Frétt

Stakkur 5. tbl. 2007 | 01.02.2007 | 09:48Færist fjör í leikinn

Stutt er til alþingiskosninga. Þá ræðst grunnurinn að næstu ríkisstjórn. Hún mun ráða miklu um lífskjör næstu fjögurra ára þaðan í frá, að því gefnu að örendið endist út kjörtímabilið. Þótt nú séu aðeins rúmar 14 vikur til kosninga er margt óljóst um framboð og stefnumál. Samkvæmt skoðanakönnun er fylgi Vinstri grænna meira en Samfylkingar og Framsóknarflokkur í lágmarki. Frjálslyndi flokkurinn er á siglingu, en áhöfnin stefnir í tvær áttir.

Árni Johnsen vonar að hann hafi iðrast nóg, en heldur áfram að vera klaufalegur í tali og áttar sig tæpast á því að mörgum kjósendum þykir nauðsynlegt að þeir sem sinna löggjafarstörfum kunni að umgangast lögin af virðingu. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, heldur því blákalt fram að flokkurinn tapi vegna þess að hún þori í stjórnmálum. Kjósendur eru annarrar skoðunar ef marka má skoðanakannanir. Þær eru aðeins vísbending. Öllum er hollt að hafa í huga að kjósendur ráða með atkvæði sínu hver niðurstaða verður í vor. Hún er ekki ein um að hafa ekki tengsl við kjósendur sem duga til að starfa í samræmi við vilja þeirra. Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins svaraði ekki spurningum um stuðning við Margréti Sverrisdóttur í forystusæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann væri ekki í tilfinningalegu sambandi við stuðningsmenn Margrétar en vonaði þó að hún yfirgæfi ekki flokkinn. Hver eru þá skilaboð hans?

Vart verður annað lesið úr ummælum hans en hún njóti ekki stuðnings formanns flokksins lengur, enda var henni vísað úr starfi fyrir stuðlan hans. Ekki blasir neitt annað við en klofningur. Nafn flokksins fylgir þá væntanlega Margréti. Mun Nýtt afl fara fram með Guðjón og félaga innan borðs í næstu kosningum? Vandræðagangur einkenndi flokksþingið og dró athyglina frá aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Yfirlýsing um réttarfarshneyksli fór þó vart fram hjá neinum. Þar vísaði formaður Samfylkingar til Baugsmála og taldi Byrgismálið dæmi um kæruleysi valdhafa. Skoði hver í sínum ranni. Margir hafa á undanförnum árum viljað styrkja Byrgið. Ungir jafnaðarmenn hafa ályktað og gagnrýnt að ekki sé sinnt rannsókn á kynferðissamböndum í Byrginu. Þeim er starfa að löggjöf á að vera kunnugt um réttarfarsákvæði varðandi lögreglurannsóknir. Svo má spyrja hve mikið fé rann úr borgarsjóði til starfsemi Byrgisins í tíð Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra? Brýnt er, að þeir er hyggjast stýra ríkisstjórn tali af þekkingu um mál sem þeir nú gagnrýna aðra fyrir að hafa ekki tekið réttum tökum.

Í allri þeirri pólitísku ræðu sem á sér stað er lítið talað um framtíð Vestfjarða og íbúa þeirra. Hvað eiga þeir að kjósa? Kristinn H. Gunnarsson hugsar enn. Skyldi hann fara í sérframboð?

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli