðstólpann, og tók myndir af því verki. Ég hef ekki gert athugasemdir við þessa ákvörðun bæjarráðs, en það var ljóst frá upphafi að sá kostnaðarauki sem Jóhann Birkir, bæjartæknifræðingur, vísar til í frétt á bb.is, væri alfarið sök bæjarins, vegna þess að ekki var gengið í þetta verk í upphafi eins og við höfðum farið fram á. Með því hefði mátt koma í veg fyrir þennan kostnað. Þess vegna er það bæði rangt og ósanngjarnt að bæjartæknifræðingur skuli, með orðum sínum, varpa slíku yfir á okkur til að hleypa illu blóði í fólk. Ég tel nóg hafa verið gert í sumar þegar bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur kenndu okkur um að ekki væri hægt að lýsa Hlíðarveginn í viðtölum við íbúa þar. Það er óþolandi í litlum samfélögum að starfsmenn bæjarins skuli etja íbúum saman með svona framkomu og ósannsögli.“

eirikur@bb.isbb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli