Frétt

Guðbjartur Hannesson | 31.01.2007 | 10:15Efnahagsstjórnin – hagvöxturinn og Vestfirðir – grein 1

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.
Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara” á vef BB frá 25. janúar s.l. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit enginn í Sjálfstæðisflokknum að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt” (bls. 38).

Rífandi gangur í efnahagslífinu? Hagvöxtur mínus 6%

Það sem vakti fremur athygli mína var lýsing ráðherrans á „hversu vel gengur” í efnahagslífi í landinu. Hann talar þar fyrst um mikinn hagvöxt og finnst mér hraustlegt af ráðherra og fulltrúa Vestfjarða á Alþingi til margra ára að tala um gott gengi með hagvöxt, sem hefur verið neikvæður um 6% árin 1998 – 2004 á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra skv. skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar HÍ.

Mér finnst ráðherrann líka kjarkmikill að segja Vestfirðingum að lífskjör hafi batnað og skattar lækkað á almenningi og atvinnulífi. Annað segja útreikningar og fólkið sem ég hitti. Það er rétt að meðallífskjör hafa batnað, en veit ráðherrann ekki að breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa þýtt að skattar á lágtekjufólk hafa hækkað á meðan hátekju- og stóreignafólkið borgar minna. Veit hann ekki að alls kyns tekjutengingar og skerðingarákvæði í skatta- og tryggingakerfinu hafa rýrt kjör aldraðra og öryrkja? Er barátta þessara hópa fyrir bættum kjörum byggð á misskilningi? Þá er fróðlegt að vita hvort tekjuskattslækkun á fyrirtækjum hefur skilað sér inn á þetta svæði? Er hugsanlegt að verðbólga, vaxtaokur og hækkun fjarskipta- og flutningskostnaðar hafi étið upp skattalækkanir fyrirtækja á Vestfjörðum?

Það er rétt að upplýsa ráðherrann að sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum telja efnahagsstjórn stjórnvalda til helstu veikleika og ógnana í rekstrinum, sbr. annál Sjávarútvegsklasa Vestfjarða fyrir árið 2006. Vonandi láta þau fyrirtæki í sér heyra um ágæti stefnu stjórnvalda fyrir Vestfirðinga. Það er stórt verkefni að taka til og breyta efnahagstjórn núverandi ríkisstjórnar. Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að skipta um ríkisstjórn og leiða til valda aðila sem hafa áhuga á að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Samfylkingin er tilbúin að leiða þá vinnu.

Guðbjartur Hannesson, skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

1) Vaxtarsamningur Vestfjarða til aukinnar samkeppnishæfni og sóknar. Tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, janúar 2005.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli