Frétt

Leiðari 5. tbl. 2007 | 01.02.2007 | 09:46Órjúfandi samstaða er eina leiðin

Í viðtali við BB í mars s.l. kvaðst þingmaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, aðspurður um byggðamál, bera von í brjósti þótt að hans mati hefði á undanförnum árum verið staðið þannig að verki að þetta væru ,,mestmegnis orð, mest einhverjar skýrslur, þar sem menn eru að velta þessum hlutum fyrir sér.“ Og hann felldi þann dóm um síðasta afrakstur stjórnvalda í þessum efnum að ,,þetta (væri) bara samsafn af orðum og hvergi nokkurs staðar um heilsteypta stefnu að ræða.“ Um líkt leyti rifjaði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, upp þau ummæli formanns Framsóknarflokksins haustið 2003 ,,að röðin væri komin að Norðvesturkjördæmi“ og minnti á að ári síðar lagi flokkurinn til að næsta stóriðjuuppbygging yrði í NV-kjördæmi; að stofnaður yrði háskóli á Ísafirði innan þriggja ára og að Rarik á Vestur- og Norðurlandi yrðu sameinuð Orkubúi Vestfjarða. ,,Og ekkert af þessu hefur gengið eftir,“ sagði þingmaðurinn.

Í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að á árunum 1998-2004 var hagvöxtur á Vestfjörðum neikvæður um 6%. Á sama tíma var hagvöxtur um 29% á landsvísu. Um þessi válegu tíðindi tjáðu bæjarstjórar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps sig í síðasta tölublaði BB. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar benti á að fyrir lægi ,,fjöldi tillagna frá verkefnisstjórn um byggðaáætlun fyrir Vestfirði frá janúar 2005 (og) á því plaggi (væri) Vaxtarsamingur um Vestfirði byggður.“ Ríkisvaldið þyrfti að fylgja betur eftir stefnumörkun sinni varðandi byggðakjarna eins og Ísafjörð. ,,Orð eru til alls fyrst en athafnir þurfa að fylgja af hálfu ríkisvaldsins,“ sagði bæjarstjórinn. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, benti réttilega á að Vestfirðir hefðu ekki notið ,,svonefnds góðæris.“ sem mikið var státað af. ,,Við þurfum að sjá veigameiri breytingar en við höfum fengið eða gert tilkall til þessa,“ sagði Ómar Már. Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, kvað framkomu stjórnvalda gagnvart fólki á svæðinu beinlínis ósanngjarna. ,,Við eigum að krefjast þess að menn (frambjóðendur til þings) geri grein fyrir hugmyndum sínum um svæðið,“ sagði Grímur sem kvaðst þess fullviss að ef menn öxluðu þá ábyrgð sem til þarf myndi hagvöxtur á Vestfjörðum verða á sama róli og í öðrum landshlutum.

BB mun hér eftir sem hingað til gera þá kröfu til þeirra sem þjóðin hefur falið að ráða ráðum sínum á hinu háa Alþingi, að mark sé takandi á orðum þeirra; að samþykktir Alþingis séu marktækar, ekki bara skýrslur um marklausar vangaveltur til endurnýtingar eftir þörfum.

Vestfirðingar hafa of lengi látið telja sér trú um að hagsmunamálum þeirra yrði á annan veg háttað en raun hefur á orðið. Um það eru dæmin mörg. Órjúfandi samstaða þeirra er eina leiðin til að snúa vörn í sókn.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli